Bloggfærslur mánaðarins, maí 2018

Þakklát og auðmjúk

Hjartans þakkir til allra stuðningsmanna minna og fyrir allar fallegu kveðjurnar sem mér hafa borist.
Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan með nýjum áskorunum og mun ég, nýkjörinn borgarfulltrúi Flokks fólksins leggja mig alla fram um að þjóna borgarbúum sem best ég get.

KB mynd eftir kosn.


Í brjósti mér er kraftur tígrisdýrsins

Kæru Reykvíkingar.

Nú þegar komið er að ykkur að velja þann flokk sem þið treystið til að gera breytingar langar mig að segja fyrir hvað ég stend sem manneskja og sem oddviti Flokks fólksins.

Alveg frá því ég man eftir mér hef ég brunnið af sterkri réttlætiskennd. Hvers kyns óréttlæti, mismunun, óheiðarleiki og valdníðsla sem ég hef orðið vitni af á lífsleiðinni hefur vakið í brjósti mér kraft tígrisdýrsins. Með þessari samlíkingu er ég að reyna að lýsa því ógnarbáli sem blossar upp finni ég mig í aðstæðum í starfi jafnt sem einkalífi þar sem fólki líður illa og þar sem beitt er ofbeldi eða óréttlæti. Við þessar aðstæður blanda ég mér iðulega í málið og læt með öllum mögulegum hætti til skarar skríða jafnt í orði sem og í verki til að stöðva, breyta, bæta eða sporna við óréttlæti og ofbeldi. Ég er þessi manneskja sem sumum finnst allt of hreinskilin og opinská. Alveg frá því ég hafði eitthvað vit í kollinum hef ég alltaf verið áræðin, frökk, kjörkuð og verkglöð. Hugmyndir nægja mér ekki, þær þarf að framkvæma. Ég hika ekki við að taka áhættu ef það er í þágu fólks.

Kjósið mig, ég stend með ykkur og breytingar verða.
xF

_MG_2358


Myglusaga úr Reykjavík

Móður var sagt að lofta bara út þegar hún hafði ítrekað kvartað yfir myglu og raka í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar. Kona með lítið barn er búin að vera á vergangi vegna myglu og raka. Mæðgurnar voru báðar veikar og barnið með sýkingar frá fæðingu. Heimilislæknir ráðlagði mæðgunum að flytja út. Árið 2014 greindist móðirin með astma og flutti fjölskyldan þá á sjúkrahótel.

Móðirin margreyndi að ná sambandi við Reykjavíkurborg og fékk árið 2015 fund með borgarstjóra þar sem hún óskaði eftir að sýni yrðu tekin úr húsnæðinu vegna veikinda dóttur sinnar. Við því var ekki orðið.

Mæðgunum bauðst loksins íbúð í 101 Reykjavík sem hentaði illa en móðirin samþykkti þó að taka. Heilsu barnsins hélt áfram að hraka. Í ljós kom að veggur í barnaherbergi var illa einangraður og vegna raka hafði mygla myndast. Mæðgurnar voru veikar allan þennan vetur og varð móðir að hætta háskólanámi. Ekki var orðið við beiðni um lagfæringar og áttu mæðgurnar ekki annars kost en að flýja úr húsnæðinu og skilja búslóðina eftir. Vatnsleki var í veggnum og vatn hafði komist í rafmagn svo þeim var hætta búin. Málið var loksins athugað og þá talað um „minniháttar leka“. Ekki var gert við og mæðgurnar fóru aftur á sjúkrahótelið.

Heilbrigðiseftirlitið skoðaði íbúðina og í skýrslu kom fram að fjarlægja skyldi allt rakaskemmt byggingarefni. Félagsbústaðir réðust í viðgerðir en rakaskemmt efni var þó ekki fjarlægt, einungis skrapað af veggjum, sparslað og kíttað en myglan lifði áfram góðu lífi bak við fínpússað yfirborð.

Á meðan að lagfæringar áttu sér stað sendi móðir sýni af myglu úr vegg til Náttúrufræðistofnunar Íslands, á Akureyri. Kom þá í ljós að um Aspergilus myglu væri að ræða en eiturefni úr henni eru krabbameinsvaldandi. Um var að ræða margar slæmar tegundir af myglu. Henni var ráðlagt að henda öllu innbúi sínu nema nokkrum glösum.

Móðirin fór í rannsóknir vegna heilsuleysis og í ljós kom að hún er komin með  langvinnan alvarlegan lungnasjúkdóm. Um var að ræða bandvefsbreytingar í lungum og skerta lungnastarfsemi og það var mat lækna að lungnasjúkdómurinn hafi verið afleiðing þess að búa í rakaskemmdu mygluðu húsnæði í langan tíma.

Staða mæðgnanna í dag er að móðir og barn glíma enn við veikindi, barn sem nú er 10 ára er kvíðið og finnur til mikils óöryggis eftir allan flækinginn. Hún spyr: mamma, eigum við hvergi heima?

Eftir viðgerðir á íbúðinni  var móðurinni boðin sama íbúð aftur en hún fylgdi ráðleggingum læknis og afþakkaði. Á þessum tímapunkti gat hún ekki lengur gist á sjúkrahóteli og þurfti því að bíða eftir öðru húsnæði.

Móðir afþakkaði boð um gamlar íbúðir hjá félagsbústöðum. Vegna alvarlegra veikinda gat hún ekki tekið áhættuna á að fara í gamalt húsnæði. Læknar ráðlögðu henni að búa í nýbyggingu til þess að lágmarka möguleikann á því að lenda í myglu síðar á lífsleiðinni. Annars myndu einkennin versna og hætta var á líffæraskemmdum.

Við tók þvælingur milli gistiheimila. Eftir að hafa verið heimilislaus með barn í 16 mánuði fékk hún loks íbúð í nýbyggingu með loftræstikerfi eftir að málið hafði farið til umboðsmanns Alþingis.

Í dag sér hún fram á að missa nýju fínu íbúðina vegna þess að leigan þar er 50% hærri en myglubælið í 101 Reykjavík. Leigan er 180 þ.kr. á mánuði fyrir utan hússjóð og móðirin er eingöngu með 250 þ.kr. í tekjur á mánuði.

Nýja húsnæðið er nýbygging sem er laus við myglu og með góðri loftræstingu sem er nauðsynleg vegna lungnasjúkdómsins. Þó uppfyllir húsnæðið ekki byggingareglugerðir vegna hávaðamengunar frá vélbúnaði innan byggingarinnar samkvæmt heilbrigðiseftirlitinu.

Hjá Reykjavíkurborg á leigutaki alltaf sökina. Mygla heima hjá þér? Það er vegna þess að þú loftar ekki nógu vel út.

Tíu árum síðar er móðirin enn að berjast fyrir því að fá að lifa í mannsæmandi húsnæði. Skyldu fleiri sem búa í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar hafa svipaða sögu að segja?

Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík

 

 

 

 


Svona var upphafið

Kolbrún kynntist Ingu Sæland síðasta sumar en fannst þó einhvern veginn eins og þær hefðu alltaf þekkst og verið vinkonur. Á þeim tímapunkti var flokkurinn að mælast hátt í skoðanakönnunum og Inga sífellt að verða meira áberandi í þjóðfélagsumræðunni.

„Stefna Flokks fólksins var eins og snýtt út úr nösunum á mér og Inga var kona sem mig langaði að kynnast. Hún segir hlutina hreint út og eignast kannski fullt af óvinum fyrir vikið. En henni er bara alveg sama. Það sama á við um mig, ég berst af hugsjón fyrir fallegan málstað, ég er ekki í neinni vinsældakeppni.“

Kolbrúnu bauðst að vera oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og svo sannarlega tók ég því af auðmýkt. Það eru svo mörg málefni sem eru mín hjartans mál. Þess vegna vil ég komast að stjórnartaumunum. Ég hreinlega brenn fyrir því að mega hjálpa fólkinu okkar sem á um sárt að binda. Skólamálin og börnin eru mér sérstaklega hugleikin enda hef ég mikla reynslu af störfum mínum með þeim, bæði sem skólasálfræðingur og gegnum störf mín hjá Heilsugæslunni (úr viðtali, sjá heildarviðtalið hér)

 


Miðborg auðkýfinga og ferðamanna, ekki lengur miðborgin mín

Annað höfuðmálefni Flokks fólksins er að allir geti fengið þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði. Kolbrún segir að sú þéttingarstefna sem rekin er af meirihlutanum nú sé ekki gerð fyrir hinn almenna borgara og þá sem haldið er hér í fátækt.

„Við sáum í fréttum að það er verið að byggja fjögur hundruð milljóna króna íbúðir með útsýni að Hörpunni. 101 er ekki lengur miðborgin mín. Ég er alin upp í Vesturbænum og lék mér í kringum Tjörnina. Þessi miðborg er aðeins fyrir auðjöfra og ferðamenn. Við hin, hinn sauðsvartur almúginn, getum verið annars staðar. Kannski einhvers staðar í tjaldi, þó ekki lengur í Laugardalnum.“

Hvar viljið þið byggja?

„Hvar sem hægt er að byggja. Það vantar íbúðir á við heilan Mosfellsbæ Það er neyðarástand í húsnæðismálum og það þarf neyðaraðgerðir, rétt eins og í Eyjagosinu og þegar við byggðum upp Breiðholtið á sínum tíma. Það er til nóg af lóðum innan borgarmarkanna.“

Hvernig á að fjármagna alla uppbygginguna?

„Ég hef áður vísað til þess að við viljum samvinnu við lífeyrissjóði og ríkið. Ef allir leggjast á árarnar þá munum við lyfta algjöru grettistaki í því að koma fólkinu okkar í öruggt skjól. Þessi sérstaka uppbygging félagslegs húsnæðiskerfis mun ekki einkennast af græðgisvæðingu heldur verður hún algjörlega óhagnaðardrifin. Kjörorðið okkar er Fólkið fyrst.“

Bent hefur verið á að nágrannasveitarfélög beri einnig ábyrgð og Kolbrún tekur heilshugar undir það. Hún segir að borgin geti þó ekki vikist undan ábyrgð með því að benda á vankanta annars staðar. Stefna Flokks fólksins er skýr í þessum efnum, það er að sameina eigi öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, til að samrýma kerfi og minnka yfirbyggingu.

„Við getum ekki haft bæjarfélög fyrir útvalda eins og til dæmis Seltjarnarnes og Garðabæ. Álagið lendir þá af meiri þunga á Reykjavík sem er ekkert annað en mismunun. Ég held að það verði stutt í að þetta komist til tals á Alþingi.“

Kolbrún vill minnka flækjustigið hjá stjórnsýslu borgarinnar, fækka nefndum og einfalda kerfið. Borgarstjóri beri á endanum ábyrgðina en langar boðleiðir til hans og úrvinnsluferli þar sem einn bendir á annan valdi óréttlætanlegum töfum á málefnum þeirra sem reiða sig á kerfið.

_MG_2358


Grét þegar bíllinn var dreginn burtu

Hluti viðtals sem birtist í Helgarblaði DV.

Kolbrún Baldursdóttir hefur um árabil verið einn öflugasti málsvari barna.  Sem starfandi sálfræðingur til 25 ára, hefur hún unnið mikið með börnum sem eiga mjög bágt. Nú ætlar hún að að færa baráttuna gegn óréttlæti, mismunun og fátækt inn í sal borgarstjórnar sem oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Kolbrún var gift Vigni Jónssyni, sem kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður árið 1983. Kristinn hjá DV ræddi við Kolbrúnu og Vigni.

Féll strax fyrir stefnu Flokks fólksins

Kolbrún er fædd og uppalin í Reykjavík og hefur starfað sem klínískur sálfræðingur síðan árið 1992 eftir að hún sneri heim úr námi frá Bandaríkjunum. Hún hefur auk þess starfað í góðgerðarmálum og var formaður Barnaheilla frá 2012-2018. Kolbrún leiðir nú lista Flokks fólksins, sem býður fram í fyrsta sinn til borgarstjórnar í Reykjavík. Hún er þó ekki ókunn stjórnmálunum því hún er varaþingmaður Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Kolbrún kynntist Ingu Sæland síðasta sumar en fannst þó einhvern veginn eins og þær hefðu alltaf þekkst og verið vinkonur. Á þeim tímapunkti var flokkurinn að mælast hátt í skoðanakönnunum og Inga sífellt að verða meira áberandi í þjóðfélagsumræðunni.

„Stefna Flokks fólksins var eins og snýtt út úr nösunum á mér og Inga var kona sem mig langaði að kynnast. Hún segir hlutina hreint út og eignast kannski fullt af óvinum fyrir vikið. En henni er bara alveg sama. Það sama á við um mig, ég berst af hugsjón fyrir fallegan málsstað, ég er ekki í neinni vinsældakeppni.“

Kolbrúnu bauðst að vera oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og svo sannarlega tók ég því af auðmýkt. Það eru svo mörg málefni sem eru mín hjartans mál. Þess vegna vil ég komast að stjórnartaumunum. Ég hreinlega brenn fyrir því að mega hjálpa fólkinu okkar sem á um sárt að binda.  Skólamálin og börnin eru mér sérstaklega hugleikin enda hef ég mikla reynslu af störfum mínum með þeim, bæði sem skólasálfræðingur og gegnum störf mín hjá Heilsugæslunni. Ég mun aldrei gleyma að börnin okkar eru fjársjóður framtíðar og við verðum að gæða líf þeirra eins mikilli hamingju og barnslegri gleði og nokkur kostur er.

Að eiga öruggt heimili er algjör forsenda fyrir velferð fjölskyldunnar. Algjör forsenda fyrir öryggi barnsins.  Stefna Flokks fólksins í húsnæðismálum er því algjör hornsteinn til betra lífs í borginni fyrir alla.  Við viljum afnema ríkjandi lóðaskortsstefnu og koma á fót öflugu félagslegu húsnæðiskerfi. Til þess þurfum við að fá lífeyrissjóðina og ríkið til liðs við okkur.  Við mismunum ekki borgurunum og viljum aðgengi fyrir alla. Við viljum tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.  Við munum þrífa götur borgarinnar, stórefla almenningssamgöngur og losa um flöskuhálsa í umferðinni. Einkabíllinn er vinur okkar sem og flugvöllurinn í Vatnsmýrinni.

Ánægjulegt hvað nánast allir flokkar aðhyllast stefnu Flokks fólksins

 „Mér finnst merkilegt að sjá aðra flokka vera að gera stefnuna okkar að sinni.  Það segir mér einfaldlega að þeir hafa enga hugsjón sjálfir fyrir því sem þeir eru að gera. Nei þeir eru að gera út á það sem þeir telja að muni selja og fá kjósendur til að kjósa sig.  Ég trúi því hins vegar ekki að það sé nóg að tileinka sér stefnu annarra um málefni sem viðkomandi hefur ekki virt viðlits í stjórnartíð sinni. Kjósendur sem búa við verkin þeirra hafa engu gleymt. Nú er t.d oddvit VG farinn að tala um að endurreisa verkamannabústaðakerfið. En það er eitt af aðalbaráttumálum Flokks fólksins og hefur verið frá stofnun hans.  Hvar eru 3000 íbúðirnar sem átti að byggja á kjörtímabilinu?  Félagslegum íbúðum í eigu borgarinnar hefur mörgum verið illa við haldið, eru heilsuspillandi, fangnar af myglu og raka.  Hver trúir þessum hola hljómi sem er án nokkurs raunverulegs vilja til að breyta í þágu þeirra sem þurfa á hjálpinni að halda? Ekki ég.  Þess vegna bið ég ykkur að varast eftirlíkingar, þær virka aldrei eins og hið sanna.

Skóli án aðgreiningar er að eyðileggja framtíð þúsunda barna

Hún er alvarleg í bragði þegar hún segir:

„Skóli án aðgreiningar eins og hann er rekinn nú er ekki að virka.  Þetta er ónýtt kerfi sem er að eyðileggja framtíð þúsunda barna.  30% drengja útskrifast eftir 10 ára skólagöngu, illa læsir og með eða með lélegan lesskilning.  Þetta er algjör þjóðarskömm.  Það þarf miklu meira utanumhald með hverju og einu barni, hætta að troða þeim öllum í sama boxið þrátt fyrir gjörólíkar þarfir þeirra. Það þarf að fullnægja þörfum þeirra allra, þurfum fleiri sálfræðinga, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, aðstoðarfólk. Skólahúsnæði víða er ekki einu sinni hentugt fyrir þá sem eru þroskahamlaðir. Þú getur ekki sett alla undir sama hatt í einhverri byggingu. Við erum að sliga kennara af álagi og um leið erum við að missa þá frá okkur til annarra starfa og fæla unga fólkið frá því að fara í kennaranám. Við verðum að gjörbreyta kennsluháttum í grunnskólanum og það í samvinnu við kennarana og það strax.  Allt of mörgum börnum líður mjög illa í skólanum.

Sem sálfræðingur fæ ég mörg þessara barna til mín. Sum þeirra treysta sér ekki til að vera í skólanum lengur. Þau hætta að mæta. Afleiðingarnar eru grafalvarlegar. Þau eru buguð af vanlíðan og kvíða segjast jafnvel vilja deyja.

Allt þetta er í boði núverandi borgarstjórnar. Lítið sem ekkert er gert úr vandanum og gagnrýni afskrifuð sem dylgjur og rugl.

Kolbrún vill berjast fyrir meira sjálfstæði skólanna, að þeir velji hvaða reglur og stefnur þeir setja sér. Hverfin séu mörg hver ólík og þarfir nemendanna ekki alltaf þær sömu. Þá vill hún efla sérskólana til muna og gera börnum auðveldara um vik til að komast inn í þá.

„Börn sem eru rétt yfir þeim viðmiðunarmörkum sem sett eru varðandi vitsmunaþroska þeirra, lenda í almennum bekkjum og eiga þá oft mjög erfitt uppdráttar. Þau börn sem hins vegar komast í sérskóla kynnast venjulegu skólalífi á sínum forsendum. Þar geta þau lært eins og aðrir, sinnt félagslífi og verða ekki fyrir aðkasti enda eru þar meðal jafninga. Skóli án aðgreiningar er falleg hugsjón sem er alls ekki að virka

Ertu hlynnt einkarekstri í skólum?

„Það eru kostir og gallar en ég er alltaf dálítið hrædd við einkarekstur því að þegar rekstur er hagnaðardrifinn, kemur það því miður oft niður á þjónustunni. Ég vil frekar sjá sérúrræði innan opinberu skólanna og aukið fjármagn.“

Ekki lengur miðborgin mín

Annað höfuðmálefni Flokks fólksins er að allir geti fengið þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði. Kolbrún segir að sú þéttingarstefna sem rekin er af meirihlutanum nú, sé ekki gerð fyrir hinn almenna borgara og þá sem haldið er hér í fátækt.

„Við sáum í fréttum að það er verið að byggja fjögur hundruð milljóna króna íbúðir með útsýni að Hörpunni.  101 er ekki lengur miðborgin mín. Ég er alin upp í Vesturbænum og lék mér í kringum Tjörnina. Þessi miðborg er aðeins fyrir auðjöfra og ferðamenn. Við hin, hinn sauðsvartur almúginn, getum verið annars staðar. Kannski einhvers staðar í tjaldi, þó ekki lengur í Laugardalnum.“

Hvar viljið þið byggja?

„Hvar sem hægt er að byggja. Það vantar íbúðir á við heilan Mosfellsbæ Það er neyðarástand í húsnæðismálum og það þarf neyðaraðgerðir, rétt eins og í Eyjagosinu og þegar við byggðum upp Breiðholtið á sínum tíma“. Það er til nóg af lóðum innan borgarmarkanna.

Hvernig á að fjármagna alla uppbygginguna?

„Ég hef áður vísað til þess að við viljum samvinnu við lífeyrissjóði og ríkið. Ef allir leggjast á árarnar þá munum við lyfta algjöru grettistaki í því að koma fólkinu okkar í öruggt skjól.  Þessi sérstaka uppbygging félagslegs húsnæðiskerfis mun ekki einkennast af græðgisvæðingu heldur verður hún algjörlega óhagnaðardrifin.  Kjörorðið okkar er Fólkið fyrst

Bent hefur verið á að nágrannasveitarfélög beri einnig ábyrgð og Kolbrún tekur heilshugar undir það. Hún segir að borgin geti þó ekki vikist undan ábyrgð með því að benda á vankanta annars staðar. Stefna Flokks fólksins er skýr í þessum efnum, það er að sameina eigi öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, til að samrýma kerfi og minnka yfirbyggingu.

„Við getum ekki haft bæjarfélög fyrir útvalda eins og til dæmis Seltjarnarnes og Garðabæ. Álagið lendir þá af meiri þunga á Reykjavík sem er ekkert annað en mismunun. Ég held að það verði stutt í að þetta komist til tals á Alþingi.“

Kolbrún vill minnka flækjustigið hjá stjórnsýslu borgarinnar, fækka nefndum og einfalda kerfið. Borgarstjóri beri á endanum ábyrgðina en langar boðleiðir til hans og úrvinnsluferli þar sem einn bendir á annan valdi óréttlætanlegum töfum á málefnum þeirra sem reiða sig á kerfið.

Grét þegar bíllinn var dreginn burtu

Núverandi meirihluti borgarstjórnar er með algjörlega brenglaða forgangsröðun að mati Kolbrúnar. Henni fallast hendur þegar umræðan beinist sífellt að grænni borg, þéttingu byggðar og borgarlínu. Í samgöngumálum vill Flokkur fólksins efla strætisvagnakerfið, þannig að það virki fyrir allra með tíðum ferðum. En þrenging gatna og fá bílastæði er orðið stórt vandamál að mati Kolbrúnar.

„Ég fékk símhringingu frá Landspítalanum þar sem mér var sagt að móðir mín væri að deyja. Ég þusti af stað en fann hvergi bílastæði við spítalann. Í örvæntingu lagði ég á ólöglegum stað og hljóp inn. Þegar ég kom út af spítalanum, tveimur tímum síðar var búið að draga bílinn minn í burtu. Ég settist niður á götuna og fór að hágráta.“

Auk þess er margt í samgöngu kerfinu sem virkar ekki eins og til dæmis ljósakerfið. Karl Berndsen, öryrki og hárgreiðslumeistari, er í öðru sæti á listanum. Hann er lögblindur og gerði úttekt á gönguljósum.

„Hann komst að því að um 60 til 80 prósent ljósanna virkuðu ekki fyrir blinda. Þessu er komið upp en síðan er því ekki haldið við. Þetta er dæmi um nauðsynlega þjónustu fyrir fatlað fólk og það gengur ekki að þetta sé svona.“

 


Amma og afi borguðu

Biðlisti í greiningu og viðtöl hjá sálfræðiþjónustu í skólum borgarinnar er langur. Víða er einum sálfræðingi ætlað að sinna þremur til fjórum skólum.

Í stað þess að fjölga sálfræðingum hefur borgarmeirihlutinn ákveðið „að draga úr svokölluðum greiningum enda séu þær oft ofnotaðar“ en þetta voru orð eins borgarfulltrúa á fundi um daginn þegar spurt var út í málefnið.

Vegna þessa hafa foreldrar neyðst til að fara með börn sem tengja vanlíðan sína við námsgetu á einkareknar sálfræðistofur til að fá styrkleika og veikleika kortlagða. Fyrir þetta er greitt að lágmarki 150.000 krónur.

Að sinna börnum er grunnstefið í stefnu Flokks fólksins og sem oddviti og skólasálfræðingur til fjölda ára er það mat mitt að þegar kemur að sálfræðiþjónustu við skólabörn hafi borgarmeirihlutinn stigið allt of fast á bremsurnar.

Tökum sem dæmi barn sem tengir vanlíðan sína við námið. Kennarar reyna eftir bestu getu að mæta þörfum barnsins. Barnið fær að vinna í smærri hópum, fær e.t.v. léttara námsefni eða minna heimanám. Engu að síður líður því illa í skólanum. Sjálfsmatið versnar og smám saman fer barnið að forðast námið. Þegar komið er í efri bekkina er barnið kvíðið og neitar jafnvel að fara í skólann. Þegar hér er komið sögu er barnið oft búið að vera á biðlista eftir sálfræðiþjónustu í marga mánuði.

Í tilfellum sem þessum, sem eru æði mörg er brýnt að barnið fái greiningu strax með þar til gerðum greiningartækjum sem aðeins sálfræðingar mega notað. Um gæti verið að ræða sértækan námsvanda; málþroskaröskun, frávik í skynhugsun, slakt vinnsluminni og athyglisbrest. Þegar niðurstöður greiningar liggja fyrir er gerð einstaklingsnámskrá sem sniðin er að þörfum barnsins.

Stefna borgarinnar í þessum málum hefur leitt til þess að fjöldi barna í borginni fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Efnaminni foreldrar hafa ekki efni á þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðings. Í mest sláandi tilfellum hafa foreldrar fengið lán eða afi og amma hafa greitt fyrir þjónustuna.

Flokkur fólksins getur ekki liðið að sparað sé þegar börn eru annars vegar. Tekjur borgarsjóðs eru yfir hundrað milljarðar króna. Við höfum vel efni á að sinna börnunum okkar með fullnægjandi hætti.

Flokkur fólksins er með fjölskylduna í forgrunni í sinni stefnu. Það sem snýr að börnum og foreldrum þeirra er sett í forgang. Markmiðið er að biðlistar eftir þjónustu þar sem börn eru annars vegar hverfi með öllu í stofnunum borgarinnar.


Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík

 

 


Kvíði barna, sjálfsskaði, skólaforðun og sjálfsvígsgælur. Hver ber ábyrgðina?

Vanlíðan barna sem tengist skólanum beint er á ábyrgð borgarmeirihlutans. Skóli án aðgreiningar er fyrirkomulag sem ekki hefur gengi upp því uppbygging var í skötulíki og það sem fylgja þurfti með til að fyrirkomulagið virkaði, fylgdi aldrei með.
  
Börn með sérþarfir hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa til að geta notið sín í almennum bekk þar sem fjárveitingar skortir til að sinna þeim og mæta þörfum þeirra. Skólinn fær kannski fjármagn til að greiða stuðningsaðila laun en oft nær það ekki mikið lengra. Vandinn hefur verið sá að borgin hefur ekki metið alla kostnaðarliði í skólastarfinu þegar fjárhagsáætlun er gerð. 

Vaxandi vandi barna er því ekki kennurum eða skólastjórnendum að kenna heldur þeim þrönga stakki sem þeim er ætlað að vinna eftir. Málaflokkurinn hefur verið sveltur.

Flokkur fólksins vill tryggja að námsþörfum allra barna verði mætt. Skóli án aðgreiningar er ekki að virka fyrir öll börn. Við verðum að fara að horfast í augu við þennan vanda. Stækkandi hópur barna glímir við kvíða, viðhefur sjálfsskaða, eru með sjálfsvígsgælur og sumum líður svo illa að þau gera tilraunir til sjálfsvígs.

Við í Flokki fólksins líðum ekki slík mannréttindabrot. Mæta skal þörfum allra barna á þeirra forsendum og ekkert barn skal þurfa að líða illa fimm daga vikunnar, dagana sem skóli er. Kvíði sem er beintengdur við að mæta í skólann til náms, námsefnis og félagslegrar samveru sem passar þér ekki og þar sem þú ert ekki meðal jafningja mun fljótlega brjóta þig.

Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins 

FÓLKIÐ FYRST!

Þessi þáttur með Ingu Sæland á Útvarpi Sögu var magnaður! Hver stofnar stjórnmálaflokk eins og enginn sé morgundagurinn og er komin með fjóra þingmenn á einni örskot stundu inn á þing nema Inga Sæland?
 
FÓLKIÐ FYRST er okkar kjörorð. Við ætlum ekki að linna látum fyrr en ALLIR í borginni hafa eignast öruggt skjól: heimili, fæði og klæði. Við erum að tala um 1000 barnafjölskyldur sem eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði, 150 eldri borgara og 500 öryrkja sem nú eiga í engin hús að venda sem þau geta kallað heimili sitt.
 
Barnafjölskyldur sem hér um ræðir búa ýmist hjá vinum eða ættingjum eða í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði eða hafa hrökklast úr borginni. Hundrað eldri borgarar eru geymdir á Landspítala. Dæmi eru um að eldri borgarar hafa verið fluttir út á land gegn vilja sínum þar sem þei þekkja engan, aðskildir frá fjölskyldu og mökum sínum. Aðrir tugir bíða í heimahúsi og er biðin allt að tvö ár fyrir suma.

Allt þetta fólk er á BIÐ, það bíður og bíður og biðlistar hafa ekki haggast í fjögur ár. Ef eitthvað er, þá fjölgar á biðlistum og sama má segja um dagvistun aldraðra og heimaþjónustu. Þetta er vegna þessa að borgin hefur viðhaft lóðarskortsstefnu í mörg ár og lagt áherslu á að byggja hótel og íbúðir fyrir ofurlaunafólk.
 
Við viljum kynna fyrir ykkur hagsmunafulltrúa fyrir aldraða sem ætlað er að kortleggja stöðu eldri borgara í borginni og halda utan um aðhlynningu og aðbúnað þeirra.
 
Við viljum ræða um heimagreiðslur fyrir foreldra til að vera með barni sínu heima til allt að tveggja ára til að brúa bilið frá fæðingarorlofi til leikskóla. Þetta er einungis val.
 
Skólamálin eru annað stórt verkefni. Vaxandi kvíði og andleg vanlíðan hjá börnunum okkar hlýtur að vekja hjá okkur ugg og kallar á grundvallarskoðun og breytingar á núverandi skólafyrirkomulagi sem er Skóli án aðgreiningar. Skóli án aðgreiningar er ekki að virka fyrir öll börn. 
 
 
 
 

Við tökum ekki þátt í þessum blekkingarleik

Foreldrar þekkja börnin sín best. Þau vita hvers þau þarfnast. Breyta þarf inntökuskilyrðum í sérskóla strax svo allir þeir sem þess þurfa og óska hafi aðgang að þeim. 

Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum skóla þannig að sérhvert barn fái úrræði við hæfi. Öll börn sem greinast með þroskahömlun eiga að hafa aðgang að sérúrræðum og sérskólum ekki bara sum. 

Skóli án aðgreiningar virkar ekki fyrir öll börn. Það hefði þurft miklu meira fjármagn inn í skólana til að styðja við kennara. Það hefði þurft að ráða í alla skóla þroskaþjálfa, talmeinafræðinga, sálfræðinga og annað aðstoðarfólk til að styðja við nemendur og kennara sem þurfa mikið aðlagað námsframboð og kennslu. Sem dæmi þjóna 5 sálfræðingar 17 leik- og grunnskólum í Breiðholti. Útilokað er fyrir þessa sálfræðinga að mæta þörfum barna 17 skóla sem þurfa á sálfræðiþjónustu eða sálfræðiathugunum að halda.

Flokkur fólksins veit að ekki er hægt að setja alla undir sama hattinn. Hugsunin um Skóla án aðgreiningar er falleg en þjónar ekki hagsmunum allra barna. Í mörgum tilfellum hefur einfaldlega ekki tekist að aðlaga nemendur með þroskahömlun að jafnöldrunum eða jafnaldrana að þeim. Einnig hefur ekki alltaf tekist að breyta skólahúsnæði þannig að fullnægjandi sé fyrir þroskahamlaða.


Ef þroskinn er langt frá jafnöldrunum breikkar alltaf bilið þannig að stundum gengur þetta upp á yngsta stiginu (1.-4.bekk) en fer svo að verða erfiðara þegar nemendur verða eldri og þeir þá í mikilli hættu með að einangrast.

Klettaskóli er sérskóli og þeim börnum sem þar stunda nám líður vel. Þeir eru námslega sterkir meðal jafninga og blómstra. Í dag eru inntökuskilyrðin mjög ströng. Nemendur þurfa að hafa mikla fötlun til að fá inngöngu þangað. 

Við í Flokki fólksins líðum ekki að nokkru barni líði illa í skólanum vegna þess að það upplifir sig síðra, finnur að það ræður ekki við verkefnin og á erfitt með að mynda félagsleg tengsl.

Barn sem fær ekki að stunda nám á sínum forsendum brotnar saman. Við gerum þá kröfu að ávallt skuli hugsa fyrst og fremst um félagslegan þátt nemenda þegar velja á þeim skólaúrræði.

Flokkur fólksins vill ekki taka þátt í þeim blekkingarleik að sannfæra fólk um að Skóli án aðgreiningar sé skóli fyrir öll börn. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband