Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Einelti á vinnustöðum

13_textEinelti á vinnustöðum
Helstu mistök stjórnanda:
•Stjórnandi/atvinnurekandi lætur sig þessi mál litlu varða og hunsar að ræða um samskiptareglur
•Engin gögn s.s. viðbragðsáætlun/tilkynningareyðublað aðgengileg, ekkert eineltisteymi á staðnum

Helstu mistök eineltisteymis:
•Fer af stað með vinnslu án þess að kvörtun sé nægjanlega skýr
•Aflar ekki nauðsynlegra upplýsinga, undirbýr viðtöl illa
•Dregur ótímabærar ályktanir, búin að ákveða hvernig er í pottinn búið
•Gætir ekki að öryggi þolanda á staðnum á meðan á vinnslu stendur
•Dregur úrvinnslu á langinn í þeirri von um að vandinn ,,hverfi”
•Ræðir ekki við geranda um EFNI kvörtunarinnar
•Er meðvirkt þeim sem kvartað er yfir, leyfir reiði/afneitun hans að slá sig út af laginu, leyfir honum að taka stjórnina á vinnsluferlinu og gera það að sínu
Missir sjónar af umkvörtunarefninu

FRÆÐSLA Í BOÐI byggð á hugmyndafræði bókarinnar EKKI MEIR:
Fyrir vinnustaði/fyrirtæki
Fræðsluerindi um einelti á vinnustað. Beint er sjónum að forvarnarvinnu á vinnustað og farið yfir helstu birtingamyndir eineltis og kynbundins ofbeldis. Varpað er ljósi á algengar orsakir neikvæðrar framkomu fullorðinna í garð annars aðila og hvað oft einkennir persónur og aðstæður þolenda annars vegar og gerenda hins vegar. Raktir eru verkferlar og verklagi miðlað sem einkennir fagleg vinnubrögð við úrvinnslu eineltismála á vinnustað.

Markmiðið með fræðslunni er að hjálpa vinnustöðum/fyrirtækjum að verða sem mest sjálfbær í þessum málum í það minnsta geta gripið sem fyrst inn í áður en málið verður enn flóknara og umfangsmeira.

Þekkir þú svona yfirmann (grein)

http://www.kolbrunbaldurs.is/thekkir-thu-svona-yfirmann


ALLT UM EINELTI á ÍNN í kvöld kl. 20

photo[1]Í þætti Elínar Hirst í kvöld á ÍNN verður rætt um einelti og heimildarmynd Viðars Freys Guðmundssonar sem nefnist ALLT UM EINELTI.

Myndin er yfirgripsmikil umfjöllun þar sem fjölmargir deila þekkingu sinni, upplifunum og reynslu sem tengist með einum eða öðrum hætti einelti, orsök og afleiðingu.

Öll þekkjum við einhvern sem orðið hefur fyrir stríðni og einelti eða verið gerandi eineltis nema hvort tveggja sé.

Langflestir geta í það minnsta sett sig í spor þolenda eineltis. Einelti finnst þar sem hópur einstaklinga kemur saman, í leikskólum, á hjúkrunarheimilum, á öllum stöðum og stigum milli þess að vera barn og eldri borgari.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um afleiðingar eineltis. Heimildarmyndin ALLT UM EINELTI birti þær vel. Brotið ,,sjálf” með tilheyrandi fylgifiskum er alvarlegasta skaðsemi einelti. Brotin sjálfsmynd sýkir líðan, hugsun og atferli . Þolandinn er ekki einungis farinn að trúa því að hann sé ómögulegur heldur hættir hann að þora að treysta. Þegar maður er hættur að geta treyst aukast líkur á að maður misskilur eða oftúlkar orð og atferli annarra. Gleraugu tortryggni og ótta eru gleraugu sem enginn vill þurfa að ganga með.

OG JÁ, minning um einelti lifir. Það hefur komið skýrt fram að minning um einelti lifir. Þolandinn vill svo gjarnan geta gleymt, geta þurrkað út sárar minningar eineltis og sópað afleiðingunum undir teppi. En svo einfalt er það bara oft ekki. Við hið minnsta áreiti sem minnir á tímabil eineltisins blossar upp sársaukinn og höfnunartilfinningin og gildir þá einu þótt liðin séu jafnvel 30/40 ár.

En minningin um að hafa meitt og sært getur verið allt eins þrautseig í huga gerandans, jafnvel þótt langt sé um liðið.

En hver er svo kjarni alls þessa? Jú það er HVERNIG VIÐ KOMUM FARM VIÐ AÐRA, hvernig við tölum um aðra þegar þeir heyra ekki til þ.e. virðing fyrir samferðafólki okkar án tillits til hvort okkur líkar við það eða hvað okkur kann að finnast um það. 

Það er sem sé ekkert grátt svæði þegar kemur að framkomu og hegðun og hver og einn ber ábyrgð á sinni hegðun.

Ég hvet alla til að horfa á myndina. Ég hvet skóla, íþrótta- og æskulýðfélög til að sýna börnunum myndina og ræða efni hennar og foreldra til að gera slíkt hið sama.

Hér er linkur inn á ALLT UM EINELTI

http://einelti.com/


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband