Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021
Töframáttur samtalsins
30.1.2021 | 10:27
Hafnartorg og Kirkjusandur kassalaga og kalt
27.1.2021 | 13:40
Sýndar voru myndir frá nýju hverfi sem rísa skal á Kirkjusandi á fundi skipulags- og samgönguráðs í morgun. Mér fannst þær kuldalegar. Byggingar eru kassalaga og er upplifunin svolítið þannig að þarna vanti karakter og sjarma. Ekki hefur verið kannað hvort eða hvernig vindstrengir slái niður að jörð, eins og gerist á Höfðatorgi.
Sama má sjá á Hafnartorgi, en þar er óvenju kuldalegt og hráslagalegt. Línur eru af húsaröðum sem fáar kalla á sérstaka athygli. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram fyrirspurn um hvort og þá hvernig skipulagsyfirvöld borgarinnar ætli beita sér til að gera það svæði meira aðlaðandi?
Fyrirspurn:
Hafnartorgið er í hjarta bæjarins. Nú eru þar miklar byggingar og er svæðið kalt ásýndum í ýmsum merkingum. Þarna er vindasamt. Einkaaðilar hafa fengið mikil völd í þessu tilfelli en Reginn er eigandi alls verslunarsvæðisins. Þótt þeir ráði hverjir fái leyfi til rekstur á götum við Hafnartorgi hefur Reykjavíkurborg engu að síður mikið um það að segja hvernig umhverfi Hafnartorgs lítur út. Borgararnir eiga líka rétt á að sjónarmið þeirra um borgina fái að koma fram.
Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort skipulagsyfirvöld borgarinnar ætli beita sér til að gera þetta svæði meira aðlaðandi, veðursælla og lygnari stað?
Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður talað um líkantilraunir í vindgöngum.
Umræða um vindstrengi í og við Hafnartorg gefa tilefni til að endurtaka þá umræðu enda virðist ekki þörf á. Í líkantilraunum er hægt að mæla hvernig form húsa og staðsetning hafa áhrif á vindstrengi. Sumt byggingarlag ,svo sem þegar hús mjókka upp ( t.d Hallgrímskirkju) lyfta vindinum en kassalaga hús (t.d. Höfðatorg) beina vindi jafnt upp og niður með tilheyrandi vindstrengjum niður við jörð. Tilraunir í vindgöngum geta svarað öllum slíkum spurningum. Lagt er því til að skipulagsyfirvöld í borginni taki upp þess háttar vinnubrögð. Það gæti fyrirbyggt mörg skipulagsslysin.
Hundaeigendalistinn birtur á netinu
26.1.2021 | 09:27
Ferðalög borgarstjóra og hans fólks erlendis liðin tíð?
24.1.2021 | 18:14
Í borgarráði í vikunni var lagt fram boð Eurocities um stuðning við yfirlýsingu um loftslagsmál sem kennd er við París og birt var 11. desember 2020 á 5 ára afmæli Parísarsamkomulagsins. Fulltrúi Flokks fólksins styður og fagnar öllum samskiptum Reykjavíkur í tengslum við Parísarsamkomulagið en vill hnykkja á mikilvægi þess að samskipti í framtíðinni fari fram í gegnum fjarfundarbúnað.
Árum saman hefur ríkt ákveðið bruðl og hefur almannafé verið sóað m.a. í ótal ferðir erlendis sem ekki aðeins borgarstjóri, hans aðstoðarmaður heldur sægur embættismanna hafa farið.
Það er einlæg von fulltrúa Flokks fólksins að ekki verði farið aftur á þann stað sem var fyrir COVID í þeim efnum.
Nú má vænta þess að með reynslu af fjarfundatækni þá sé ekki lengur nauðsynlegt fyrir borgarstjóra, borgarafulltrúa eða embættismenn að ferðast erlendis nema brýna nauðsyn beri til. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að ferðalög á kostnað útsvarsgreiðenda eiga því að vera alger undantekning enda hægt að eiga nánast öll samskipti í gegnum fjarfundarbúnað.
Um þetta bókaði fulltrúi Flokks fólksins í borgaráði 21. janúar 2021.
Sálfræðingar hafi aðsetur í skólum og heyri undir skólastjórnendur
19.1.2021 | 12:45
Stytting vinnuvikunnar má ekkert kosta
17.1.2021 | 12:59
Það er sérkennilegt að fullnægjandi fjármagn skuli ekki fylgja styttingu vinnuvikunnar þar sem að með styttingunni eykst álag á starfsfólk vegna undirmönnunar sem stytting vinnuviku leiðir til. Þetta er í andstöðu við boðun meirihlutans sem er að halda vel utan um starfsfólk.
Þar sem engin viðbót verður á starfsfólki og starfsemin ekki styrkt með aukamönnum þarf hver og einn að hlaupa hraðar til að fá að fara einu sinni í viku fyrr heim. Góð þjónusta við börn byggir m.a. á að fjöldi stöðugilda sé í samræmi við fjölda barna og kröfur sem starfsemin gerir til starfsfólksins. Álag á starfsfólk kemur niður á því sjálfu, börnunum og utanumhaldi starfseminnar. Stytting vinnuvikunnar er frábær kjarabót og því mikilvægt að afleiðan verði ekki neikvæð og að fólk finni sig undir allt of miklu álagi þá tíma sem það er í vinnunni.
Þess vegna lagði Flokkur fólksins það til í borgarráði í vikunni að gerð verði könnun á hvort og þá hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar hefur á börnin, starfsmenn og starfið í leikskólum:
Þetta er lagt til í ljósi þess að forsenda Reykjavíkurborgar á styttingu vinnuviku hjá dagvinnufólki er að breyting á skipulagi vinnutíma megi ekki leiða til breytinga á launum starfsfólks eða launakostnaði starfsstaða þrátt fyrir að opnunartími verður óbreyttur.
Í greinargerð segir að til að tryggja trúverðugleika er mikilvægt að könnun sem þessi verði gerð af óháðum aðilum. Meta þarf áhrif styttingar vinnuvikunnar (bæði kosti og galla) á börnin, starfsmenn og starfið á hlutlausan og faglegan hátt.
Þeir sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hafa lýst ánægju sinni með verkefnið. Fulltrúi Flokks fólksins fagnaði þessu verkefni og batt ávallt vonir við að það myndi verða til framtíðar. Engar upplýsingar hafa þó borist um að styttingin hafi haft einhver áhrif á faglegt starf, öryggi og gæði og því ber að fagna. Eðli málsins samkvæmt leiðir stytting vinnuviku til þess að fleiri börn eru á starfsmann sem þýðir minni tími er til að sinna hverju barni fyrir sig og þá sérstaklega þeim börnum sem höllum fæti standa. Vel kann að vera að þetta jafnist út, að einhverjir foreldrar sæki einfaldlega börnin sín fyrr t.d. þeir sem vinna sjálfir styttri vinnuviku. En það eru margir foreldrar sem eru ekki með styttingu vinnuvikunnar og ef svo er þá er útfærslan oft ólík milli stétta. Því er ekki hægt að stóla á að slík aðlögun/jöfnun verði.
Í ljósi alls ofangreinds leggur fulltrúi Flokks fólksins til að skoðað verði með markvissum hætti hvaða áhrif þessi breyting hefur á starfsfólk, starfið og börnin.
Borgin lagi veðrið
15.1.2021 | 15:19
Ströng inntökuskilyrði - enginn biðlisti
14.1.2021 | 10:32
Foreldrar barna sem ná ekki þessum viðmiðum eða naumlega (jafnvel þótt ekki muni nema einu stigi í greindarvísitölu) reyna ekki að sækja um því þau vita að það þýðir ekki. Á meðan eru kannski börn með þroskahömlun á einhverju stigi að berjast í bökkum inn í almennum bekk, líður illa, finnast þau vera ómöguleg, eru einangruð, er strítt og eru á engan hátt meðal jafningja?
39 uppsagnir vegna vanskila á frístundavistun
12.1.2021 | 17:36
Í dag var fundur hjá skóla- og frístundaráði. Ég sat ekki fundinn enda er þar bara varamaður. En ég fékk svar við fyrirspurn hvort börn hafi þurft að hætta á frístundaheimili á haustönn 2020 vegna vanskila. Á haustönn 2020 voru sendar út 39 uppsagnir vegna vanskila á frístundavistun. Foreldrar 10 barna athuguðu ekki með frekari aðstoð og hefur börnum þeirra verið vísað úr frístundaheimilisdvölinni. Mér finnst þetta ómögulegt og hef bara áhyggjur af þessum börnum.
Ég veit reyndar ekki hvort skóla- og frístundasvið hefur kannað með þau t.d. hvernig það kemur við þau að vera meinað að koma á frístundaheimilið vegna skuldar foreldra? Hefur t.d. verið kannað með hvort foreldrar hafa fundið önnur dvalarúrræði fyrir þessi börn? Ég vil minna á í þessu sambandi að ávallt þegar börn eru annars vegar ber að hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi í ákvörðunum sem varða börn.
Auðvitað á skóla- og frístundasvið að hafa frumkvæði í að hafa samband við þessa foreldra og kanna með hag barnanna og bjóða foreldrum að finna leiðir hvort sem það er í formi samninga eða sérstakrar aðstoðar til þess að opna aftur fyrir möguleika þessara barna að koma í frístundina að nýju.
Ofbeldi gegn öldruðum
8.1.2021 | 13:07