Nýjustu færslur
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
- 26.9.2024 Eyðublöð í þúsunda tali við að svara einföldum já/nei spurningum
- 22.8.2024 Bráðavandann í umferðinni verður að leysa
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Bleikt á stelpur, blátt á strákana eða kynhlutlausa liti á nýburana?
4.12.2007 | 10:58
Umræðan um þá hefð sem skapast hefur á fæðingardeildum hins opinbera hefur fallið í misjafnan jarðveg hjá fólki og sitt sýnist hverjum eins og gengur.
Sjálf er ég þeirrar skoðunar að sú hefð að klæða nýfæddar stúlkur í bleikt og strákana í blátt er ágætis hefð sem engin ástæða er til að varpa fyrir róða.
Væri ég nýbökuð móðir í dag myndi ég vera fyllilega sátt við þetta litaval á kynin.
Þeim foreldrum sem líkar þessi hefð illa ætti einnig að vera í frjálst að velji aðra liti á börn sín þá fáu daga sem þau dvelja á fæðingardeildinni.
Þetta atriði hefur að gera með smekk, stíl, viðhorf og gildismat og því ekkert til fyrirstöðu að fólk hafi um það val.
Ég vona sannarlega að þingmenn fari ekki að eyða of miklum tíma í þessa umræðu enda brýnni mál sem bíða.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Nóv. 2024
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér með þetta.Það er verið að reyna að gera allt kynlaust. Við eigum að vera stolt af því kyni sem við tilheyrum. Hvort sem það er kona eða maður.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 12:13
það eina sem skiptir máli er að það sé komið eins fram við nýfæddu börnin, sama í hvorn litinn þau eru klædd (mjög víða væri það nefninlega ekki gert, við erum mjög heppin að drengir og stúlkur séu alveg jafn mikils metin hér)
ég er semsagt sammála því að það sé alveg fáránlegt að vera að breyta þessu með litina (samt finnst mér þetta engan vegin töff né nauðsynlegt og bleikt og blátt eru ekki einu sinni flottir litir, hvað varð t.d um röndótt?)
halkatla, 4.12.2007 kl. 16:36
Heyrheyr Kolla. Mér finnst alveg með ólíkindum ef fara á að gera eitthvað stórmál úr þessu. Það eru svo ótal mörg brýn mál í þjóðfélaginu sem alþingi ætti frekar að taka á. Ef ráðamenn þjóðarinnar fara að gleyma sér yfir svona smáatriðum er ekki von á bjartari framtíð fyrir börnin okkar - hvort sem þau verða þá öll í hvítu, bleiku eða bláu.
Gúnna, 4.12.2007 kl. 23:01
Mér finnst að foreldrarnir eigi að ráða því hvernig börnin þeirra eru klædd, hafa val um bleikan, bláan, hvítan eða hvaða annan lit sem er í boði. Þetta kemur ekki starfsfólki fæðingardeildarinnar ekkert við
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.12.2007 kl. 01:58
Börnin geta varla séð nógu skýrt til að greina andlitsdrætti skýrlega, hvað þá gert sér grein fyrir hvaða lit þau eru í.
Þetta eru ungabörn, þeim er sama. Þegar þau fá vitsmuni ætti þeim að vera leyft að ganga í hvaða litum sem þeim þóknast, en inni á vöggudeildum er þetta afskaplega þægilegt 'kerfi' á að finna auðveldlega út hvort barnið er strákur eða stelpa.
Ef aðrir litir væru teknir upp verður hugsanlega gulur hinn nýi bleikur og grænn hinn nýi blár. Maður breytir ekki innréttingunni bara með því að mála veggina.
Ásta Gunnlaugsdóttir, 5.12.2007 kl. 02:59
Ég er sammála Jónu í þessu. Auðvitað eiga foreldrarnir að ráða því hvernig nýburarnir eru klæddir. Það að vísa í hefð (sem er ekki mjög gömul, innan við 50 ára) eru ekki sterk rök. Ég vil fjölbreytni á þessu sviði sem og öðrum og tek einnig undir með Önnu: Hvað varð um röndótt? Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 5.12.2007 kl. 07:58
Ég er sammála Kolbrúnu B. hér, það skiptir ekki máli með litinn. Ef fólk sættir sig ekki við að drengurinn eða stúlka séu klædd í bleikt eða blátt þá ætti að vara hægt að nota gult eða grænt. En rökin með að þekkja hvort kynið er, finnst mér vera góð. Til dæmis eru ekki samskonar bleyjur fyrir bæði kynin. Vegna þess að þau hafa jú sitt hvort kynfærið ekki satt. Það er hér verið að gera stór mál úr litlu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2007 kl. 11:48
Mosi hvetur alla að lesa betur hvað Kolbrún Halldórsdóttir spyr um í fyrirspurn sinni. Það er ótrúlegt hve margir eta upp vitleysuna hver eftir öðrum án þess að kynna sér betur um hvað málið snýst. Fyrir vikið minnir þetta á frægt ævintýri eftir H.C. Andersen um fjaðrinar sem urðu að dauðum hænum! Eins og lesa má er fyrirspurnin ákaflega kurteislega og hóflega orðuð eins og Kolbrúnu er von og vísa. En það eru ýmsir sem telja sig ekkert hafa þarfara með tímann að gera en að snúa út úr og gera lítið úr störfum annarra.
Fyrirspurnina má lesa hér á eftir.
Mosi
135. löggjafarþing 2007–2008. Þskj. 318 — 284. mál.
Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um aðgreiningu kynjanna við fæðingu. Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.
1. Hvernig hefur sú hefð mótast á fæðingardeildum opinberra sjúkrastofnana að nýfædd stúlkubörn eru klædd í bleikt en drengir í blátt og þeir auðkenndir með bláum armböndum og stúlkur með bleikum?
2. Telur ráðherra koma til greina að þeirri hefð verði breytt á þann veg að nýfædd börn verði ekki aðgreind eftir kyni með bleikum og bláum armböndum og að þau verði framvegis klædd í hvítt eða aðra kynhlutlausari liti?
Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2007 kl. 12:13
Ég fór nú að hugsa þegar ég las athugasemdirnar sem komnar eru í tengslum við þessa bloggfærslu hvort þetta sé málefni sem á heima á þinginu yfir höfuð?
Stendur það einhversstaðar í lögum í hvað (hvaða lit) nýburar skulu klæðast? Er þetta ekki bara spurning um að LSH taki ákvörðun um að gefa þeim sem eru ósáttir við þann klæðnað og litaval sem LSH bíður upp á að þeir komi sjálfir með klæðnað á börn sín.
Nú ráða konur mikið til hvort þær vilji dvelja allan þann tíma á fæðingardeildinni sem þeim stendur til boða, gefið að móður og barni heilsist vel.
Maður skildi því halda að umfjöllun og ákvörðun um klæðnað nýbura ætti fyrst og fremst heima innan LSH.
Kolbrún Baldursdóttir, 5.12.2007 kl. 19:34