Bloggfærslur mánaðarins, maí 2019

Nenni ekki einhverri sýndarmennsku-vinnu í borginni

Ég sé ekki ástæðu, a.m.k. ekki eins og sakir standa til þess að taka þátt í endurskoðun siðareglna fyrir kjörna fulltrúa í borgarstjórn. 

Ástæður eru eftirfarandi:

1.      1. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram drög að samstarfsreglum sem ekki er tekið tillit til í vinnu um endurskoðun siðareglna í borginni að heitið geti

2.      2.  Borgarfulltrúi er ósáttur við að meirihlutinn skyldi einhliða samþykkja svokallað bráðabrigðarverkferli til að auðvelda og hvetja starfsmenn borgarinnar að kvarta yfir kjörnum fulltrúum jafnvel þótt sýnt sé að slíkt ferli gengur ekki upp vegna ójafnrar stöðu aðila. Einnig hvöttu borgaryfirvöld kjörna fulltúa að kvarta yfir almennum starfsmönnum finnist þeim ástæða til. Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst það ekki sanngjarnt gagnvart hinum almenna starfsmanni borgarinnar einnig  vegna ójafnrar stöðu aðila

3.     3. Borgin hefur sjálf ekki virt núgildandi siðareglur. Í skýrslum m.a. um braggann eru dæmi um að siðareglur hafa ítrekað verið brotnar sbr. brot á sveitarstjórnarstjórnarlögum,  skjalavörslulögum, og innkaupareglum,  en í siðareglum 2. grein er kveðið á um að hafa í heiðri heiðarleika, rækja störf sín af ábyrgð, og forðast að aðhafast nokkuð það sem er til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein sem unnið er við. Starfsfólk skal ekkert aðhafast sem falið getur í sér misnotkun á almannafé, eins segir í núgildandi siðareglum.

4.   Sú vinna sem fram hefur farið hvað varðar endurskoðun siðareglna finnst borgarfulltrúa Flokks fólksins í ljósi ofangreindra atriða því hafa verið mest sýndarmennska meirihlutans


Ekkert lát á valdníðslu á fundum í borginni

Rétt í þessu var að ljúka enn einum vitleysis-fundinum í borginni. Stjórnunin var þannig að dólað var með fyrstu málin á dagskránni og síðan seinni helmingnum frestað vegna tímaskorts þar á meðal málum Flokks fólksins sem var annars vegar svar um kostnað vegna fundarherferðar borgarstjóra og tillaga um að minnka kostnað vegna funda borgarstjóra.
Það fauk í mig sem sjá má í bókun um fundarsköp:
 
Borgarfulltrúi er mjög ósáttur við hvernig fundi forsætisnefndar var stjórnað. Helmingur af dagskrárliðum var frestað á lokasekúndum fundarins. Þetta er afar vont enda undirbúa fulltrúar sig fyrir fundina samkvæmt fundardagskrá. Flokkur fólksins mótmælir þessum vinnubrögðum og telur þetta enn eitt skýrt dæmið um valdníðslu meirihlutans á fundum

Biðlista-meinsemdin í Reykjavík rótgróin

Af og til ber­ast frétt­ir af óánægju kenn­ara og for­eldra vegna óboðlegra aðstæðna í skól­um borg­ar­inn­ar sem koma m.a. niður á börn­um með sérþarf­ir. Ný­leg­ar frétt­ir um mál af þessu tagi komu frá Dal­skóla. Þar er hús­næðið sprungið og bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir hafa dreg­ist á lang­inn. Ástandið kem­ur illa niður á nem­end­um og ekki síst börn­um með sérþarf­ir. Í Dal­skóla er eng­in aðstaða fyr­ir sér­kennslu og börn­in hafa eng­an stað til að vera á, eins og seg­ir í frétt um skóla­starfið.

Óvissa fer sér­lega illa í börn með sérþarf­ir. Ástand sem þetta ýtir und­ir kvíða sem hef­ur áhrif á líðan barna í skól­an­um. For­eldr­ar eru orðnir langþreytt­ir og hafa sum­ir þess vegna sótt um pláss fyr­ir börn sín í öðrum skól­um. Að sækja um pláss fyr­ir barn með sérþarf­ir í öðrum skóla er ekki ein­falt mál. Þeir fáu sér­skól­ar og sér­deild­ir sem rek­in eru í Reykja­vík eru full og biðlist­ar lang­ir.

Vax­andi van­líðan barna hef­ur verið mikið til umræðu í vet­ur. Birt­ar hafa verið niður­stöður kann­ana og einnig kom út skýrsla frá land­læknisembætt­inu þar sem fram komu upp­lýs­ing­ar um aukna van­líðan nem­enda í skól­um. Skóla­forðun er vandi sem hef­ur farið vax­andi sam­hliða auk­inni van­líðan barna í skól­um sín­um. Í gögn­um land­lækn­is seg­ir að rúm­lega 9% ung­menna á Íslandi hafi gert til­raun til sjálfs­vígs.

 

Til­lög­ur að úr­bót­um og lausn­um ým­ist felld­ar eða vísað frá

Flokk­ur fólks­ins hef­ur lagt fram til­lög­ur í borg­ar­stjórn sem lúta að aðgengi barna að sér­fræðiþjón­ustu og til­lög­ur um fjölg­un eða stækk­un sér­skóla­úr­ræða. Til­lög­ur hafa ým­ist verið felld­ar eða þeim vísað frá.

Snemma á nýju kjör­tíma­bili lagði ég fram til­lögu um að skóla­sál­fræðing­ur skyldi vera í sér­hverj­um skóla í a.m.k. 40% starfs­hlut­falli.

Þá lagði ég fram til­lögu um biðlist­a­laust aðgengi barna að sér­fræðing­um borg­ar­inn­ar. Það er á ábyrgð skóla- og frí­stundaráðs að tryggja aðgengi barna að skóla­sál­fræðing­um og að í skól­um starfi nægj­an­lega marg­ir sál­fræðing­ar og aðrir sér­fræðing­ar til að sinna ólík­um náms- og fé­lags­leg­um þörf­um barn­anna. Á þessu hef­ur verið mik­ill mis­brest­ur í lang­an tíma. „Skóli án aðgrein­ing­ar“ virk­ar ein­mitt ekki sem skyldi vegna þess að í hinu al­menna skóla­kerfi er ekki fjöl­breytt flóra fag­fólks til að sinna börn­um með ólík­ar þarf­ir.

All­ir vita að tal­meinavandi sem ekki er meðhöndlaður af fagaðila get­ur brotið niður sjálfs­traust barns. Á vorönn lagði ég fram til­lögu um að borg­ar­stjórn samþykkti að grunn­skól­ar í Reykja­vík sæju börn­um fyr­ir áfram­hald­andi tal­meinaþjón­ustu í grunn­skóla væri það fag­legt mat að frek­ari þjón­ustu væri þörf.

Nokkr­ar til­lög­ur sem snúa beint að sér­skóla­úr­ræðum hafa verið lagðar fram í vet­ur. Lagt var til að fleiri sér­skóla­úr­ræði eins og Kletta­skóli yrðu sett á lagg­irn­ar þar sem hann er sprung­inn. Kletta­skóli er eini sér­skól­inn í Reykja­vík af sinni gerð. Það er rétt­ur hvers barns að fá skóla­úr­ræði við hæfi þar sem því líður vel, þar sem náms­efni er við hæfi og fé­lags­leg­um þörf­um þess er mætt. Í þess­um efn­um eiga for­eldr­ar ávallt að hafa val enda þekkja for­eldr­ar börn sín og vita hvað hent­ar þeim náms- og fé­lags­lega.

Þá freistaði Flokk­ur fólks­ins þess að leggja til að breyta inn­töku­regl­um í þátt­töku­bekk Kletta­skóla þannig að þær verði rýmkaðar og þátt­töku­bekkj­um fjölgað eft­ir þörf­um. Eins og staðan er í dag eru inn­töku­skil­yrði í þátt­töku­bekk þau sömu og í Kletta­skóla. Þetta eru of ströng skil­yrði og fæl­ir mögu­lega for­eldra frá að sækja um fyr­ir börn sín. Aðsókn væri meiri án efa ef skil­yrðin væru ekki svona ströng. Vitað er að hóp­ur barna berst í bökk­um í al­menn­um bekk með eða án stuðnings eða sér­kennslu.

Of­an­greind­ar til­lög­ur hafa ekki hlotið hljóm­grunn hjá meiri­hlut­an­um í borg­inni.

Ný­lega lagði Flokk­ur fólks­ins til að byggt yrði við Brú­ar­skóla til þess að hann gæti stækkað og tekið við fleiri nem­end­um. Staðsetn­ing Brú­ar­skóla, sem er í Vest­ur­hlíð, er afar hent­ug fyr­ir skóla eins og Brú­ar­skóla þar sem staðsetn­ing­in er ótengd m.a. íbúðar­hverfi og versl­un­um. Núna eru 19 börn á biðlista. Brú­ar­skóli er eini sinn­ar teg­und­ar. Í hon­um stunda nám börn sem eiga við djúp­stæðan hegðun­ar­vanda að stríða sem rekja má til ólíkra or­saka og rask­ana. Þess­ari til­lögu var vísað til skóla- og frí­stund­ar­ráðs.

 

Biðlist­ar rót­gróið vanda­mál í Reykja­vík

Börn eiga ekki að þurfa að bíða eft­ir sér­fræðiþjón­ustu af neinu tagi en biðin eft­ir að kom­ast til sál­fræðings, ým­ist í viðtöl eða í grein­ingu, og til tal­meina­fræðings er stund­um marg­ir mánuðir. Biðlist­ar eru til­komn­ir af því að þjón­usta við börn hef­ur ekki fengið nægj­an­legt fjár­magn. Þessi mála­flokk­ur hef­ur verið svelt­ur. Barn sem er sett í þær aðstæður að stunda nám þar sem það fær þörf­um sín­um ekki mætt og er ekki meðal jafn­ingja á á hættu að vesl­ast smám sam­an upp and­lega. Einn góðan veður­dag neit­ar þetta barn kannski að fara í skól­ann. Þetta barn er einnig í mun meiri áhættu með að grípa til örþrifaráða eins og sjálf­skaða og jafn­vel sjálfs­vígstilrauna síðar ef aðstæður hafa verið því óholl­ar um lang­an tíma.


Tafagjald kemur verst niður á þeim sem minnst hafa milli handanna

Andúð borgarmeirihlutans á einkabílnum birtist í því að allt skal gert til að útiloka ökutæki frá miðbænum sama hvort þau eru vistvæn eða ekki. Þeir sem vilja aka vistvænum bílum fá enga hvatningu en eins og menn muna voru reglur um bílastæðaklukku vistvænna bíla þrengdar verulega fyrir nokkrum árum. Ekki er heldur nein hvatning fyrir þá sem eiga eða vilja eignast rafbíla. Bíll er bíll í augum þeirra sem stýra borginni sama hvernig hann er knúinn og hann er ekki velkominn í miðbæinn. 

Nú er það komið í umræðuna að setja tafagjöld á þá staði þar sem verða miklar umferðarteppur á álagstíma, einnig á umhverfisvæna bíla. Þessa hugmynd kom formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur með heim af umhverfisráðstefnu frá Osló en þar vorum við oddvitar, borgarstjóri og fleiri sem tengjast skipulags- og umhverfismálum í Reykjavík.  

Samráð við borgarbúa?

En Reykjavík er ekki Osló. Reykjavík er langt á eftir Osló hvað varðar t.d. almenningssamgöngur. Þessar borgir eru því engan veginn sambærilegar. Ég óttast mjög að meirihluti borgarinnar verði búinn að setja á tafagjöld áður en við náum að snúa okkur við og án mikils eða nokkurs samráðs við borgarbúa. Lítil hugsun virðist vera um hvernig slík gjöld munu koma við þá sem minnst hafa milli handanna eða þá sem koma akandi lengra frá eða þá sem vilja og þurfa að nota bílinn sinn og eiga erindi í bæinn ýmist í vinnu eða til að sinna öðrum erindum. Ekki má heldur gleyma þeim sem eiga erfitt með hreyfingu en langar af og til að koma í miðborgina. Aðgengi er nú þegar víða slæmt og tafir oft óhjákvæmilegar. Tafagjald er við þær aðstæður ekki sanngjarnt fyrir þennan hóp.

Í samtali sem ég átti við nokkra ráðamenn í Osló um tafagjöld kom fram að það skiptir öllu máli þegar um svo stóra ákvörðun er að ræða sem snertir marga eins og að setja á tafagjald að það sé gert að vel athuguðu máli og í samráði og sátt við borgarbúa.  Að ætla að keyra eitthvað í gegn með látum og hörku kallar á reiði fólks og veldur óöryggi. Kannski búa valdhafar borgarinnar meira og minna miðsvæðis og eiga því erfiðara með að setja sig í spor þeirra sem búa í úthverfum og vilja nota bílinn sinn? Loks er ekki hjá því komist að velta því fyrir sér hvað varð um loforð meirihlutans um að hafa notendasamráð ávallt að leiðarljósi við stjórn borgarinnar. Nýjasta dæmið um skort á samráði er ákvörðun um að loka götum í miðbænum varanlega án mikils samráðs. Hagsmuna- og rekstraraðilar fullyrða að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þá hvað varðar varanlega lokun vinsælustu gatnanna í miðbænum.

Grein á visi.is

 


Everest, sport ríka fólksins

Ég er að reyna að skilja þessa löngun að fara á topp Everest svona út frá sálfræðilegu sjónarmiði. Þetta er lífshættulegur leiðangur sem kostar auk þess mikið og því aldeilis ekki á færi nema þeirra sem eiga nóg af peningum og tíma. Skyldi þetta skila sér svona andlega, í meiri hamingju og lífsfyllingu hjá þeim sem lifa ferðina af það er að segja? 
Álag á fjölskylduna hlýtur að vera mikið sem heima bíður og vonar að viðkomandi skili sér láréttur heim. Slíkt álag er vissulega ekki hægt að verðleggja.

Þetta er augljóslega sport ríka fólksins. Kannski af því að þeim leiðist, hafa prófað allt og gert allt svo spennutaugin hefur þanist?

Veit ekki!


Siðanefndarkerfi hentar illa fyrir kjörna fulltrúa

Siðanefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði ályktaði fyrir stuttu að þingmaður hafi brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum sínum um annan þingmann. Um er að ræða ráðgefandi álit og hefur forsætisnefnd Alþingis síðasta orðið.

Þetta hefur vakið upp spurningar m.a. hvort siðanefnd á hinum pólitíska vettvangi ætti yfirhöfuð að vera til og ef hún er til hvert á þá hlutverk hennar að vera? Hlutverk þessarar nefndar sem hér um ræðir er m.a. að láta í ljós álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni, sbr. 5. gr. siðareglna fyrir alþingismenn

Siðanefnd á vettvangi stjórnmála - á hún að fjalla um einstaklingsmál?

Siðanefndir starfsstétta hafa vissulega margar hverjar það hlutverk að leggja mat á framkomu, hegðun og atferli aðila í viðkomandi starfsstétt. En öðru máli hlýtur að gegna um siðanefndir á pólitískum vettvangi. Sé slík nefnd til ætti hennar hlutverk kannski aðallega að beinast að tillögugerð um endurskoðun siðareglna og framsetningu þeirra frekar en að fjalla um og álykta um einstaka kvörtunarmál þingmanns yfir öðrum þingmanni. Það er mín skoðun að álit siðanefndar um einstök mál kjörinna fulltrúa geti ekki verið trúverðugt og hafi í raun litla þýðingu. Álit er bara álit og siðareglur eru auðvitað engin lög og þótt einhver segi að brotnar hafa verið siðareglur hefur það engar afleiðingar. Ég tel að siðanefndarkerfi eins og er á Alþingi henti illa fyrir kjörna fulltrúa.


Af hverju hentar siðanefnd illa fyrir kjörna fulltrúa? 

Þingmaður/kjörinn fulltrúi er ekki í sömu stöðu og sá sem ræður sig í vinnu samkvæmt samningi sem grundvallaður er á réttindum og skyldum starfsmanna. Stéttarfélög halda utan um kjara- og réttindamál. Stjórnmálamaður er kosinn af fólkinu. Hegðun hans og framkoma m.a. á hinum pólitíska vettvangi er á ábyrgð hans sjálfs. Sé talið að hann hafi sýnt af sér dónalega eða óviðeigandi framkomu gagnvart öðrum þingmanni eða starfsmanni eða brotið af sér samkvæmt siðareglum á hann það fyrst og fremst við samvisku sína, flokkinn sem stendur að baki honum og kjósendur sína.

Margir hafa tjáð sig um þetta fyrirkomulag á Alþingi og sumir segja að það gangi ekki upp. Einhverjir sjá lausnina í því að „fjarlægja“ forsætisnefndina úr ferlinu  en hún hefur síðasta orðið í málinu um hvort brotið hafi verið í bága við siðareglur eða ekki. Ég get ekki séð að fyrirkomulagið verði bættara við að „fjarlægja“ forsætisnefndina með síðasta orðið. Eftir sem áður stæði álit siðanefndar sem verður án efa alltaf umdeilt hver svo niðurstaðan er.

Hvað varðar þetta einstaka mál sem hæst hefur borið síðustu daga er ekki gott að segja um hvað verður. En ef horft er til framtíðar finnst mér tvennt koma til greina er varðar Siðanefndina á Alþingi:
1. Að Siðanefnd Alþingis fjalli ekki um einstaklingsmál
2. Að Siðanefnd Alþingis verði lögð niður.

Siða- og samstarfsreglur
Á vettvangi stjórnmála, hvort heldur á Alþingi eða í borgarstjórn, tel ég að ekki eigi að vera nein siðanefnd. Deila má um hvort setja eigi kjörnum fulltrúum einhverjar sérstakar siðareglur. Siðareglur um afmarkað efni geta verið góðar en einna helst finnst mér skipta máli að setja skýrar samstarfsreglur. Leiðbeinandi siða- og samstarfsreglur geta gagnast vel í samfélagi eins og okkar þar sem flæði upplýsinga er gríðarlegt og samskipti einstaklinga margbrotin og flókin.

Úrvinnsla: samtal, dómstólaleið eða bara ekki neitt?
Eftir áratuga reynslu af úrvinnslu eineltismála á vinnustöðum þar sem einmitt réttindi, skyldur og jafnræði aðila máls hafa iðulega komið til álita tel ég að leiðir til lausna mála þar sem kvartað er yfir kjörnum fulltrúa séu kannski tvenns konar. Fyrri leiðin er samtalsleiðin. Komi upp tilvik þar sem talið er að þingmaður/kjörinn fulltrúi hafi sýnt af sér hrokafulla eða dónalega framkomu er „samtal“ milli aðila stundum vænleg leið til lausnar þ.e.a.s. ef það hugnast báðum aðilum að ræða saman um atvikið. Frumkvæði að slíku samtali getur verið hjá  „geranda eða þolanda“.  Gangi sú leið ekki t.d. vegna alvarleika málsins, í tilfellum þar sem um er að ræða meint lagabrot eða grun um misferli/glæp kjörins fulltrúa fer málið til þar til bærra yfirvalda til rannsóknar og til dómstóla eftir atvikum.

Grein birt á visi.is

 

 


Kirsuberjatréð, Vesturgata 4 kl. 17 í dag. Opnun sýningar: LAGT Á BORÐ. Náttúra, Landnám

Sölusýning í Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4, Reykjavík
Jón Guðmundsson sýnir hönnun sína og smíð. Fornaskar, renndar skálar, diskar, fornaskar og bikarar gerðir úr innlendum viði.

Kirsuberjatréið,jpg
Sýningaropnun er fimmtudaginn 16 maí kl. 17-18. Allir velkomnir

Sýndir eru hlutir úr tveimur hönnunarlínum:
Náttúra: Fallegir viðarbútar eru nýttir í þessa hönnunarlínu. Hér er fegurð viðarins aðalatriðið og hún látin koma fram í hlutnum. Ýtt er undir einkennin með því að nota olíur sem flæða vel og laða fram viðaræðar og viðarsveppi.
Sérhver skál er einstök.
Landnám : Sótt er í þau form, liti og mynstur sem landnámsmenn studdust við. Harður viður er nýttur í skálar, diska, aska og bikara. Litir svo sem mýrarauði, málm- og plöntulitir eru notaðir til að ýkja einkenni. Mynstur er oft hamrað í viðinn.

Sýningin mun standa dagana 16-26 maí 2019.
Opið er virka daga kl. 10.00 - 18.00, en 10-17 um helgar


Meirihlutinn í borginni þorir ekki að gera víðtæka skoðanakönnun um varanlega lokun gatna í miðbænum

Ég lagði fram í borgarráði í síðustu viku tillögu um að framkvæmd verði víðtæk skoðanakönnun á meðal borgarbúa og þeir spurðir um afstöðu sína gagnvart varanlegri lokun Laugavegs og Skólavörðustígs að hluta. Tillagan var felld á staðnum. Sjálfstæðismenn sátu hjá.

Meirihlutinn heldur því ítrekað fram að ánægja borgarbúa með þetta fyrirkomulag til framtíðar hafi verið margsinnis staðfest í könnunum.  Það kann að vera að ánægja sé með lokanir gatna fyrir bílaumferð yfir sumartímann en engar kannanir hafa sýnt að meirihluti Reykvíkinga sé ánægður með varanlega lokun þessara umræddu gatna fyrir allri umferð bíla. Þær skoðanakannanir sem auk þess er verið að vísa í eru mjög takmarkandi og styðst meirihlutinn einungis við hluta úr þeim könnunum í málflutningi sínum sem engan veginn gefur heildarmynd. Spurningar í þeim könnunum voru villandi og gefa því heldur ekki raunhæfa mynd af vilja og afstöðu borgarbúa.

 

Á borgarstjórnarfundi var þessi bókun lögð fram í málinu:

Tillaga Flokks fólksins um víðtæka skoðanakönnun vegna varanlegra lokana gatna  í miðbænum var felld um leið og hún var lögð fram. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að borgarmeirihlutinn þori ekki að láta framkvæma slíka könnun því undir niðri er vitað að víðtæk mótmæli munu koma fram vegna fyrirhugaðra varanlegra lokanna tveggja aðalgatna og jafnvel fleiri í miðborginni. Meirihlutinn rígheldur í eldri kannanir sem þeim hefur tekist að sannfæra borgarbúa um að styðji þessar framkvæmdir. Borgarbúar voru plataðir. Aldrei var spurt hvað fólki fyndist um varanlega lokun þessara gatna. Spurningar voru auk þess loðnar og óljósar og áttu svarendur án efa erfitt með að átta sig á um hvað málið snerist sem er að bílar munu aldrei framar geta ekið um Laugaveg og hluta Skólavörðustígs allt árið um kring hvernig sem viðrar. Fyrir hreyfihamlaða er þetta mikið áfall þar sem aðgengi að þessu svæði er slakt. Þær skoðanakannanir sem auk þess er verið að vísa í eru mjög takmarkandi og styðst meirihlutinn einungis við hluta úr þeim könnunum í málflutningi sínum sem engan veginn gefur heildarmynd. Spurningar í þeim könnunum eru villandi og gefa því heldur ekki raunhæfa mynd af vilja og afstöðu borgarbúa.

Æ fleiri verslanir og fyrirtæki eru að flytja sig úr miðbænum. Lyfja er að fara, Lífstykkjabúðin og Sigurboginn að fara eftir meira en 85 ára rekstur. Um síðustu mánaðarmót lokuðu og fluttu, Reykjavík Foto. Flass,  Spakmansspjarir, Brá og Gjóska. Svo eru sex aðrar verslanir að undirbúa flutning. Allar þessar verslanir og Lyfja líka skrifuðu undir mótmæli gegn götulokunum. En ekkert lemur á þessum meirihluta, hann hlustar ekki á fólkið í borginni.


Secret Solstice 2019

Rætt hefur verið m.a. á Bylgjunni um tónleikana Secret Solstice 2019. Þessir tónleikar hafa verið umdeildir fyrir margar sakir, t.d. staðsetning þeirra, ekki nægjanlegt eftirlit og þá staðreynd að eigendur hafa ekki getað staðið í skilum m.a. við borgina. Nú eru nýjir eigendur og hef ég heyrt að auka á allt eftirlit til muna.
En hér er bókun Flokkur fólksins frá því í nóvember en þá var málið á dagskrá borgarráðs:
Flokkur fólksins vill styðja það sem fram kemur í umsögnum foreldrafélaga í hverfinu sem telja að þessi hátíð, tónleikar í Laugardal – Secret Solstice 2019, eigi ekki heima í Laugardalnum. Þetta er sérstaklega nefnt í ljósi umræðu síðustu mánaða varðandi stöðu mála í neyslu ungs fólks á vímuefnum og hvernig sú þróun hefur breyst til hins verra. Fram hefur komið hjá foreldrum í kjölfar síðustu hátíðar „að mikil brotalöm var á skipulagi hátíðarinnar og framfylgd áfengiskaupalaga auk þess sem neysla og sala ólöglegra fíkniefna var mikil í tengslum við hátíðarhöldin“. Borgarfulltrúi veit að reynt hefur verið að gera ráðstafanir til að þessir hlutir fari ekki úr böndum. Engu að síður eru foreldrar áhyggjufullir. Flokkur fólksins gerir sér grein fyrir að margir eru ánægðir með þessa staðsetningu og hátíðina og reynt er að gera margt til að þessi hátíð sem önnur fari vel fram. En fyrir Flokk fólksins á ávallt að setja hagsmuni barnanna í forgang og vill borgarfulltrúi Flokks fólksins hlusta á foreldra og taka tillit til áhyggna þeirra.

Tillaga Flokks fólksins um dýrahald í íbúðum Félagsbústaða samþykkt

Tillaga Flokks fólksins um dýrahald í íbúðum Félagsbústaða var samþykkt

Flokkur fólksins lagði fram tillögu í borgarráði þann 16. September 2018 um að hunda- og kattahald í félagslegum leiguíbúðum yrðir leyft.

Tillögunni var var vísað til stjórnar Félagsbústaða. Tillagan var tekin fyrir í stjórn Félagsbústaða og óskaði stjórnin eftir að málið yrði skoðað frekar áður en afstaða yrði tekin. Á samráðsfundi fulltrúa Félagsbústaða og Velferðarsviðs var tillagan til umfjöllunar og var það samdóma álit fundarmanna að ekki væri rétt að standa gegn hunda- og kattahaldi.

Óskað var álits og umsagnar stjórnar samtaka leigjenda á tillögunni. Stjórnin tók málið upp á félagsfundi og þar kom fram að eðlilegt þykir að fylgt sé ákvæðum laga um fjöleignarhús um m.a. að afla þurfi samþykkis annarra íbúa. Þá þykir eðlilegt að útiloka tilteknar tegundir stórra hunda. Á fundi stjórnar félagsbústaða 2. maí sl. var málið á dagskrá að nýju. Samþykkt var að leyfa hunda- og kattahald samkvæmt almennum reglum og samþykktum íbúa. Samþykktin mun kynnt íbúum í fjölbýlishúsum Félagsbústaða og henni framfylgt í samræmi við lög um fjöleignarhús og samþykktir Reykjavíkurborgar um katta- og hundahald.

 Smuga


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband