Ađ heyra barniđ sitt vaxa

naerverusalarkr152.jpgHversu sjálfgefiđ finnst manni ekki ađ geta séđ og heyrt, já og hafa öll helstu skynfćri virk. En auđvitađ er ţađ ekkert sjálfgefiđ. Ţađ veit sá best sem er ekki međ sjón eđa heyrn.

Ungur fađir, Bergvin Oddsson, sem hefur veriđ blindur frá 15 ára aldri lýsir í nýútkominni bók sinni hvernig honum leiđ ţegar í ljós kom ađ hann og unnusta hans ćttu von á barni.  Í fögnuđinum og eftirvćntingunni fólst einnig kvíđi, kvíđi fyrir ţví ađ geta ekki, vegna blindunnar, annast barniđ sitt á ţeim sviđum ţar sem máli skiptir ađ hafa sjón.

Ađ heyra barniđ sitt vaxa er titill bókarinnar. Sonurinn Oddur Bjarni er nú rúmlega ársgamall. Í bókinni má jafnframt finna hagkvćmar leiđbeiningar sem varđa undirbúning komu barns í fjölskyldu og ýmsar ráđleggingar sem snúa ađ uppeldi og uppeldisfrćđum. 

Félag langveikra ungmenna á Akureyri gefa bókina út og mun allur ágóđi renna til Félagsins.  Í ţessari afar persónulegu bók Bergvins leiđir hann lesendur inn í heim blindunnar. Bókin er bćđi međ háalvarlegu ívafi en bregđur auk ţess upp kómískum myndum af hvernig Bergvini hefur tekist ađ mćta ţeim vandamálum sem blindra foreldra bíđur öllu jafnan.

Međal ţess sem Bergvin rćđir um er hvernig fötlun hans kom til og hvernig honum gekk ađ ađlagast ţegar ljóst var ađ hann fengi aldrei sjónina aftur. Bergvin lýsir á einlćgan hátt óttablöndnum hugsunum sínum ţegar hann velti fyrir sér hvernig honum myndi ganga ađ annast barniđ sitt eins og t.d. ađ skipta á bleyju. Ógnvćnlegasta hugsunin var ţó sú ađ honum tćkist ekki ađ gćta barnsins sín nćgjanlega vel utandyra ef sá litli tćki sem dćmi upp á ţví ađ hlaupa frá honum.

Blindir foreldrar og samfélagiđ
Bergvin hefur lent í ýmsu ţegar hann er á ferđ međ Odd Bjarna. Hann hefur oft upplifađ höfnun og fundiđ ađ margir eiga ţađ til ađ vanmeta blint fólk. Bergvin bendir á ađ blindir hafa iđulega ţróađ međ sér sterkt lyktarskyn, heyrn, nćmni og innsći sem vegur upp á móti blindunni. Eins hefur blint fólk ţurft ađ leggja sérstaka áherslu á ađ skipuleggja sig, sýna fyrirhyggju og vera helst alltaf skrefi á undan í huganum til ađ geta veriđ viđbúiđ hindrunum sem kunna ađ verđa á vegi ţeirra. Bergvin segir frá einum erfiđasta degi lífs síns sem tengist samskiptum hans viđ flugáhöfn í einni af ferđum hans međ Odd Bjarna til Reykjavíkur. Viđ ákveđnar ađstćđur hefur Bergvin ţannig orđiđ ađ sýna sérstakleg fram á ađ hann geti, ţrátt fyrir blindu, gćtt öryggis barns síns komi eitthvađ upp á.

Fylgist međ viđtalinu viđ ţennan hugrakka, jákvćđa föđur sem segir frá  lífi sínu og tilveru Í nćrveru sálar mánudaginn 19. apríl.

Bókina HEYRA BARNIĐ SITT VAXA er hćgt ađ fá í öllum Hagkaupsverslunum ađ undaskilinni Hagkaup á Seltjarnarnesi.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband