Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2010
Er gáttuđ á ráđningu í starf umbođsmanns skuldara
23.7.2010 | 18:21
Öryggiđ á oddinn. Er smokkurinn of dýr?
20.7.2010 | 19:15
Ađ smokkurinn sé of dýr og ađ ţađ sé ástćđa aukinna tilfella m.a. Lekanda?
Ţessa skýringu kaupi ég ekki. Í fréttum var fjallađ um lokaverkefni tveggja sálfrćđinema og var ţetta m.a. ein af skýringum ţeirra fyrir aukinni tíđni lekanda og annarra kynsjúkdóma.
Tveir smokkar kosta 500 krónur og 12 smokkar kosta 2000 krónur.
Ég held ađ ástćđa ţess ađ ungmenni noti ekki smokkinn í meiri mćli sé fyrst og fremst ađ ţeim ţykir ţađ hallćrislegt. Ţetta er feimnismál. Ţađ er ólíklegt ađ helsta ástćđan sé sú ađ ţeir hafi ekki ráđ á ađ kaupa smokka.
Ástćđur fyrir ţví af hverju svo margir eru enn reiđir og pirrađir
15.7.2010 | 08:12
Ţví er ekki ađ leyna ađ ţađ er pirringur og reiđi í samfélaginu sem tengist međ einum eđa öđrum hćtti hruninu og afleiđingum ţess. Einhverjir kunna ađ furđa sig á ţví hve reiđin er enn djúpstćđ og virđist ćtla ađ endast lengi. Í ljósi ţess hversu mikiđ áfall dundi yfir ţjóđina á haustdögum 2008 er hins vegar ekki ađ undra ađ fólk skuli enn vera tilfinningalega sundurtćtt. Ţannig mun ţađ án efa verđa um sinn eđa í ţađ minnsta ţar til sérstökum saksóknara hefur tekist ađ grynnka á málafjöldanum á hans borđi. Fólk verđur ekki sátt fyrr en fundnar hafa veriđ ásćttanlegar lausnir á allra erfiđustu skuldamálum sem til var stofnađ á góđćristímanum. Meira um ţetta hér
Mótmćli síđastliđna daga endurspegla ekki reiđina í ţjóđfélaginu
7.7.2010 | 10:19
Stöđugt er veriđ ađ vísa í almenningur ţetta og almenningur hitt eins og allur almenningur sé einn einstaklingur. Ţetta hefur veriđ sérstaklega áberandi í umrćđunni um gengistryggđu lánin eftir dóm Hćstaréttar og viđbragđa Seđlabanka og FME í ţví sambandi.
Ţađ er kannski rétt ađ minna á ađ ţađ tóku ekki allir gengistryggđ bílalán. Ţađ eru ekki heldur allir međ lán á bakinu. Ţađ eru til einstaklingar og fjölskyldur sem hafa einmitt forđast eins og heitan eldinn ađ taka lán yfir höfuđ. Ţeir hafa heldur viljađ vera án hluta eđa látiđ sig vanta ţá frekar en taka fyrir ţeim lán. Ţetta er fólkiđ sem jafnvel hefur unniđ myrkrana á milli og lagt fyrir til ađ geta síđan síđar veitt sér einhvern munađ. Ţađ er ekki óeđlilegt ađ ţessi hópur sé einnig reiđur enda kemur ţađ í hlut ţeirra sem skattgreiđenda ađ borga brúsann ţegar upp er stađiđ.
Ţađ eru margir reiđir hópar í samfélaginu nú en ţeir eru ekki allir reiđir yfir sama hlutnum.