Bloggfærslur mánaðarins, júní 2020
Hver á að borga skemmdir á skólabyggingum?
28.6.2020 | 11:09
Fram kemur í skýrslu starfshóps um öryggismál í skólum er rætt um rúðubrot í skólum. Tekið er dæmi úr einum skóla en þar voru alls 73 rúður brotnar á 12 mánaða tímabili víðs vegar um húsnæði. Dæmi eru einnig um skóla þar sem engin rúða er brotin. Ef horft er á þennan eina skóla fer mikill kostnaður í að hreinsa upp glerbrot og skipta um gler í gluggum skólans.
Kostnaður fyrir árið í þessum skóla var 12.023.000 m.kr. Hér er aðeins um einn skóla að ræða í borginni en Reykjavíkurborg rekur 36 grunnskóla. Í sumum skólum líður árið án þess að framin séu skemmdarverk af þessu tagi.
Í engum tilfellum þar sem vitað erum gerandann greiða foreldrar kostnað vegna skemmda. En þannig er það víst að ef barnið er í skólanum á skólatíma þá er það á ábyrgð skólans. Ef það er utan skólatíma geta foreldrar verið skaðabótaskyldir gagnvart skólanum.
Hvað varðar öryggismyndavélar tek ég undir mikilvægi þeirra í mörgu tilliti. Öryggismyndavélar eru dýrar og viðhaldskostnaður án efa mikill. Vega þarf og meta ávinninginn, hvar öryggismyndavélar koma að mesta gagni og í hvaða skólum uppsetning þeirra er sérstaklega mikilvæg t.d. hvað varðar fælingarmátt sem öryggismyndavélar sannarlega hafa.
Verulegur kostnaður er af skemmdarverkum af ýmsu tagi á byggingum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar að því er fram kemur í skýrslu starfshóps um öryggismál í skóla- og frístundastarfi. Nemur kostnaður við viðgerðir á brotnum rúðum í skólum um 50 milljónum króna á árunum 2016-2019. Í þeim þremur skólum þar sem kostnaður er hæstur er ekki öryggismyndavélakerfi. Kostnaður vegna rúðubrota reyndist 5,2 milljónir í einum skóla á umræddu tímabili
Flokkur fólksins lætur sig hagsmuni dýra og dýraeigenda varða
26.6.2020 | 11:24
En hér er tillagan sjálf og bókanir í málinu.
Flokkur fólksins hefur áður verið með allmargar fyrirspurnir og tillögur um umrætt gjald sem er að engu leiti notað í þágu hunda og eigenda þeirra. Innheimta hundaeftirlitsgjalds er ósanngjörn innheimta, fétaka og ekki er alveg ljóst í hvað það er notað þar sem umfang verkefna borgarinnar er varða hunda hefur minnkað svo um munar.
Bæði tölur frá borginni og frá félögum hundaeigenda sýna mikla fækkun verkefna. Sem dæmi voru fjöldi hunda í hundageymslum árið 2010, 89 og 209 í lausagöngu en árið 2016 voru 11 í geymslu og 62 í lausagöngu. Í fyrra, 2019, voru þessar tölur enn lægri.
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2021-2025 kom fram að lækkun verður almennt á eftirlitsgjaldi vegna minna eftirlits í fyrirtæki sem veita þjónustu. Þar er ekki minnst á hundaeftirlitsgjaldið. Nú er yfirvöldum í borginni ekki lengur stætt á þessu gjaldi. Engin sanngirni er í því að halda áfram að innheimta gjaldið lengur þar sem ekki er sama þörf fyrir þjónustuna og verkefnin sárafá.
Tillaga að nýrri vinnureglu á starfsstöðvum velferðarsviðs
24.6.2020 | 22:34
Ég lagði fram þessa tillögu að nýrri vinnureglu á starfsstöðvum velferðarsviðs á fundi velferðarráðs í dag. Hún gengur út á að starfsmenn velferðarþjónustu/þjónustumiðstöðva yfirgefi ekki vinnustaðinn í lok dags fyrr en þeir eru búnir að svara með einum eða öðrum hætti innkomnum erindum (skeytum/skilaboðum ) sem borist hafa. Vissulega gætu komið dagar sem þetta er ekki hægt en í það minnsta muni starfsmenn leitast við af öllum mætti að gera þetta.
Hér er ekki átt við að öll erindi fá fullnaðarafgreiðslur enda slíkt ekki raunhæft heldur að þeim sem sent hafa skeyti eða skilaboð verði svarað sem dæmi: erindið er móttekið/málið er í skoðun/ haft verður samband hið fyrsta, eða eitthvað á þessa leið.
Fólk sem hringir á þjónustumiðstöðvar eru með ákveðin erindi, misáríðandi eins og gengur. Í flóknari málum skilja flestir að afgreiðsla getur tekið einhvern tíma. Hins vegar skiptir það máli að fá vitneskju um að erindi þeirra er móttekið og haft verði samband. Þær upplýsingar hjálpa.
Við sem erum í þjónustustörfum eigum ávallt að gera allt til að létta skjólstæðingum okkar lífið, milda álag og draga úr streitu og kvíða. Móttökuskeyti getur skipt þjónustuþega þjónustumiðstöðva máli.
Og fékk þetta svar
21.6.2020 | 07:44
Í lögunum segir: "Umferð vélknúinna ökutækja um göngugötu er óheimil. Þó er umferð vélknúinna ökutækja akstursþjónustu fatlaðra, handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga heimil." Hvort að borginni sé heimilt að setja niður keilur er atriði sem lögreglan tekur ekki afstöðu til, enda ekki lögreglu að taka afstöðu til skipulagsmála. Borgin ber ábyrgð á sínum framkvæmdum.
Kv.ÞI
Ég spurði lögguna þótt lögin séu í sjálfu sér alveg skýr
20.6.2020 | 10:48
Það truflar reyndar að búið er að setja upp keilur við innkomu á göngugötu og sem handhafar stæðiskort þyrftu þá að sveigja framhjá til að komast inn á göngugötuna á bíl sínum. Þá má jafnframt spyrja hvort það sé löglegt í ljósi þessara heimildar?
Keilur eru ákveðin hindrun og handhafar stæðiskorta gætu auk þess óttast að reka bíl sinn í þær.
Í Reykjavík eiga ekki að vera neinar dauðagildrur
16.6.2020 | 15:02
Fundur borgarstjórnar er hafinn og er fyrsta mál á dagskrá Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2019-2023.
Víða í borginni er umferðaröryggi ábótavant og aðstæður hættulegar. Strætisvagnar stoppa á miðri götu til að hleypa farþegum í og úr sem getur skapað mikla slysahættu. Dæmi eru um að strætisvagnar stoppa á miðju hringtorgi. Hreyfihömluðum er ætla að legga bíl sínum í götur sem halla og ekki er gert ráð fyrir eldri borgurum í miðbænum enda aðgengi þar að verða aðeins fyrri hjólandi. Bílastæðahús eru af ýmsum orsökum vannýtt. Nýlega var grjóti sturtað á miðjan Eiðsgranda sem getur skapað stórhættu.
Flokkur Folksins telur að kannski gangi áætlunin of skammt, ekki er tekið á brýnum málum. Í borginni eiga ekki að vera neinar dauðagildrur. Fjölgun þeirra sem fer um hjólandi má fagna en meira þarf að gera til að hvetja þá sem fara um á bílum að fjárfesta í rafmagns eða metan bílum, gefið að öllu metani sé þ.e. ekki sóað. Í nýjum vistvænum bílum eru öflugir skynjara sem láta bílstjóra vita af gangandi og hjólandi vegfarendum sem dregur án efa úr slysahættu.
Ljósamálin eru enn í ólestri. Á 100 stöðum í borginni eru úrelt ljós. Snjallstýrð götuljós myndu bæta mikið. Að aðskilja andstæðar akreinar með vegriði er oft hægt að koma við. Sömuleiðis ætti að byggja göngubrýr alls staðar þar sem það er hægt. Flest slysin verða þegar götur eru þveraðar og þá lang oftast þegar hjólreiðamenn hjóla þvert yfir götu/gangbraut.
Segir í skýrslunni að taka þarf tillit til sérþarfa s.s þeirra sem glíma við líkamlega fötlun. Þetta er þessi meirihluti ekki að gera með því að vilja hindra að handhafar stæðiskorta geti ekið göngugötur eins og heimilar er í lögum. Þeim er þess í stað ætlað að leggja í hliðargötum þar sem þeirra víða er stór hætta búin vegna halla og þrengsla.
Meirihlutinn þarf að taka mark á þessari áætlun ætli hann að samþiggja hana.
Beita ætti hægrireglur þar sem kostur er í stað biðskildu enda sýna tölur að óhappatíðni er hærri á gatnamótum sem eru með biðskyldu.
Þetta er aðeins brot af því sem þyrfti að bæta í þessari borg þegar kemur að umferðaröryggismálum
Martröð í bílastæðahúsum borgarinnar
10.6.2020 | 09:03
Þetta er ekki fyrsta tilfellið þar sem fólk lendir í vandræðum í bílastæðahúsum og hringir í angist sinni. Í þessu tilfelli voru slárnar uppi og enginn miði kom ef kallað var eftir honum. Þegar konan mætti aftur til að ná í bílinn höfðu slárnar verið settar niður og engin leið fyrir konuna að koma bílnum sínum út þar sem hún var ekki með miða. Hér þarf að bæta úr hið snarasta. Það myndi breyta miklu að hafa þjónustu/neyðarsíma sem fólk hefur aðgang að ef það lendir í vandræðum í borginni.
Hve mörg verslunarrými hafa losnað í miðbænum?
4.6.2020 | 19:56
Ég lagði fram fyrirspurn í gær á fundi skipulags- og samgönguráðs um hvað mörg verslunarrými við göngugötur í miðbænum hafa losnað sl. eitt og hálft ár?
Hér er spurt um rými sem hafa losnað við bæði varanlegar göngugötur og tímabundnar, svokallaðar sumargötur.
Spurt er vegna þess að fyrir liggur að fjölmargir rekstraraðilar sem ráku verslanir við þessar götur hafa flutt verslanir sínar annað eða lagt niður rekstur sinn.
Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um auð verslunarrými. Það er mikilvægt að fá upplýsingar um á hvað stórum skala búðarflóttinn er til þess að átta sig betur á stöðunni og þróun mála í miðbænum hvað varðar verslun og viðskipti.
Sóun á metani í stað þess að nýta það er hrein og klár heimska
2.6.2020 | 16:29
Í borgarstjórn er meirihlutinn að leggja fram græna planið sitt og er það gott eins langt og það nær. En í það vantar stóran þátt og þess vegna verður fulltrúi Flokks fólksins að sitja hjá. Það er nefnilega tvískinnungsháttur að tala um græna borg á meðan kosið er að brenna metani, grænni, innlendri afurð, frekar en að reyna að nýta það. Metan sem ekki er nýtt verður að brenna því það er vond gróðurhúsalofttegund. En það er hrein og klár heimska að verða að sóa því þar sem það er ekki nýtt sem yrði öllum til góðs. Það væri sem dæmi hægt að nota metanið á alla bíla á vegum borgarinnar.
Það er óskiljanlegt að sveitarfélögin sem eiga SORPU og sem reka alls konar bíla þ.m.t. strætó reki ekki fleiri metanbíla. Af hverju er ekki settur kraftur í að koma metani á strætisvagna, stóra og smærri flutningsbíla, vinnubíla, pallbíla og greiðabíla á vegum borgarinnar? Fólksbílar sem aka á metani myndu koma inn samhliða ef fólk fengi metanið á kostnaðarverði og gæti treyst því að verðið yrði stöðugt sem nemur líftíma metanbíls. Því meira sem metanið er nýtt því minna þarf að sóa því. . Nóg framboð er og verður meira með nýrri jarð- og gasgerðarstöð (GAJA). Hættum að brenna metani út í loftið og brennum því frekar á bílum. Öllum tillögum Flokks fólksins sem lúta að nýtingu metans hafa verið felldar eða vísað frá af meirihlutanum