Reykjavík segir já en Seltjarnarnes segir nei

Bćjarráđ Seltjarnarness neitađi ađ gangast í ábyrgđ fyrir láni til Sorpu vegna 1,6 milljarđa króna framúrkeyrslu. Öđru máli gegnir um borgarstjórann í Reykjavík sem hefur lagt fram tillögu um viđauka viđ fjárhagsáćtlun vegna Sorpu fyrir áriđ 2019. Tillögunni er vísađ áfram til borgarstjórnar. Á ţeim vettvangi mun Flokkur Fólksins harđlega mótmćla ađ borgin gangi í ábyrgđ fyrir mistök viđ fjárfestingaráćtlun Sorpu.

Ţađ er međ ólíkindum ađ meirihlutinn í borgarstjórn skuli samţykkja ţetta án ţess ađ blikna. Finnst ţeim ţađ ekkert tiltökumál ađ borgarbúar greiđi á annađ milljarđ vegna stjórnunarklúđurs sem sagt er vera mistök?

Byggđasamlög er fyrirkomulag sem hentar Reykjavík illa. Lýđrćđishalli er mikill. Reykjavík greiđir mest en getur ekki í krafti atkvćđa sinna tekiđ ákvarđanir nema njóta stuđnings a.m.k. tveggja annarra sveitarfélaga.

Á nćsta borgarstjórnarfundi mun Flokkur fólksins leggja fram tillögu um ađ borgarstjórn samţykki ađ ađild Reykjavíkur ađ byggđasamlögum verđi skođuđ međ tilliti til ţess ađ auka lýđrćđislega ađkomu reykvíkinga ađ ţeim.

Ţótt Sorpa sé í eigu allra sveitarfélaga höfuđborgarsvćđisins ţarf Reykjavík ađ bera ţungann af fjármögnun hennar vegna íbúafjölda. Ef fjárhagsleg ábyrgđ Reykjavíkur á rekstri byggđasamlaga á ađ vera meiri en ábyrgđ annarra sveitarfélaga ţá á Reykjavík jafnframt ađ hafa stjórnunarheimildir í samrćmi viđ ţá auknu ábyrgđ.

Seltjarnarnes neitar ađ gangast í ábyrgđ


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband