Þriðja leiðin: einokun eða fákeppni?

Einkarekin áfengisverslu eða svokölluð „þriðja leiðin“ sem gerð var skil í pistli í Fréttablaðinu í gær tryggir varla samkeppni í sölu. 

Hugmyndasmiðurinn á þó sannarlega hrós skilið fyrir að koma með innlegg í þetta umdeilda málefni en hugmynd hans vekur jafnframt upp nokkrar spurningar.

 

„Þriðja leiðin“ er útfærð þannig af höfundi “að aðeins yrðu gefin út ákveðið mörg leyfi og aðeins ein áfengisverlun verði í hverju hvefi, í hverjum bæ“
Er þetta ekki sama einokunin og verið hefur nema að í stað þess að Ríkið njóti góðs af ágóðnum, hirða hann einhverjir fáir útvaldir?

Eins mikið eins og einkavæðing getur átt rétt á sér og verið bráðnauðsynleg til að hægt sé að færa út kvíarnar þá er ekki hægt að leggja að jöfnu einkavæðingu t.d. bankanna annars vegar og hins vegar vöru eins og áfengi.  Ekki er séð að mikil samkeppni verði ef áfengisleyfið verði í höndum fárra og að einungis verði ein verslun í hverju hverfi.

Verslun með áfengi er og verður arðsöm verslun. Ef Ríkið ætlar á annað borð að selja þennan rekstur er mjög mikilvægt að það verði gert með þeim hætti að grundvöllur fyrir samkeppni verði tryggður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband