Mun einhver hlusta?

Blað Barnaheillajpg

"Heimilisofbeldi er ekki nýtt fyrirbæri heldur hefur verið til frá örófi alda. Víða um heim er heimilisofbeldi álitið einkamál fjölskyldunnar og óviðkomandi öðru fólki.

Áður en "barnavernd" ruddi sér til rúms hér á landi með barnaverndarlögum árið 1932 þótti ofbeldi gagnvart börnum jafnvel ekkert tiltökumál. Mörg börn voru á heimilum sínum beitt harðræði í skjóli uppeldis eða í uppeldisskyni.

Öll viljum við geta litið á heimilið sem griðastað sem veitir öryggi og ró. Þannig er því ekki farið á heimilum þar sem annað eða báðir foreldrarnir beita ofbeldi. Þá er heimilið jafnvel hættulegasti staðurinn til að vera á.

Ofbeldi getur verið andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Sá sem beitir fjölskyldu sína ofbeldi eirir stundum engum fjölskyldumeðlimi og gildir þá einu hvort um sé að ræða ung börn eða fullorðna heimilismenn.

Þótt ofbeldinu sé e.t.v. ekki beint að börnunum á heimilinu fara þau ekki varhluta af því. Þar sem heimilisofbeldi ríkir verða börnin nánast undantekningalaust vitni að því með einum eða öðrum hætti. Börn eru næm á tilfinningalegt ástand foreldra sinna og skynja vel óttablandið andrúmsloft heimilislífs þar sem ofbeldi viðgengst. Við slíkar aðstæður ríkir óstöðugleiki á heimili og viðvarandi óvissa um hvort vænta megi ofbeldisuppákomu í dag, á morgun, á jólum eða páskum. Skaðsemi þessara aðstæðna er iðulega mikil og djúpstæð. Líkamlegur skaði grær ef til vill að mestu en hinn sálræni getur varað ævilangt." 
(Upphaf greinarinnar Mun einhver hlusta? höf.KB). Megininntak hennar er að segi barn frá ofbeldi á heimili má ekki bregðast að á það sé hlustað. 

Sjá meira um þessi mál í Blaði Barnaheilla 2015, sem nú er í dreifingu. Hægt er að nálgast eintak á skrifstofu Barnaheilla- Save the Children á Ísland á Háaleitisbraut 13. Í Blaðinu eru m.a. upplýsingar um starf og verkefni Samtakanna á Íslandi auk fjölda áhugaverðra greina m.a. um ofbeldi/einelti/heimilisofbeldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband