Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
Eitthvað íslenskt, á Skólavörðustíg 14
20.12.2010 | 20:18
Ef ykkur vantar óvenjulega og fallega íslenska hönnun til að gefa í jólagjöf þá kíkið í kjallarann á Skólavörðustíg 14.
Allt frá pennum og skartgripum úr íslenskum við yfir í stórar ávaxtaskálar og lampa úr margs konar viði.
Verðið er gott og svo er alltaf hægt að skipta vörunni hjá þeim sem hana framleiðir.
Jólatiltektin hjá sumu fólki, að setja dýr í poka og fleygja?
18.12.2010 | 11:10
Tiltekt einhvers fyrir þessi jól felur í sér að setja ketti í poka og fleygja þeim í rusl eða út á víðavang.
Hvað býr innra með manneskju sem gerir svona?
Illska og hatur?
Heimska?
Allt þetta þrennt og meira til?
Það er ekki oft sem manni hreinlega sortnar fyrir augun og gælir við hinar verstu hugsanir um hvað manni myndi langa til að gera við fólk sem þetta gerir.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast af viðurstyggilegum aðferðum við að losa sig við dýr.
Þessu fólki er ekki hægt að senda hugheilar jólakveðjur.
Þeirra hlýtur að bíða reikningsskil gjörða sinna annars staðar.
Takk sömuleiðis
17.12.2010 | 19:22
Mikið hafði ég gaman að því að heyra um hjónin sem tóku jólakortin sem þau fengu, skrifuðu á þau takk sömuleiðis og sendu til baka til þeirra sem sendu þau.
Þetta kalla ég hugmyndaríki og góð nýting á fjármunum.
Ég heyrði að Lára Ómarsdóttir hafi sagt frá þessu í fréttum.
Svona lagað fær mann sannarlega til að brosa í skammdeginu og aðdraganda jóla.
Snilld.
Hræðsluáróður? Fjölmiðlar í hasarstuði??
15.12.2010 | 19:36
Er þetta hræðsluáróður hjá rekstraraðilum Sólheima?
Legg til að nýir verða fundnir.
Átta mig ekki á þessum skilaboðum þeirra sem reka Sólheima.
Skil heldur ekki af hverju fjölmiðlar hoppa á fyrirsögn eins og LOKA Á SÓLHEIMUM?
Fjölmiðlar oft óþolandi hasarkenndir.
Gói allur að gera sig
11.12.2010 | 20:42
Mjög góður þáttur áðan með Góa, (Guðjóni Karlssyni).
Var farin að hlakka til að fylgjast með fleiri þáttum af Hringekjunni.
En svo bara kvaddi hann, að því er virtist endanlega.
Það hefði þurft að gefa honum meiri tíma til að sanna sig.
Þátturinn og þáttarstjórnandinn var allavega vaxandi.
Leitt að ekki verða fleiri þættir.
Ábyrgðarleysi að taka ekki þátt
9.12.2010 | 19:38
Gera verður þá kröfu til Bændasamtaka Íslands, að þau skipti þegar í stað um afstöðu til samninganefndarinnar, taki þátt í því starfi sem þar fer fram og leggi sitt af mörkum til að samningarnir sem unnið er að, verði sem bestir fyrir land og þjóð, bændur jafnt sem aðra þegna þessa lands segir Ingimundur Bergmann.
Væri ég bóndi fyndist mér þessi afstaða Bændasamtakanna óþolandi. Að sitja heima sýnir ábyrgðarleysi. Hvort sem maður er fylgjandi eða á móti þá er aðalatriðið að mæta á svæðið og reyna að hafa áhrif samkvæmt sinni bestu sannfæringu og í þágu manna og málefna sem maður er umboðsaðili fyrir.