Bloggfærslur mánaðarins, september 2019
Gullnáma fyrir njósnara og aðra óprútna aðila
30.9.2019 | 11:09
Setja sjoppuna í sorpið
28.9.2019 | 16:20
Hugmynd um að varðveita gamla sjoppu við Langholtsveg er með ólíkindum ekki nema einhver auðkýfingurinn vildi fjármagna það og gefa borginni. Ég ætla rétt að vona að borgarmeirihlutinn fari ekki að taka upp á þeirri vitleysu að setja 50 milljónir í að endurbyggja ónýtt biðskýli. Í ljósi sögunnar kæmi það ekki endilega á óvart að skipulagsyfirvöld í borginni teldu að þetta væri merkilegt til varðveislu og verðugt verkefni að setja í nokkra tugi milljóna.
Nota má 50 milljónir til margra annarra hluta en að endurbyggja þetta hús ef hús skyldi kalla jafnvel þótt það sé hannað af einhverjum frægum arkitekt.
Fólkið fyrst!
Ég er himinlifandi
26.9.2019 | 20:39
Ég er himinlifandi, trúi þessu varla. Þetta er sko ekki á hverjum degi, Tillaga Flokks fólksins um lækkun hámarkshraða á Laugarásvegi hefur verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði.
Sjá má í fundargerð:
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um lækkun hámarkshraða á Laugarásvegi.
Tillagan:
Vísað er til skipulags- og samgönguráðs frá Borgarráði dags. 5. september 2019 þar sem borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að hámarkshraði á Laugarásvegi verði lækkaður úr 50 km/klst. í 30 km/klst. Nauðsynlegt er að lækka hámarkshraða á Laugarásvegi úr 50 km/klst. í 30 km/klst. í samræmi við aðrar götur í hverfinu þar sem íbúðarhúsnæði er þétt. Ökumenn aka jafnan vel yfir 50 km/klst. á Laugarásvegi sem skapar mikla hættu en mikið af börnum búa í götunni og leika sér fyrir framan húsin. Gatan er löng og þ.a.l. eiga ökumenn það til að auka hraðann verulega. Íbúar við Laugarásveg eru uggandi um börn sín og telja að það auki öryggi þeirra til muna verði hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst.
Samþykkt
Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar til endanlegrar útfærslu. Athygli er vakin á því að endanlegt samþykki er háð samþykki Lögreglustjóra.
Almennir verslunareigendur í miðbænum eiga alla mína samúð
25.9.2019 | 23:29
Það vita það allir sem hafa fylgst með þessari umræðu um lokanir í miðbænum að þegar formaður skipulags- og samgönguráðs segir að göngugötur efla samskipti og auka lífsgæði borgarbúa þá er það fátt nema síendurtekin klisja enda verið að framkvæma þetta allt í óþökk fjölda manns. Þrír minnihlutaflokkar í borgarráði hafa ekki atkvæðarétt þar. Borgarmeirihlutinn samþykkir sín eigin mál oftast með eins manns meirihluta. Svo er send út fréttatilkynning frá upplýsingafulltrúa meirihlutans sem segir borgarráð samþykkti. En það er nú aldeilis ekki. Standa ætti frekar hinn eins manns meirihluti sem er með minna atkvæðamagn að baki sér en minnihlutinn samþykkti sína eigin tillögu um að loka miðbænum fyrir bílaumferð.En reynt er að slá ryki í augun á fólki í þessu máli, reynt að plata borgarbúa. Enn fleiri verslanir eiga nú eftir að hörfa þar sem viðskipti hafa hrunið samhliða þessum aðgerðum. Eftir standa lundabúðir og veitingastaðir sem gefa ferðamönnum að borða og jú vissulega er skemmtanalíf í bænum sem alltaf einhverjir munu sækja. Þetta allt væri ekki svona ömurlegt nema vegna þess að hinn eins manns meirihluti sagðist ætla að hafa samráð, brandarasamráð.
Af hverju er Reykjavík svona oft eftirbátur smærri sveitarfélaga?
24.9.2019 | 08:19
Maður hefði haldið að stærsta sveitarfélagið ætti að vera fyrirmynd og í krafti fjöldans vera í forystu með fjölda mála. En það er nú eitthvað annað. Í það minnsta fór þessi tillaga mín í tunnuna en hefði hún verið samþykkt hefði Reykjavík verið fyrsta sveitarfélagið til að innleiða Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun með formlegum hætti.
Skólahljómsveitir í öll hverfi borgarinnar
20.9.2019 | 13:04
Það eru aðeins 4 skólahljómsveitir í Reykjavík sem tilheyra 5 hverfum. Hverfi borgarinnar eru hins vegar 10 í allt. Í borgarráði hef ég lagt fram tillögu um að stofnaðar verði skólahljómsveitir í öllum hverfum borgarinnar.
Á sjöunda hundrað nemendur stunda nám í fjórum skólahljómsveitum. Nemendur í grunnskólum borgarinnar eru tæp 15 þúsund. Vel má því gera því skóna að mun fleiri nemendur hefðu áhuga á að sækja um aðild að skólahljómsveit. Eins og staðan er í dag er ekki boðið upp á tónlistarkennslu í öllum grunnskólum. Nám í einkareknum tónlistarskóla er dýrt og ekki á færi allra foreldra að greiða fyrir tónlistarmenntun barna sinna. Tónlistarskólinn á Klébergi, Kjalarnesi er eini tónlistarskólinn sem er alfarið rekinn af Reykjavíkurborg.
Borgin er með þjónustusamninga við 17 einkarekna tónlistarskóla. Þeir njóta styrkja frá Reykjavíkurborg en setja sína eigin gjaldskrá. Á meðan grunnskólar bjóða ekki upp á tónlistarnám og á meðan það er ekki á allra að stunda slíkt nám vegna mikils kostnaðar gæti þátttaka í skólahljómsveit verið góður valmöguleiki. Með því að hafa skólahljómsveit í öllum hverfum er tækifæri til tónlistarnáms flutt í nærumhverfi barnanna. Reykjavíkurborg tryggir með þessu að börnum sé ekki mismunað á grundvelli efnahags foreldra þegar kemur að tækifæri til að stunda tónlistarnám.
Hafa hvorki til hnífs né skeiðar
18.9.2019 | 19:47
Á fundi borgarstjórnar í gær óskaði ég eftir umræðu um ábyrgð borgarinnar á þeim sem þiggja mataraðstoð frá frjálsum félagasamtökum, Í sumar myndaðist neyðarástand þegar 3600 manns sem ekki áttu peninga til að kaupa mat fékk ekki að borða vegna þess að frjáls félagasamtök sem eru með matargjafir lokuðu.
Með umræðunni vildi ég kalla eftir ábyrgð borgarinnar á fólki sem vegna fjárhagserfiðleika hefur orðið að setja allt sitt traust á félagasamtök. Á sama tíma og staða hagkerfisins er góð og borgin státar af hagnaði er engu að síður á fjórða þúsund manns sem ekki fær grunnþörfum sínum mætt eins og að fá að borða og þarf að treysta á matargjafir
Eftirfarandi var bókað:
Meirihlutinn í borgarstjórn setti á dagskrá lið um fjölmenningu, svona sjálfshrós fyrir að virða frelsi og fjölmenningu sjá. 1. lið á dagskrá fundar borgarstjórnar. Vissulega á að hrósa fyrir góða hluti en ég vildi minna á að í sumar stóðu 3600 manns fyrir framan lokaðar dyr frjálsra félagasamtaka þar sem þeir treystu á að fá mat.
Meirihlutinn í borginni virðist ekki hafa vitað af lokununum og ekki vitað um stöðu þessa stóra hóps fátæks fólks sem átti ekki til hnífs og skeiðar þegar félagasamtökin gátu ekki lengur veitt matargjafir.
Flokkur fólksins minnir á lögin að: Sveitarfélag skal sjá um að veita íbúum þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum og tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum. Aðstoð og þjónusta skal jöfnum höndum vera til þess fallin að bæta úr vanda og koma í veg fyrir að einstaklingar og fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki ráðið fram úr málum sínum sjálf.
Af hverju virðir meirihlutinn í borgarstjórn ekki þessi lög? Hér er kallað eftir ábyrgð borgarmeirihlutans og að borgin sinni lögbundnum skyldum sínum. Ekki liggur fyrir hvort velferðarkerfið hafi athugað með þennan stóra hóp nú þegar vetur gengur í garð. Enginn á að þurfa að eiga lífsviðurværi sitt undir frjálsum félagasamtökum. Hér þarf greinilega að endurreikna fjárhagsaðstoð, í það minnsta þannig að hún dugi fólki fyrir mat.
Smá viðbót frá persónulegri hlið en ég þekki það alveg að það var ekki alltaf til matur heima hjá mér. Móðir mín, fjögurra barna einstæð kona sem vann í tvöfaldri vinnu til að ala önn fyrir fimm manns gat ekki alltaf séð til þess að matur væri á borðum.
Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga skrifaði ég grein Tómatsósa og smjörlíki sem byggð er á minningum um skort á mat. Í þá daga voru ekki frjáls félagasamtök þar sem hægt var að fá matargjafir eftir því sem ég man. Það voru frekar nágrannar og ömmur og afar sem reyndu að redda málum.
Reykjavík segir já en Seltjarnarnes segir nei
14.9.2019 | 14:19
Bæjarráð Seltjarnarness neitaði að gangast í ábyrgð fyrir láni til Sorpu vegna 1,6 milljarða króna framúrkeyrslu. Öðru máli gegnir um borgarstjórann í Reykjavík sem hefur lagt fram tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019. Tillögunni er vísað áfram til borgarstjórnar. Á þeim vettvangi mun Flokkur Fólksins harðlega mótmæla að borgin gangi í ábyrgð fyrir mistök við fjárfestingaráætlun Sorpu.
Það er með ólíkindum að meirihlutinn í borgarstjórn skuli samþykkja þetta án þess að blikna. Finnst þeim það ekkert tiltökumál að borgarbúar greiði á annað milljarð vegna stjórnunarklúðurs sem sagt er vera mistök?
Byggðasamlög er fyrirkomulag sem hentar Reykjavík illa. Lýðræðishalli er mikill. Reykjavík greiðir mest en getur ekki í krafti atkvæða sinna tekið ákvarðanir nema njóta stuðnings a.m.k. tveggja annarra sveitarfélaga.
Á næsta borgarstjórnarfundi mun Flokkur fólksins leggja fram tillögu um að borgarstjórn samþykki að aðild Reykjavíkur að byggðasamlögum verði skoðuð með tilliti til þess að auka lýðræðislega aðkomu reykvíkinga að þeim.
Þótt Sorpa sé í eigu allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins þarf Reykjavík að bera þungann af fjármögnun hennar vegna íbúafjölda. Ef fjárhagsleg ábyrgð Reykjavíkur á rekstri byggðasamlaga á að vera meiri en ábyrgð annarra sveitarfélaga þá á Reykjavík jafnframt að hafa stjórnunarheimildir í samræmi við þá auknu ábyrgð.
Hraða þarf uppsetningu hleðslustöðva
12.9.2019 | 17:43
Allar skuldir beint til lögfræðinga í innheimtu
6.9.2019 | 17:52
Ég lét bóka eftirfarandi:
Tillaga Flokks fólksins að fyrirtækið Félagsbústaðir haldi sjálft utan um greiðsludreifingu leiguskulda hjá leigjendum sínum og hætti alfarið að senda skuldir í innheimtu hjá lögfræðingum