Félagið París bíður þá sem búa einir/eru einhleypir velkomna

Hvort sem þú býrð ein(n) af eigin vali, í kjölfar skilnaðar eða makamissis og langar til að mynda ný vinakynni og tengsl, átt þú þess kost að ganga í félagið París.

Þetta félag hefur starfað í fimm ár og hefur það að markmiði að skapa skemmtilegan vettvang í kringum áhugamál þeirra sem eru einir eins og segir í dagbók Morgunblaðsins frá því um helgina.

Starfið byggir á hópastarfi.  Um er að ræða bíóhóp, spjallhóp, gönguhóp, út að borða hóp, menningarhóp og ferðahóp svo fátt eitt sé nefnt.

Formaður félagsins, Sigrún Höskuldsdóttir leggur áherslu á að taka vel á móti nýjum félagsmönnum og segir að það hafi sýnt sig að mikil þörf sé fyrir vettvang af  þessu tagi.

Útí samfélaginu er án efa fullt af fólki sem langar til að mynda ný kynni en hefur ekki löngun til að sækja skemmtistaði í því skyni.  Félagið París er sannarlega fýsilegur valkostur fyrir þennan hóp til að hitta annað fólk og eiga með því gefandi samverustundir.

Á slóðinni www.paris.is má finna upplýsingar um hið fjölbreytilega hópastarf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Takk fyrir að rifja þetta upp.

Ábyggilega gott fyrir mig; félagslega sinnaðan einfara sem getur og/eða vill ekki vera einn!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.3.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Vertu ávalt velkominn í bloggvinahópinn Ólafur.

Kolbrún Baldursdóttir, 13.3.2008 kl. 13:20

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð hugmynd. Ekki gaman ef maður væri einn að vera á skemmtistöðum eða öðru slíku.  Mikið gáfulegra að hittast svona. 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 15:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband