Vitlaust gefið? Vangaveltur um reiðina

Mótmæli 17. j.Því er ekki að leyna að það er pirringur og reiði í samfélaginu sem tengist m.a. því að mörgum finnst „vera vitlaust gefið.“

Einhverjir kunna að furða sig á því hve reiðin er djúpstæð eins og sjá mátti á Austurvelli í gær, 17. júní. Í ljósi þess sem gengið hefur á í samfélaginu undanfarin ár er þetta kannski ekkert skrýtið? Margir eru einfaldlega enn tættir eftir Hrunið og hafa ekki náð sér almennilega aftur á strik. Þetta á ekki síst við um þá sem töpuðu aleigu sinni, sparnaðinum, fé sem einhverjir voru búnir að leggja til hliðar til að geta notið t.d. efri áranna. 

Þrátt fyrir að vera örþjóð búa í samfélaginu margir og ólíkir hagsmunahópar. Mörgum finnst sem dregið hafi enn meira í sundur með einstaka hópum og að þeir sem hafi það skítt hafi það enn meira skítt nú en áður og þeir sem hafa það gott (fjárhagslega) eru fjárhagslega sterkari nú en nokkru sinni fyrr.

Reiði og pirringur fólks á sér þannig án efa ólíkar rætur og orsakir. Flestir eru þó sennilega reiðir út í þann hluta stjórnvalda sem þeim finnst hygla ákveðnum hópum. Þeim þykir forgangsröðunin röng og ákvarðanir stjórnvalda hafa í ýmsum málum verið ósanngjarnar. 

Kannski er fólk líka reitt vegna þess að það óttast að "sagan" (aðdragandi Hrunsins)sé hugsanlega að endurtaka sig og spilling: vinavæðing og hagsmunapot vera ennþá blákaldur veruleiki.

Það sem virðist m.a. hafa viðhaldið reiðinni eru nokkrar stórar ákvarðanir og aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem oftar en ekki virðast koma betur út fyrir þá sem meira hafa milli handanna en hinna, sem eiga lítið. Í þessu sambandi má nefna sérstaklega skuldaleiðréttinguna en mörgum finnst einmitt að með þeirri aðgerð hafi verið vitlaust gefið.  Mótmælin


Það sem huga þarf að þegar barn hefur grunnskólagöngu

Góður undirbúningur undir grunnskólagöngu getur skipt sköpum fyrir líðan barns öll grunnskólaárin.
Það er eitt og annað sem mikilvægt er fyrir foreldra að huga að áður en skólinn byrjar í ágúst. Upplagt er einnig að nota sumarið til að kenna og þjálfa ýmsa þætti s.sÁ leið í skólann.:

Að getað bjargað sér í búningsklefanum
Skrúfa frá/fyrir sturtu
Þurrka sér
Passa upp á dótið sitt

Huga þarf sérstaklega að börnunum sem kvíða skólagöngunni.
Í þeim tilfellum er mikilvægt að foreldrar ræði við kennarann um að barnið sé kvíðið svo hægt sé að undirbúa fyrstu dagana í skólanum með tilliti til þess.

Dæmi um mótvægisaðgerðir sem geta hjálpað barninu:

Hafa samráð hvernig tekið er á móti barninu að morgni
Finna barninu tengilið í matsal/frímínútum
Biðja kennara um að hafa barninu nálægt sér í skólastofunni þar til það kemst yfir mesta kvíðann

Ef kennari á að geta veitt barni viðhlítandi stuðning hvort heldur vegna persónulegra þátta eða aðstæðna þá þarf hann að vita ef t.d.:

Barnið á við veikindi að stríða, skerðingu/fötlun
Sérþarfir, veikleikar/styrkleikar sem vitað er um á þessu stigi
Sérstakar venjur eða siði

Einnig:

Ef einhver í fjölskyldunni er langveikur
Ef nýlega hefur orðið andlát í fjölskyldunni, skilnaður eða aðrar stórar breytingar
Ef skilnaður stendur fyrir dyrum og hvernig umgengni muni þá verða háttað

Í 45 mínútna fræðsluerindi er farið er yfir þessi helstu atriði sem huga þarf að þegar barn byrjar í grunnskóla. Einnig verður farið nokkrum orðum um þroska og þarfir þessa aldurskeiðs, leiðir sem auka samskiptafærni foreldra við börn sín. Síðast en ekki síst hvernig foreldrar geta með markvissum hætti lagt grunn að sterkri sjálfsmynd og sjálfsöryggi barna sinna.

Skólar geta pantað erindið með tölvupósti á netfangið:
kolbrunbald@simnet.is

 


Nýliðun í stjórn Barnaheilla- Save the Children á Íslandi

 

Ný stjorn BarnaheillaÁ aðalfundi Barnaheilla, þriðjudaginn 11. maí sl. gengu nýjir inn í stjórn þeir Már Másson, Ólafur Guðmundsson og Bjarni Karlsson.

Í stjórn sitja sem fyrr Kolbrún Baldursdóttir, formaður, Sigríður Olgeirsdóttir, varaformaður, María Sólbergsdóttir, Þórarinn Eldjárn, Helga Sverrisdóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Gunnar Hrafn Jónsson.

Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem stofnuð voru árið 1989. Þau eiga aðild að Save the Children International en að þeim standa 30 landsfélög sem starfa í 120 löndum. Samtökin hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi og eru helstu áherslur barátta gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi.

Á myndinni eru frá vinstri:
Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri og stjórnarliðarnir: Már Másson, Helga Sverrisdóttir, Ólafur Guðmundsson, Guðrún Kristinsdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, formaður, Þórarinn Eldjárn, María Sólbergsdóttir og Bjarni Karlsson. Á myndina vantar Gunnar Hrafn Jónsson og Sigríði Olgeirsdóttur.


Réttindi skilnaðarbarna. 10 boðorð

Réttindi skilnaðarbarna

1. Að barnið sé vel búið undir áhrif og afleiðingar skilnaðar og foreldrar ræði opinskátt við barnið, hvað skilnaður felur í sér

2. Að barnið fái að vita að það eigi ekki neina "sök" á skilnaðinum

3. Að barnið fái útskýringar á skilnaðinum og - ef mögulegt er - skilning á því að skilnaður foreldranna sé hugsanleg lausn á vanda þeirra

4. Að barnið sé ekki látið ráða, hvort foreldranna fari með forsjá þess

5. Að barnið geti helst verið áfram í sínu umhverfi. Að það þurfi ekki að skipta um leik.- eða grunnskóla og verði öllu jafnan fyrir sem minnstri röskun

6. Að þörfum barnsins fyrir umgengni við það foreldri sem ekki hefur forsjá sé uppfyllt og að barnið fái í auknum mæli, samhliða auknum þroska, að vera með í ákvarðanatöku varðandi umgengni

7. Að barninu sé tryggð umgengni við fjölskyldur beggja foreldra, ekki síst afa og ömmur

8. Að foreldrar hlífi barninu við eigin vandamálum og að barnið þurfi ekki að hlusta á illt umtal um hitt foreldrið

9. Að barnið sé ekki meðhöndlað sem fullorðið og taki á sig hjálparhlutverk gagnvart foreldri

10. Að foreldrar hugsi hvort barnið sé tilbúið ætli þeir að stofna nýja fjölskyldu. Að foreldrar gæti í það minnsta að undirbúa barnið vel ef breytingar á heimilishögum þess standa fyrir dyrum


Er ekkert að draga úr spillingu hér á landi?

Eitt af því sem maður var að vona að kæmi út úr frjármálahruninu var að draga myndi úr spillingu eða hyglunum í íslensku samfélagi.

Margir eru sammála um að finna megi spillingu víða hér á landi. Í þessu sambandi má nefna allt frá óeðlilegum viðskiptaháttum stjórnenda, ráðandi hluthafa sem greiða sér of há laun og alls kyns viðskipti tengdra aðila. 

Á pólitíska sviðinu má nefna fyrirgreiðslupólitík eða þegar ráðamenn ráða vini og/eða ættingja í valdamikil embætti. Kannski getur einhver enn þann dag í dag beitt áhrifum sínum og komið vini eða vandamanni ofarlega á lista stjórnmálaflokks?

Þegar tengsl fá að ráða er mun meiri hætta á að gengið sé framhjá hæfu fólki, umsækjendum sem hafa jafnvel árum saman verið að sanka að sér menntun og reynslu sem krafist er til ákveðinna starfa. En fátt virðist stundum duga til ef ekki er réttu tengslunum fyrir að fara.

Draumurinn lifir enn hjá fjölmörgum um að draga megi úr spillingu. Til að eitthvað breytist þarf vitundarvakningu, heiðarlegt og réttsýnt fólk, sjálfsgagnrýni og almennilegt eftirlit.

Vandinn er, að þegar heyrt er af djúpstæðum spillingarmálum upplifa margir oft bara vanmátt og tilfinningu um áhrifaleysi. Ef meirihluti landsmanna telur að hann sé áhrifalaus, geti hvort eð er ekkert gert í þessu mun spilling af ýmsum toga halda áfram að þrífast og dafna í innviðum þjóðfélagsins.

 

 


Einelti - hvað er til ráða? Opinn fræðslufundur í Gerðubergi 12. mars kl. 17:00

 

Einelti - hvað er til ráða?Logo.jpg
Fimmtudagsfræðsla í Gerðubergi 12. mars kl. 17.00- 18.30
Opin fræðsla fyrir foreldra í Breiðholti.
Þjónustumiðstöð Breiðholts í samvinnu við Menntun Núna og Borgarbókasafnið Menningarhús Gerðubergi.
Fræðsla um einelti og gagnleg ráð fyrir foreldra, börn og unglinga.
Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur á Heilsugæslunni Mjódd og höfundur bókarinnar EKKI MEIR, bók um eineltismál fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

Boðið er upp á afþreyingu fyrir börnin á bókasafni á meðan á fræðslunni stendur.
Allir velkomnir.

Thursday education for the family
Service Centre in Breiðholt in collaboration with Education Now and Gerðuberg Culture House.

12. March from 17:00- 18:30
Bullying - what can be done. Education about bullying and useful tips for parents, children and adolescents. Kolbrún Baldursdóttir psychologist at Heilsugæslan in Mjódd.
We offer entertainment for children in the library during the education process.
Everyone is welcome.

http://www.kolbrunbaldurs.is/

 


Hrós ein besta næring fyrir sjálfsmatið

Í dag 1. mars er Alþjóðlegi hrósdagurinn. Reyndar hefur hann ekki verið hafður í hávegum hér á Íslandi en það sakar sannarlega ekki þar sem flestum þykir hrósið gott.

Hvatning, hrós og örvun eru meðal kjarnaþátta farsæls sambands og uppeldis. Vissulega er hægt að kæfa með of miklu hrósi. Og stundum finnst þeim sem er hrósað að hann sé ekki hróssins verðugur. Ef hrósað er fyrir allt og ekki neitt missir hrósið marks og verður yfirborðskennt og virkar jafnvel falskt.

Þessu er eins farið með börnin. Ef þau sjá ekki tengingu milli hróss sem þau fá og þess sem verið er að hrósa fyrir, missir hrósið gildi sitt og virkar þá hvorki sem hvatning né næbrosandi börnring fyrir sjálfsmatið.

Barn sem er alið upp við mikla og viðvarandi hvatningu og hrós þegar við á er líklegt til að þroska með sér jákvæða og sterka sjálfsmynd. Sterk sjálfsmynd er meðal þess sem styrkir persónulegt og félagslegt öryggi. Barn sem býr yfir slíkum styrkleikum finnur og veit að það getur með jákvæðri hugsun og hegðun náð markmiðum sínum og gefið að sama skapi af sér til umhverfisins. Þetta barn er líklegt til að þróa með sér sjálfsvirðingu en það er einmitt hún sem er öflugasta vörnin gegn t.d. hópþrýstingi. Einstaklingur sem ber virðingu fyrir sjálfum sér er síður líklegur til að vilja gera eitthvað sem getur skaðað heilsu hans s.s. að neyta vímuefna. Jákvæð sjálfsmynd er þannig ein öflugasta forvörn sem völ er á. Þess vegna er um að gera að vera óspar á hrós þegar tækifæri gefst.  

Myndin er fengin af vefnum A smile from að child.

 


Vinátta öflug forvörn gegn stríðni og einelti

Eitt það mikilvægasta sem við getum gefið börnum okkar er jákvæð sjálfsmynd. Í jákvæðri sjálfsmynd felst að þau trúi á sjálfa sig, að þau finni og skynji að aðrir hafa trú á þeim og að þeim líði vel í eigin skinni. Stríðni og einelti getur auðveldlega brotið niður sjálfsmynd barns sem fyrir því verður.

Vináttu-verkefni Barnaheilla á Íslandi felur í sér fjölbreytt kennsluverkfæri í máli, myndum, leik og leikrænni tjáningu til að kenna þeim að koma ávallt fram við hvert annað af virðingu og kurteisi. Verkefnið er sérsniðið fyrir leikskólabörn. Vinátta og vinsamleg samskipti eru öflug forvörn gegn stríðni og einelti.

blaer.jpg

vinatta_fri_for_mobberi_1250848.jpg


Vináttuverkefni Barnaheilla

Í febrúar 2014 undirrituðu Barnaheill - Save the Children á Íslandi samstarfsamning við  við Mary Fonden og systrasamtökin Red barnet - Save the Children í Danmörku um notkun námsefnisins  Fri for mobberi sem er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum og yngstu bekkjum grunnskóla.  Hér á landi ber efnið nafnið Vinátta, en það hefur skírskotun til þeira gilda sem verkefnið byggist á. Þau eru: Umhyggja, virðing, umburðarlyndi og hugrekki. Fyrst um sinn þýða, staðfæra og framleiða Barnaheill það efni sem ætlað er börnum á leikskólum en þangað á einelti oft rætur að rekja þó að það sé algengast á miðstigi grunnskóla. Mikilvægt er að hefja forvarnarstarf strax á leikskólastigi með því að vinna með góðan skólabrag, jákvæð samskipti og vinsemd og virðingu fyrir fjölbreytni í  nemendahópnum. Vinátta Fri for Mobberi


Fri for mobberi hefur reynst mjög einfalt/hagkvæmt í notkun. Um  er að ræða tösku sem inniheldur nemendaefni og kennsluleiðbeiningar  fyrir starfsfólk auk efnis til að nota með foreldrum. Starfsfólk fær fræðslu og þjálfun til að nota efnið. Hægt er að flétta vinnu með Fri for mobberi inn í flesta vinnu og námssvið leikskólans þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttum vinnubrögðum svo sem hlustun, umræðum, tjáningu í leik, tónlist og hreyfingu úti sem inni. Fri for mobberi er nú þegar notað á Grænlandi og í Eistlandi auk Danmerkur. Jafnframt hafa fjölmörg önnur ríki sýnt því áhuga.  Mikil ánægja er með verkefnið þar sem það er notað og rannsóknir í Danmörku leiða í ljós mjög góðan árangur af notkun þess. Barnaheill gera ráð fyrir samstarfi við háskóla á Íslandi um rannsóknir á árangri af notkun efnisins hér á landi. Samtökin hafa kynnt efnið fulltrúum nokkurra sveitarfélaga, fulltrúum í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, leikskólakennurum og háskólasamfélaginu. Það er samdóma álit allra þeirra, sem hafa fengið kynningu á efninu, að mikil þörf sé á slíku efni í íslensku skólakerfi.

Sex leikskólar í jafnmörgum sveitarfélögum taka þátt í tilraunavinnu með verkefnið veturinn 2014- 2015.  Þeir eru leikskólarnir Kirkjuból í Garðabæ, Álfaheiði í Kópavogi, Vesturkot í Hafnarfirði,  Leikskóli Seltjarnarness, Hlíð í Mosfellsbæ og Ugluklettur í Borgarbyggð.

Haustið 2015 mun fleiri leikskólum standa til boða að taka þátt í verkefninu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að því að afla fjár til að geta staðið straum að framleiðslu og dreifingu efnisins svo að allir leikskólar og sveitarfélög hér á landi geti notið góðs af í framtíðinni.

Bangsinn á myndinni er Blær bangsi, sem er táknmynd vináttunnar í Vináttu-verkefninu. Blær minnir börn á að vera öllum góður félagi og sýna hvert öðru umburðarlyndi, hugrekki, virðingu og umhyggju.

Upplýsingar þessar er að finna á vef Barnaheilla-Save the children á Íslandi www.barnaheill.is


Átakanleg upplifun

ÁtakanlegtÞetta var átakanleg upplifun í gær. Stríðsglæpir Ísraelsmanna hafa sannarlega tekið á margan Íslendinginn sem finnur sárt til með íbúum á Gasasvæðinu.

Persónulega finnst mér viðbrögð íslenskra stjórnvalda afar lin. Enda þótt forsætisráðherra og hans fólk sé eitthvað að sýna lit má lesa milli lína að ábyrgðin er einnig talin liggja hjá þolendunum. Enn má heyra setningu eins og  Ísraelsmenn eiga nú rétt á að verja sig.

Það skortir verulega á skýra viðurkenningu íslenskra stjórnvalda á að Ísrael beri fulla ábyrgð á þessum fjöldamorðum. Hér er verið að brjóta á þjóð sem á þess ekki kost að verja sig, sem er fullkomlega minni máttar auk þess sem hún hefur verið girt af og fangelsuð í eigin landi.

Auðvitað getur íslenska þjóðin sýnt sterkar í verki andúð sína á árásum Ísraels á Gasa.
En til þess þarf þor og dug íslenskra stjórnvalda


Fiskistofa flytur til Akureyrar. Ömurleg ákvörðun

Ömurleg aðgerð. Starfsmönnum boðin áfallahjálp segir allt sem segja þarf um hversu alvarleg og íþyngjandi þessi ákvörðun er fyrir starfsmenn Fiskistofu og fjölskyldur þeirra.

Ætlast forsætisráðherra til að þeir rífi sig upp með rótum og flytji norður eins og ekkert sé.
Hvað eru börnin mörg sem þessi ákvörðun nær til og hefur áhrif á?

Nú þarf forsætisráðherra að kanna hvort hann geti ekki sett sig í spor annarra, prófa að ímynda sér að hann væri einn af þessum starfsmönnum sem ætti börn í skóla hér og maka með vinnu. Með einni svona ákvörðun, sem er til þess eins að afla atkvæða, er lífi fjölmargra snúið á haus.

sigmundur_david_8.jpg


DAGUR BARNSINS ER Í DAG 25. maí

Síðasta sunnudag í maímánuði ár hvert er Dagur barnsins - opinber íslenskur dagur sem komið var á árið 2007 til heiðurs börnum.

Í tilefni dagsins frumsýndu nemendur í 10. bekk í Austurbæjarskóla glænýtt tónlistarmyndband um fátækt.

Lagið var verkefni sem nemendur unnu með Barnaheill- Save the children á Íslandi.

Ég hvet alla til að hlusta á þetta frábæra myndband.

Ekki öll börn sitja við sama borð þegar kemur að lífsins gæðum, möguleikum og tækifærum í lífinu.
Þessu þurfum við að breyta.


mbl.is Kynntu mannréttindamyndband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti á vinnustöðum

13_textEinelti á vinnustöðum
Helstu mistök stjórnanda:
•Stjórnandi/atvinnurekandi lætur sig þessi mál litlu varða og hunsar að ræða um samskiptareglur
•Engin gögn s.s. viðbragðsáætlun/tilkynningareyðublað aðgengileg, ekkert eineltisteymi á staðnum

Helstu mistök eineltisteymis:
•Fer af stað með vinnslu án þess að kvörtun sé nægjanlega skýr
•Aflar ekki nauðsynlegra upplýsinga, undirbýr viðtöl illa
•Dregur ótímabærar ályktanir, búin að ákveða hvernig er í pottinn búið
•Gætir ekki að öryggi þolanda á staðnum á meðan á vinnslu stendur
•Dregur úrvinnslu á langinn í þeirri von um að vandinn ,,hverfi”
•Ræðir ekki við geranda um EFNI kvörtunarinnar
•Er meðvirkt þeim sem kvartað er yfir, leyfir reiði/afneitun hans að slá sig út af laginu, leyfir honum að taka stjórnina á vinnsluferlinu og gera það að sínu
Missir sjónar af umkvörtunarefninu

FRÆÐSLA Í BOÐI byggð á hugmyndafræði bókarinnar EKKI MEIR:
Fyrir vinnustaði/fyrirtæki
Fræðsluerindi um einelti á vinnustað. Beint er sjónum að forvarnarvinnu á vinnustað og farið yfir helstu birtingamyndir eineltis og kynbundins ofbeldis. Varpað er ljósi á algengar orsakir neikvæðrar framkomu fullorðinna í garð annars aðila og hvað oft einkennir persónur og aðstæður þolenda annars vegar og gerenda hins vegar. Raktir eru verkferlar og verklagi miðlað sem einkennir fagleg vinnubrögð við úrvinnslu eineltismála á vinnustað.

Markmiðið með fræðslunni er að hjálpa vinnustöðum/fyrirtækjum að verða sem mest sjálfbær í þessum málum í það minnsta geta gripið sem fyrst inn í áður en málið verður enn flóknara og umfangsmeira.

Þekkir þú svona yfirmann (grein)

http://www.kolbrunbaldurs.is/thekkir-thu-svona-yfirmann


ALLT UM EINELTI á ÍNN í kvöld kl. 20

photo[1]Í þætti Elínar Hirst í kvöld á ÍNN verður rætt um einelti og heimildarmynd Viðars Freys Guðmundssonar sem nefnist ALLT UM EINELTI.

Myndin er yfirgripsmikil umfjöllun þar sem fjölmargir deila þekkingu sinni, upplifunum og reynslu sem tengist með einum eða öðrum hætti einelti, orsök og afleiðingu.

Öll þekkjum við einhvern sem orðið hefur fyrir stríðni og einelti eða verið gerandi eineltis nema hvort tveggja sé.

Langflestir geta í það minnsta sett sig í spor þolenda eineltis. Einelti finnst þar sem hópur einstaklinga kemur saman, í leikskólum, á hjúkrunarheimilum, á öllum stöðum og stigum milli þess að vera barn og eldri borgari.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um afleiðingar eineltis. Heimildarmyndin ALLT UM EINELTI birti þær vel. Brotið ,,sjálf” með tilheyrandi fylgifiskum er alvarlegasta skaðsemi einelti. Brotin sjálfsmynd sýkir líðan, hugsun og atferli . Þolandinn er ekki einungis farinn að trúa því að hann sé ómögulegur heldur hættir hann að þora að treysta. Þegar maður er hættur að geta treyst aukast líkur á að maður misskilur eða oftúlkar orð og atferli annarra. Gleraugu tortryggni og ótta eru gleraugu sem enginn vill þurfa að ganga með.

OG JÁ, minning um einelti lifir. Það hefur komið skýrt fram að minning um einelti lifir. Þolandinn vill svo gjarnan geta gleymt, geta þurrkað út sárar minningar eineltis og sópað afleiðingunum undir teppi. En svo einfalt er það bara oft ekki. Við hið minnsta áreiti sem minnir á tímabil eineltisins blossar upp sársaukinn og höfnunartilfinningin og gildir þá einu þótt liðin séu jafnvel 30/40 ár.

En minningin um að hafa meitt og sært getur verið allt eins þrautseig í huga gerandans, jafnvel þótt langt sé um liðið.

En hver er svo kjarni alls þessa? Jú það er HVERNIG VIÐ KOMUM FARM VIÐ AÐRA, hvernig við tölum um aðra þegar þeir heyra ekki til þ.e. virðing fyrir samferðafólki okkar án tillits til hvort okkur líkar við það eða hvað okkur kann að finnast um það. 

Það er sem sé ekkert grátt svæði þegar kemur að framkomu og hegðun og hver og einn ber ábyrgð á sinni hegðun.

Ég hvet alla til að horfa á myndina. Ég hvet skóla, íþrótta- og æskulýðfélög til að sýna börnunum myndina og ræða efni hennar og foreldra til að gera slíkt hið sama.

Hér er linkur inn á ALLT UM EINELTI

http://einelti.com/


Umræðan um einelti í fjölmiðlum í dag

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni um einelti í fjölmiðlum dag, fyrst Margrét Pála og svo nú í kvöldfréttum Þorlákur með Olweusaráætlunina.

Ég fagna þessari umræðu eins og allri sem lýtur að einelti.

Fyrirbyggjandi aðgerðir skipta öllu og þá að ekki sé einungis gripið til þeirra þegar upp kemur erfitt eineltismál. Mikið frekar að umræða/fræðsla um góða samskiptahætti og gagnkvæma virðingu sé hluti af menningu og lífstíl staðarins, fléttað og  samtvinnað inn í starfsemina. ekki_meir_teikn-7.jpg


Takist það er vel hægt að treysta börnunum til að vera saman án þess að stöðugt sé fylgst með þeim frá einni mínútu til annarrar.

Ekkert eitt leysir annað af hólmi. Allt þarf að vera virkt í þessum málum: Uppbygging og viðhald á jákvæðri staðarmenningu; fyrirbyggjandi aðgerðir og svo auðvitað markviss og fagleg vinnubrögð, ef kvörtun berst um einelti.
(sjá nánar á kolbrunbaldurs.is)

11_text.jpg


Fræðslumyndbönd fyrir börn um hegðun, framkomu, stríðni og einelti

 videomynd_b.jpgVerið er að leggja lokahönd á 3 myndbönd, fyrir yngsta stig grunnskóla, miðstig og það þriðja er fyrir unglingastigið. Myndböndin voru tekin upp 9. nóvember 2013 í Grunnskóla Grindavíkur með góðfúslegu leyfi skólastjóra. Fjöldi barna á hverjum fyrirlestri er milli 200 og 300.  Myndböndin verða sett á You Tube og verða linkar aðgengilegir á kolbrunbaldurs.is

Rætt er um í fyrirlestrunum hvað einkennir góða framkomu og hegðun og þá kröfu að allir eigi að vanda sig í framkomu við aðra hvernig svo sem þeim kunni að líka við eða finnast um aðra.

Farið er í helstu birtingamyndir eineltis þar á meðal rafrænt einelti og hvernig „djók“ getur t.d. stundum umbreyst í einelti.

Talað er um þolendur og gerendur eineltis og helstu einkenni og aðstæður þeirra. Einnig af hverju sumir krakkar vilja stríða og meiða aðra krakka. 

Rætt er um mikilvægi þess að láta ekki mana sig í að taka þátt og ekki vera þögult vitni heldur láta einhvern fullorðinn vita strax og vart verður við einelti.

Lögð er áhersla á við krakkana að maður þarf ekki að stríða til að vera flottur.

Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og upptökumaður Garðar Garðarsson.

ekkimeir_kapa-2_1228684.jpg


Kastljós hlaut viðurkenningu Barnaheilla

Verðlaunaafhending. Ræða formanns í heild sinni  

Hér má sjá hluta af ávarpi formanns.

Barnasáttmálinn er leiðarljós Barnaheilla - Save the Children. Sáttmálinn var undirritaður fyrir Íslands hönd árið 1990, fullgiltur árið 1992 og lögfestur nú í byrjun árs 2013. Með lögfestingunni hefur verið tekið stórt skref í réttarbót íslenskra barna. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, fyrir utan Bandaríkin og Sómalíu, hafa fullgilt sáttmálann og er hann því útbreiddasti mannréttindasamningur heims.

Barnasáttmálinn er eini alþjóðlegi samningurinn sem á sérstaklega við um börn og felur hann í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu hópur sem hafi sjálfstæð réttindi, óháð forsjáraðilum, og að þau beri að vernda gegn hvers kyns hættum og ofbeldi. Samningurinn tryggir börnum borgaraleg réttindi, félagsleg, menningarleg og efnahagsleg réttindi.

Mikilvægi lögfestingar Barnasáttmálans hér á landi sem og annars staðar er stórt skref í áttina að því að tryggja sjálfsögð réttindi barna enn frekar. Sáttmálinn er ekki einungis orð á blaði heldur leiðarvísir, verkfæri sem allir þeir sem koma að málefnum barna geta stuðst við. Auk þess hefur sáttmálinn mikilvægt forvarnargildi.

Barnasáttmálinn felur í sér hvatningu til að halda áfram að gera það sem þjóð gerir fyrir börn sín, að rækta persónuleika, og andlega og líkamlega getu þeirra. Að  kenna þeim að lifa ábyrgu lífi í anda skilnings, umburðarlyndis, jafnréttis og vináttu milli þjóða og þjóðernis- og trúarhópa.

Okkur ber að heiðra barnæskuna og gæta þess að leyfa börnum að vera börn. Auk þeirrar sjálfsögðu skyldu okkar að sinna þeim andlega og líkamlega viljum við að þau njóti fjölbreytilegra tómstunda og leikja, menningar og lista og umfram allt eiga þau rétt á að lifa áhyggjulausri tilveru, finna til öryggis, gleði og kátínu.

vi_urkenning_1.jpg

Við höldum sannarlega í höndina á börnunum til fullorðinsára í hinum víðasta skilningi en á sama tíma og við kennum þeim getum við líka lært af þeim með því að hlusta á reynslu þeirra, upplifanir, skoðanir og viðhorf. Börn sjá, heyra og skynja ótal margt sem fer fram hjá okkur fullorðna fólkinu. Athyglisgáfa þeirra, vitund, næmni, einlægni og hreinskilni er meðal þess sem börnin geta kennt okkur eða í það minnsta minnt okkur á að hafa í heiðri.  

Fyrir börnin, það dýrmætasta sem þjóð getur átt, finnst manni seint nóg gert. Foreldrar og forráðamenn ættu ekki að þurfa upplifa sig ein í þessu hlutverki þótt ábyrgðin hvíli vissulega hvað helst á þeim. Þetta er ekki bara mitt barn eða þitt barn heldur börnin okkar. Barnið þitt er mitt og mitt er þitt, í þeim skilningi að vökul augu okkar allra beinast ekki einungis í eina átt heldur horfum við allan hringinn.

Já kæru gestir í þessu mikilvæga verkefni viljum við standa þétt saman. Umbunin lætur ekki á sér standa. Við erum flest foreldrar, afar, ömmur, frændur, frænkur og vinafólk. Hversu mikið gleður það ekki að fylgjast með barni vaxa úr grasi og ganga inn í fullorðinsárin vel nestað af andlegu og líkamlegu heilbrigði, öryggi, sjálfstrausti og metnaði.

Að baki hverju barni stendur stór hópur, heilt samfélag. Starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélaga og félagasamtök koma sannarlega að uppeldi þeirra. Fjölmargir aðrir koma með óbeinni hætti þar að en eru engu að síður oft miklir áhrifavaldar. Ýmis fyrirtæki og stofnanir þar með taldir fjölmiðlar eru í áhrifastöðu enda er þeirra hlutverk að líta yfir hina mannlegu flóru og safna gagnlegum upplýsingum og fréttum og miðla þeim með skýrum og skilmerkum hætti.

Ágætu gestir                                                                                       

Viðurkennig Barnaheilla í ár er að þessu sinni veitt KASTLJÓSINU sem á árinu fjallaði með vönduðum hætti um kynferðisofbeldi gagnvart börnum og vakti með umfjöllun sinni þjóðina til enn frekari vitundar og vakningar um kynferðisglæpi gegn börnum, glæpi sem einmitt vegna þess hvers eðlis þau eru, koma síður fram í dagsljósið.  

Upplýsingaöflun og framsetning Kastljóssins var sett fram á eins nærgætinn hátt og hægt var miðað við hversu vandasamt málið var. Segja má að umfjöllunin hafi sýnt í hnotskurn eitt af mikilvægustu hlutverkum fjölmiðils: Að starfa af einlægni og heiðarleika og á sama tíma að veita íslensku samfélagi þ.m.t. stjórnkerfum og stofnunum þess ákveðið aðhald.

Það krefst alveg sérstakrar fagmennsku og nærgætni að fjalla um álíka viðkvæmt málefni eins og kynferðisofbeldi gagnvart börnum án þess að vekja ótta hjá börnum eða foreldrum þeirra. Umfjöllun um svo viðkvæmt málefni þarf umfram allt að vera upplýsandi, laus við hræðsluáróður, laus við almennar fullyrðingar eða yfirfærslur frá fráviki yfir á heildina.

Þegar fjallað er um vandasöm málefni eins og kynferðisofbeldi gegn börnum reynir einnig á að geta aðgreint sjálfa sig frá umfjöllunarefninu og nálgast það á eins hlutlausan og fordómalausan hátt og hægt er. Erfiðar tilfinningar og neikvæðar hugsanir, reiði og sársauki gera eðli málsins samkvæmt vart við sig þegar upplýsingar berast eða rökstuddur grunur er um að brotið hafi verið á barni.

Sú umfjöllun sem Barnaheill veitir hér viðurkenningu leiddi til þess að ljót leyndarmál sem geymd höfðu verið í dýpstu sálarkimum fundu farveg upp á yfirborðið. Af mörgum var þungri byrði létt, byrði sem hafði e.t.v. sligað axlir í áraraðir.

Umfjöllun sem þessi er ekki síður fyrirbyggjandi. Hún er viðvörun til þeirra sem nú eru að misnota eða misbjóða börnum og til þeirra sem eru að gæla við þá hugsun að brjóta gegn börnum. Síðast en ekki síst er hún hvatning til þeirra sem hafa verið eða eru þolendur kynferðisofbeldis eða hvers lags ofbeldis til að koma fram og leita réttar síns og umfram allt fá stuðning og styrk, ekki einvörðungu frá þeim sem hafa sérhæft sig í að hjálpa á þessu sviði heldur einnig frá samfélaginu í heild sinni.

Kæru vinir
Barnaheill vilja með viðurkenningunni í ár heiðra verndun barna gegn kynferðisofbeldi. Aðstandendur Kastljóssins hafa með umfjöllun sinni á þessum málaflokki lagt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn kynferðisglæpum gegn börnum. Barnaheill vilja þakka þeim og RÚV fyrir þetta framlag en jafnframt hnykkja á mikilvægi þess að ræða þessi mál af hreinskilni og ábyrgð.

Vönduð umræða skilar árangri með margs konar hætti og til lengri tíma. Tjáning og miðlun er ekki einungis límið í tengslum okkar við hvert annað heldur ein öflugasta forvörn sem völ eru á.
Gerum þessa tegund af forvörnum sem hluta af okkar lífsstíl.

Að lokum
Höldum vöku og tölum saman. Bolti vitundar og vöku má aldrei snerta jörðu. Til að honum sé ávallt haldið á lofti þarf margar hendur, samstilltan vilja og  góða liðsheild.

Það gæti verið ég eða þú sem bjargar barni frá ofbeldi

Starfsfólk og stjórn Barnaheilla óskar aðstandendum Kastljóssins og RÚV velfarnaðar í framtíðinni. Ég vil auk þess nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem vinna að vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi.

En nú,  kæru gestir, er komið að því að afhenda viðurkenninguna. Ég vil  biðja biðja Sigmar Guðmundsson ritstjóra að veita þessum fallega  verðlaunagripi viðtöku sem Sigrún Ólöf Einarsdóttir glerlistakona gerði.

 


EKKI MEIR

EKKI MEIR

Vefurinn er ætlaður starfsmönnum skóla, íþrótta- og æskulýðsfélaga, foreldrum og börnum sem og stjórnendum og starfsfólki vinnustaða.

Á vefnum er að finna upplýsingar og fræðslu um aðgerðir gegn einelti, forvarnir og verkferla við úrvinnslu eineltismála. Auk greina og pistla um þennan málaflokk er að finna dæmi um viðbragðsáætlun og tilkynningareyðublað fyrir skóla, félög,  stofnanir og fyrirtæki.

Fræðsla 2013-14

EKKI MEIR fræðsluerindi fyrir kennara og starfsfólk grunnskóla, leiðbeinendur og þjálfara
Fjallað er um hvernig jákvæður staðarbragur og almenn vellíðan skilar sér til barnanna. Forvarnir og helstu birtingamyndir eineltis eru reifaðar. Sjónum  er beint að þolendum og gerendum, helstu persónueinkennum og aðstæðum. Megináhersla fræðslunnar er úrvinnsla eineltismála, viðbrögð og viðbragðsáætlun í eineltismálum. Ferlið er rakið frá tilkynningu til málaloka. Loks eru reifuð algengustu mistök sem gerð eru við upphaf og vinnslu mála af þessu tagi.

EKKI MEIR fyrir kennara og starfsfólk  framhaldsskóla
Farið er yfir hvernig forvörnum og úrvinnslu eineltismála er best háttað  í framhaldsskólum þar sem þeir hafa ákveðna sérstöðu enda helmingur nemenda undir 18 ára aldri. Raktar eru helstu birtingamyndir eineltis á þessu aldursskeiði og hverju huga þarf sérstaklega að við vinnslu mála ef aðili/aðilar eru undir sjálfræðisaldri

EKKI MEIR fræðsluerindi sérsniðið fyrir foreldra
Fjallað er m.a. um reynslu þess að vera í  sporum foreldra þolenda eineltis annars vegar og gerenda hins vegar. Einnig hlutverk og ábyrgð  foreldra í forvarnarvinnu, mikilvægi samstarfs og samvinnu við skóla/íþrótta- og æskulýðsfélög. Farið er yfir viðbrögð og verkferla sem snúa að foreldrum þegar greiða þarf úr eineltismálum sem upp koma og varða börn þeirra

EKKI MEIR, fræðsluerindi fyrir vinnustaði
Beint er sjónum að forvarnarvinnu á vinnustað og farið yfir helstu birtingamyndir eineltis og kynbundins ofbeldis. Varpað er ljósi  á algengar orsakir neikvæðrar framkomu fullorðinna í garð annars aðila. Raktir eru verkferlar og verklagi miðlað sem einkennir fagleg vinnubrögð við úrvinnslu eineltismála á vinnustað. Boðið er upp á aðstoð við gerð viðbragðsáætlunar. Aðstoð er einnig veitt við að setja saman almennar samskipta-, og siðareglur og við gerð starfsreglna eineltisteymis eða ráðgjafahóps sem ætlað er að taki á þessum málum komi þau upp.

Ofantalin fræðsluerindi eru byggð á hugmyndafræði bókarinnar EKKI MEIR. Bókin er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti og úrvinnslu eineltismála. Útgefandi er Skólavefurinn ehf

Fyrir skóla, félagasamtök og aðra sem vilja stuðla að fræðslu og upplýstri umræðu til verndunar börnum

Hvernig eflum við innra varnarkerfi barna  gegn kynferðisofbeldi?
Farið er í birtingamyndir kynferðisofbeldis gagnvart börnum og hvaða hópar  barna eru helst í áhættuhópi? Í erindinu er foreldrum leiðbeint með hvernig þeir geta frætt börn sín með viðeigandi hætti.  Beint er sjónum að hvernig fullorðnir skulu bregðast við segi barn frá kynferðisofbeldi. Loks er varpað ljósi á mögulegar vísbendingar um að barn hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun.

Fræðsla í samskiptum sérsniðin að þjálfurum, leiðbeinendum og sjálfboðaliðum
Rætt er um þjálfara- og leiðbeinendastarfið, hvaða kröfur eru gerðar til þessara starfshópa. Einnig kynntar aðferðir til að styrkja sjálfsaga og persónulegan metnað þátttakenda. Sjónum er beint að mikilvægi forvarnarsamstarfs félaga og foreldra í þeim tilfellum þar sem þátttakendur eru undir 18  ára aldri. Farið er yfir viðbrögð ef grunur leikur á um að iðkandi glími við vandamál/vanlíðan. Í erindinu er farið í almenn samskipti þjálfara/leiðbeinenda og þátttakenda, hvar mörkin liggja og hvernig bregðast skuli við agavandamálum sem upp kunna að koma.

Fyrstu ár grunnskólagöngunnar, fræðsla fyrir foreldra yngstu barnanna í foreldrafærni
Í þessu erindi er farið yfir það sem einna helst einkennir þroska og þarfir þessa aldurskeiðs. Foreldrum er veitt ákveðin verkfæri sem auka færni þeirra í samskiptum við börn sín þ.á.m. í þeim tilfellum þar sem um aga- og hegðunarvanda er að ræða. Sérstök áhersla er lögð á að kenna foreldrum hvernig þeir geta með markvissum hætti lagt grunn að sterkri sjálfsmynd og sjálfsöryggi barna sinna. Varpað er ljósi á hvað einkennir jákvæð samskipti, skýr fyrirmæli og mikilvægi þess að foreldrar séu samstilltir og samkvæmir sjálfum sér í samskiptum við börn sín.

Unglingastigið: Samskipti á heimili, tölvunotkun og netið
Farið er yfir helstu þroskabreytingar unglingsáranna og hvað gjarnan einkennir þetta aldursskeið. Ýmsir samfélagslegir áhrifaþættir og kynjamismunur er meðal efnisþátta þessa erindis. Rætt er um mikilvægi jákvæðrar samskipta á heimili, samspil aga og aðhalds annars vegar og viðeigandi sveigjanleika hins vegar. Rætt er um tölvunotkun unglinga,  Netið og mikilvægi þess að setja reglur í því sambandi. Farið er yfir hlutverk og ábyrgð foreldra þegar kemur að því kenna unglingunum sínum jákvæða framkomu og hegðun og forvarnir gegn einelti.

Pöntun fræðslufyrirlesturs, viðtals á stofu eða símaviðtal er með tölvupósti:
www.kolbrunbald@simnet.is
eða í síma 899-6783

Fjarfundarkennsla er í boði eigi sveitarfélög og stofnanir á landsbyggðinni þess kost að fá fræðsluerindi á netfundi

Aðdragandi að EKKI MEIR
Um áramót 2011/12 leituðu forsvarsmenn Skólavefsins ehf til mín og óskuðu eftir að ég skrifaði handbók um eineltismál. Ég varð við þeirri beiðni og kom bókin EKKI MEIR út í ágúst 2012.

Í júlí hafði Æskulýðsvettvangurinn (ÆV) einnig samband og óskað eftir samstarfi um verkefnið EKKI MEIR. ÆV eru  heildarsamtök  UMF'Í, Skátanna, Landsbjargar og KFUM og KFUK.

Í samstarfinu fólst m.a. að aðstoða aðildarfélög ÆV við gerð upplýsingabæklings um eineltismál og viðbragðsáætlunar fyrir aðildarfélögin.  Farið hefur verið á 12 staði um landið á vegum ÆV og haldnir opnir fræðslufundir um hugmyndafræði og verklag EKKI MEIR.

Einnig hafa verið haldnir fundir víða á Stór-Reykjavíkursvæðinu, í skólum, í boði foreldrafélaga og annarra félagasamtaka sem láta sig þessi mál varða.

Samstarf við Reykjavíkurborg, ÍA, UMFG, ÍBR og ÍSÍ
EKKI MEIR hefur verið  í samstarfi við Vinsamlegt samfélag, verkefni á vegum Reykjavíkurborgar sem var ýtt úr vör haustið 2011. Haldnir voru fjórir fyrirlestrar á haustönn 2012 um eineltismál, forvarnir og úrvinnslu fyrir tengiliði leik-, og grunnskóla Reykjavíkur sem og starfsfólk frístundaheimila í Reykjavík.

Samtarf við önnur íþrótta- og ungmennafélög og styrkir
ÍA og UMFG óskuðu síðastliðinn vetur eftir fræðslu og þjálfun í úrvinnslu eineltismála. Hún hefur falið í sér, auk fræðslufyrirlesturs fyrir foreldra og starfsfólk, aðstoð við gerð samskipta- og siðareglna, viðbragðsáætlunar og leiðbeiningar við úrvinnslu eineltismála.

Verið er að skoða samstarf ÍBR og ÍSÍ við verkefnið EKKI MEIR á komandi vetri og einnig áframhaldandi samstarf við ÆV.

EKKI MEIR hlaut nú nýverið styrk úr Forvarnarsjóði Reykjavíkurborgar til að halda þrjú fræðsluerindi í skólum Breiðholts. Erindin verða haldin á haustönn 2013. Haldin verða erindi í þremur hverfum Breiðholts á komandi vetri.

Nýjustu greinar og viðtöl

Varnir gegn einelti, lífstíll en ekki átak. (Viðtal í  Bæjarblaði Hafnarfjarðar í ágúst 2013)

EKKI MEIR. Höfnum stríðni og einelti (Grein birt í Kópavogsblaðinu í ágúst 2013)

Fræðsla um eineltismál í grunnskólum Breiðholts. (Viðtal í Reykjavíkurblaðinu í ágúst 2013)

Gerum okkur klár. Grein í Morgunblaðinu 14. ágúst 2013


Kynning á EKKI MER Kolbrún og Jökull, framkvæmdastjóri Skólavefsins ehf

Á Selfossi 8. nóvember

Umræða um eineltismál í fjölmiðlum

Kastljós 31. apríl 2012. Umfjöllun um eineltismál

Kastljós 3. maí 2012. Framhaldsumræða um eineltismál

 

Í nærveru sálar, þættir sýndir á ÍNN 2009/2010 ef smellt er hér

 


 

 

 


Forðast að draga ótímabærar ályktanir

Í ljósi þeirrar miklu umræðu um eineltismál þessa dagana vil ég benda á að heildarmynd máls liggur ekki fyrir fyrr en búið er að rannsaka það, ræða við alla aðila. Mál koma frekar upp, festa rætur og vinda upp á sig ef:

Skóli/félag og foreldrar hunsa að ræða um samskiptahætti og reglur með markvissum hætti
Sagt er að einelti sé tekið alvarlega en það síðan ekki gert
Úrvinnsla er dregin á langinn í þeirri von um að vandinn hverfi
Ekki er rætt við geranda (foreldra ef um barn er að ræða) um efni kvörtunarinnar
Ekki er gætt að öryggi þolanda á staðnum
Þeir sem vinna að úrvinnslunni eru meðvirkir: leyfa reiði/afneitun einhvers að villa sér sýn
Reyna að þagga málið

13_text.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband