Almennir verslunareigendur í miðbænum eiga alla mína samúð

Það vita það allir sem hafa fylgst með þessari umræðu um lokanir í miðbænum að þegar formaður skipulags- og samgönguráðs segir að göngugötur efla samskipti og auka lífsgæði borgarbúa þá er það fátt nema síendurtekin klisja enda verið að framkvæma þetta allt í óþökk fjölda manns. Þrír minnihlutaflokkar í borgarráði hafa ekki atkvæðarétt þar. Borgarmeirihlutinn samþykkir sín eigin mál oftast með eins manns meirihluta. Svo er send út fréttatilkynning frá upplýsingafulltrúa meirihlutans sem segir „borgarráð samþykkti“. En það er nú aldeilis ekki. Standa ætti frekar „hinn eins manns meirihluti sem er með minna atkvæðamagn að baki sér en minnihlutinn samþykkti sína eigin tillögu um að loka miðbænum fyrir bílaumferð“.En reynt er að slá ryki í augun á fólki í þessu máli, reynt að plata borgarbúa. Enn fleiri verslanir eiga nú eftir að hörfa þar sem viðskipti hafa hrunið samhliða þessum aðgerðum. Eftir standa lundabúðir og veitingastaðir sem gefa ferðamönnum að borða og jú vissulega er skemmtanalíf í bænum sem alltaf einhverjir munu sækja. Þetta allt væri ekki svona ömurlegt nema vegna þess að hinn eins manns meirihluti sagðist ætla að hafa samráð, brandarasamráð.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband