Bloggfærslur mánaðarins, september 2019
Nauthólsvegur 100 ekki gleymdur
5.9.2019 | 18:01
Á fundi borgarráðs var lagt fram yfirlit yfir ábendingar og niðurstöður í skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100.
Það er gott að vita til þess að ekki sé búið að gleyma braggamálinu og öðru þar sem farið var á svig við sveitarstjórnarlög s.s. ekki gerðir samningar og ekki farið í útboð svo fátt sé nefnt. Skýrslan um braggann er ein sú svartasta sem sést hefur og áfellisdómur á borgarkerfið. Fleiri slíkar skýrslu fylgdu í kjölfarið. Í skýrslunni rakti innri endurskoðandi fjölda atriða sem brást, þætti sem ekki er hægt að setja á reikning mistaka. Margstaðfest hefur verið að ábendingar hafa verið hunsaðar árum saman og hafa eftirlitsaðilar ítrekað bent á það í opinberum gögnum.
Hvað þessu yfirliti líður og að fara eigi í að laga hluti þá er engu að síður langt í land með að byggja upp traust í garð borgarkerfisins.
En vonandi liggur núna einhver alvara hér að baki!
Mistök Sorpu kosta borgina 1.6 milljarð
5.9.2019 | 13:02
Tillagan um að táknmálstúlka borgarstjórnarfundi vísað áfram
3.9.2019 | 23:11
Tillaga Flokks fólksins að táknmálstúlka borgarstjórnarfundi var vísað til forsætisnefndar. Mér fannst viðtökurnar engu að síður frekar neikvæðar sem sést í þessari bókun:
Hér er um mannréttinda- og réttlætismál að ræða og á meirihlutinn ekki að sjá eftir fé sem fer í að túlka borgarstjórnarfundi. Íslenska og táknmál eru samkvæmt lögum jafn rétthá. Borgarfulltrúa þykir miður að hlusta á viðbrögð meirihlutans en borgarfulltrúi Samfylkingar í ræðu sinni talaði strax tillöguna niður og vildi meina að túlkun eins og þessi kostaði mikið álag, mikið fé og að ekki hefðu heyrst háværar raddir eftir þessari þjónustu o.s.frv.
Það er ekki borgarfulltrúa að meta hvort táknmálstúlkun er erfið eða flókin eða kalli á mikinn undirbúning heldur þeirra sem ráðnir yrðu til að túlka. Að öðru leyti fagnar borgarfulltrúi Flokks fólksins að tillögunni var alla vega vísað áfram en hvorki felld né vísað frá á þessu stigi.