Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Hvert framfaraskref innan kirkjunnar má eigna öflugum hópi hugsandi presta

Geir Waage er að skaða stétt sína með því að opinbera afstöðu er varðar tilkynningarskyldu vs. þagnarskyldu. Hvað vitum við um nema fleiri hvort heldur af hans kynslóð eða yngri séu sama sinnis? Geir hótar í raun að brjóta lög með því að horfa framhjá tilkynningarskyldu þegar hún á við. Biskupi ber að taka Geir á teppið og veita honum áminningu í það minnsta. En mun biskup gera það? Hans þáttur í máli Ólafs heitins Skúlasonar fyrrverandi biskups er sérstakt rannsóknarefni.  Ekki er betur séð en hann, eftir að hann varð biskup, hafi legið um langan tíma á upplýsingum um meint glæpsamlegt athæfi Ólafs á hendur a.m.k. þremur konum sem vitað er um.

Kallar meðhöndlun kirkjunnar á máli Ólafs Skúlasonar á afsögn biskups?

Hvort heldur það er biskup eða sálfræðingar, ef því er að skipta, þá stöndum við endrum og sinnum frammi fyrir málum sem við vitum ekki hvernig við eigum að bregðast við. Hvað gerum við þá? Sjá meira hér.


Prestar ekki undanþegnir tilkynningarskyldu

Í landinu er tilkynningarskylda skv. 16 og 17. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Tilkynningarskylduákvæðið hljóðar svo:

Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart.

Halda sumir prestar virkilega að þeim beri ekki að virða tilkynningarskyldu?

Sjá nánar

 


Ansi margir þyrftu að taka pokann sinn. Ótrúlegur málflutningur Þórs Sari í hádegisfréttum.

Nornaveiðar?

Birgir Hermannsson, stjórnmálafræðingur segir í Fréttablaðinu að margir aðrir þyrftu nú að segja af sér ef "þetta"eigi að vera afsagnarsök. Hér er verið að vísa í hvað hver vissi um gögn Seðlabankans um heimild til gengistryggingar.

Sigurður Líndal bætir um betur og segir að miða við þessa ruglingslegu umræðu hefði þetta getað haft mjög truflandi áhrif á fjármálalífið hefði ráðherra sagt frá álitinu.

Rétt er að bíða frekari upplýsinga í þessu máli og vissulega þurfa öll kurl að koma til grafar.

Ekki skal því kasta steini í meinta syndara. Kannski ágætt að stjórnmálamenn og aðrir sem nú hamast hvað mest líti sér nær. Eins má skoða hversu margir þyrftu að hypja sig úr hinum ýmsu embættum ef "þetta mál" eins og alla vega það lítur út þessa stundina, eigi að vera afsagnarsök.


Dramb er versti óvinur þingmanna

Dramb er það persónueinkenni sem klæðir þingmenn hvað verst og auðvitað bara allt fólk án tillits til hvaða stöðum það gegnir. En auðvitað er þetta oftast nær persónulegt mat hvers og eins. Upplifun fólks á öðrum er mismunandi og fer m.a. eftir aðstæðum og málefnum hverju sinni. Monthani í mínum augum þarf ekki að vera monthani í annarra manna augum.

Sjá pistil hér


Þörf til að upphefja sjálfan sig eða hreinar ranghugmyndir?

Það er stórfurðulegt að lesa greinar um hver eigi helsta heiðurinn af því að Landeyjahöfn er nú orðin að veruleika. Annars vegar eru grein Árna Johnsen sem fullyrðir í löngu máli og með ítarlegum hætti að honum beri að þakka sérstaklega fyrir að ráðist var í að byggja Landeyjahöfnina. Það má sjá í grein hans í Morgunblaðinu 20. júlí sl.

Á hinn bóginn má lesa grein eftir Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóra (Morgunbl. 24. júlí), en hann segir að þvert á móti hafi Árni verið alfarið á móti að ráðist yrði í að byggja höfn í Landeyjum heldur hafi hann ekki mátt heyra minnst á annað en að haldið yrði áfram að veita fé í rannsóknir á jarðgöngum til Eyja. Samkvæmt Gunnari er Árni að mæra sig fyrir eitthvað sem hann reyndi að koma í veg fyrir með öllum ráðum og dáðum.

Hvernig má það vera að Árni Johnsen geti mært sjálfan sig fyrir eitthvað sem hann reyndi með öllum ráðum að koma í vega fyrir? Margt kemur upp í hugann.
Er hann haldinn ranghugmyndum um eigið ágæti?
Er þetta mikilmennskubrjálaði?
Skortir hann hæfni til lágmarks sjálfsgagnrýni?
Er þetta minnisleysi eða man hann bara einhver valin atriði? 

Hann er ekki einn um að mæra sig fyrir nákvæmlega þetta, heldur hefur bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum einnig gert það.  Af hverju skyldi hann gera það ef þetta er ekki satt?

Þetta eru margar spurningar og fátt um svör við þeim. Sjálf minnist ég þess að Árni sá fátt annað í stöðunni en jarðgöng á þessum tíma. Nú segir hann að um hafi verið að ræða eins konar leikfléttu af sinni hálfu til að tryggja gerð Landeyjahafnar. Með því að segja þetta er eins og hann sé að hagræða og aðlaga enn frekar aðstæðum og atburðarrás til að reyna að fegra sig á trúverðugri hátt en sem gerir þátt hans í þessu í raun enn ótrúverðugri.

Óhætt er að segja að Árni hefur meðvitað eða ómeðvitað ríka tilhneigingu til að mæra sig, upphefja sig og samkvæmt Gunnari og sjálfsagt fleirum eignar hann sé heiður sem honum ekki ber. Sjálfsagt er margt sem honum má þakka en kannski ekki þetta.

 


Fljótt skipast veður í lofti

Runólfur Ágústsson, nýskipaður umboðsmaður skuldara, hefur sent félagsmálaráðherra bréf þess efnis að hann sé hættur sem umboðsmaður skuldara.

Ákveðið hafði verið að rannsaka skuldamál hans.

Sigmar stóð sig vel í Kastljósinu í kvöldSmile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband