Hraða þarf uppsetningu hleðslustöðva
12.9.2019 | 17:43
Allar skuldir beint til lögfræðinga í innheimtu
6.9.2019 | 17:52
Ég lét bóka eftirfarandi:
Tillaga Flokks fólksins að fyrirtækið Félagsbústaðir haldi sjálft utan um greiðsludreifingu leiguskulda hjá leigjendum sínum og hætti alfarið að senda skuldir í innheimtu hjá lögfræðingum
Nauthólsvegur 100 ekki gleymdur
5.9.2019 | 18:01
Á fundi borgarráðs var lagt fram yfirlit yfir ábendingar og niðurstöður í skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100.
Það er gott að vita til þess að ekki sé búið að gleyma braggamálinu og öðru þar sem farið var á svig við sveitarstjórnarlög s.s. ekki gerðir samningar og ekki farið í útboð svo fátt sé nefnt. Skýrslan um braggann er ein sú svartasta sem sést hefur og áfellisdómur á borgarkerfið. Fleiri slíkar skýrslu fylgdu í kjölfarið. Í skýrslunni rakti innri endurskoðandi fjölda atriða sem brást, þætti sem ekki er hægt að setja á reikning mistaka. Margstaðfest hefur verið að ábendingar hafa verið hunsaðar árum saman og hafa eftirlitsaðilar ítrekað bent á það í opinberum gögnum.
Hvað þessu yfirliti líður og að fara eigi í að laga hluti þá er engu að síður langt í land með að byggja upp traust í garð borgarkerfisins.
En vonandi liggur núna einhver alvara hér að baki!
Mistök Sorpu kosta borgina 1.6 milljarð
5.9.2019 | 13:02
Tillagan um að táknmálstúlka borgarstjórnarfundi vísað áfram
3.9.2019 | 23:11
Tillaga Flokks fólksins að táknmálstúlka borgarstjórnarfundi var vísað til forsætisnefndar. Mér fannst viðtökurnar engu að síður frekar neikvæðar sem sést í þessari bókun:
Hér er um mannréttinda- og réttlætismál að ræða og á meirihlutinn ekki að sjá eftir fé sem fer í að túlka borgarstjórnarfundi. Íslenska og táknmál eru samkvæmt lögum jafn rétthá. Borgarfulltrúa þykir miður að hlusta á viðbrögð meirihlutans en borgarfulltrúi Samfylkingar í ræðu sinni talaði strax tillöguna niður og vildi meina að túlkun eins og þessi kostaði mikið álag, mikið fé og að ekki hefðu heyrst háværar raddir eftir þessari þjónustu o.s.frv.
Það er ekki borgarfulltrúa að meta hvort táknmálstúlkun er erfið eða flókin eða kalli á mikinn undirbúning heldur þeirra sem ráðnir yrðu til að túlka. Að öðru leyti fagnar borgarfulltrúi Flokks fólksins að tillögunni var alla vega vísað áfram en hvorki felld né vísað frá á þessu stigi.
Sameining eða lokanir skóla oftast í óþökk foreldra
29.8.2019 | 20:50
Í morgun var lagt fram 6 mánaða uppgjör borgarinnar. Yfir þessum tölum hvíldi mikil leynd þar til Kauphöllin opnaði. Nú hefur allri leynd verið aflétt. Það sem kemur mest á óvart er staða Skóla- og frístundarráðs. 49% af nettó útgjöldum í hlutfalli af skatttekjum borgarinnar fer til Skóla- og frístundarsviðs. Sviðið er með 1 m.kr umfram fjárheimildir. Engu að síður er vandi víða í skólamálunum. Öll vitum við orðið um ástand skólahúsnæðis víða vegna viðhaldsleysis sl. 10 ára með tilheyrandi afleiðingum, raka og leka (myglu). Nú liggur fyrir skýrsla innri endurskoðanda sem staðfestir þetta og fleiri vandamál. Í skýrslunni segir að mismunandi skilningur er á milli skólastjórnenda og fjárveitingarvaldsins hjá Reykjavíkurborg um hversu mikið fjármagn þarf til að reka grunnskóla í borginni. Lítið svigrúm er til hagræðingar innan skólanna og gripið er til sameiningar og lokana oftast í óþökk foreldra og jafnvel skólastjórnenda. Í sérkennslu fara um 5 milljarðar en sérkennslan er ekki árangursmæld og því óljóst hvort hún sé að skila sér sem skyldi til barna sem hennar njóta.
Það er erfitt að átta sig á hvert borgarmeirihlutinn er að fara í skólamálum borgarinnar. Kapp er lagt á að allt lítið vel út á yfirborðinu, skóli án aðgreiningar og allt það. Af þessu að dæma má e.t.v. hlýtur það að liggja í augum uppi að fé sem veitt er í skólakerfið sé einhvern veginn ekki að nýtast.
Enga forræðishyggju og engar öfgar í skólamötuneytum
27.8.2019 | 20:15
Pína og kvalir að sækja um rekstrar- og/eða byggingarleyfi í borginni
25.8.2019 | 13:39
Hátt flækjustig er á mörgu í borginni. Regluverkið er eins og bandormur, alls konar skilyrði og kvaðir og fullt af smáu letri. Að sækja um rekstrar- eða byggingarleyfi veldur pínu og kvölum hjá mörgum. Sumt er hægt að senda rafrænt en annað ekki sem flækir málið enn frekar. Stundum er eins og hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri á að gera. Borgarbáknið er stórt og flókið þótt borgin teljist lítil í samanburði við borgir í Evrópu. Þeir sem sækja um rekstrarleyfi hafa verið komnir að því að reita hár sitt.
Á fundi borgarráðs lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram eftirfarandi tillögu:
Flokkur fólksins leggur til að borgin og skipulagsyfirvöld í borginni gangi í það verk að einfalda rekstrar- og byggingarreglukerfið. Sveitarstjórnir hafa skipulagsvaldið og ættu að geta einfaldað kerfið ef þær vilja. Margir kvarta yfir hversu þungt í vöfum umsóknarferlið er og flókið. Það er t.d. ekki hægt að senda öll gögn rafrænt. Afgreiðsla umsókna tekur oft langan tíma og framkvæmdaraðili veit oft ekki hvenær hann fær leyfið og getur því ekki skipulagt sig. Setja þyrfti skýr tímamörk um hvenær afgreiðsla liggur fyrir eftir að umsókn berst.
Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs.
Yfir 200 stöðugildi ómönnuð í skólum og á frístundarheimilum
23.8.2019 | 09:41
Fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra Skóla- og frístundarráðs um stöðu ráðninga á skóla- og frístundasviði að enn á eftir að ráða í 60.8 grunnstöðugildi í leikskólum, 40 stöðugildi í grunnskólum og 102,5 stöðugildi í frístundaheimilum/sértækum félagsmiðstöðvum. Enn er óljóst hvort staða ráðningarmála seinki áætlun um inntöku barna í leikskóla.
Það má sjálfsagt deila um hvort þetta sé slæmt eða viðunandi í ljósi þess að það taki tíma að ná inn fólki. Staðreyndin er sú hvernig sem litið er á málið að það er langt í land með að fullmanna þessar stöður. Borgarmeirihlutinn getur gert betur í þessum málum. Það að sé biðlisti í leikskóla yfir höfuð er óverjandi. Hægt er að fara ýmsar leiðir til að gera þessi störf aðlaðandi og eftirsótt og strax að vori þarf að fara af krafti í að ná í fólk með öllum ráðum. Ef horft er á málið í víðara samhengi t.d. í tengslum við kjaramálin þá er það borgin sem setur stefnuna og getur falið samninganefnd sinni að koma með tillögur í samningaviðræður sem stuðla að því að störfin verði eftirsóttari t.d. stytta vinnuviku til að létta á álagi. Ofan á þetta bætast viðgerðir á skólabyggingum vegna viðhaldsleysis og myglu. Þá eru ótalin veikindatilfelli sem rekja má beint til myglu í skólabyggingum.
Tillagan um bifreiðastæðaklukkur í Miðbæ Reykjavíkur enn óafgreidd
19.8.2019 | 09:20
Fólkið sem kvartar ekki
15.8.2019 | 15:52
Óskað var eftir upplýsingum um gjald sem leigjendur Félagsbústaða eru látnir greiða í hússjóð og þjónustugjald á mánuði og fyrir hvað verið er að greiða nákvæmlega með gjaldinu.
Svarið var lagt fram í borgarráði í morgun og má sjá hér neðar.
En hér er bókun Flokks fólksins í málinu
Það kemur á óvart að verið sé að rukka leigjendur fyrir rafmagn og hita og þrif og annað sem þarna er nefnt. Eftir því sem borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur heyrt frá leigjendum eru þeir sjálfir að greiða reikninga fyrir þrif og rafmagn sem dæmi. Spurningarmerki er sett við snjómokstur. Snjómokstur og fleira af þessu sem nefnt er kannast ekki allir leigjendur við þegar spurt er. Hvað varðar öryggishnappinn ætti hann að vera valkvæður. Þetta svar í heild sinni vekur því upp margar spurningar og vangaveltur sem dæmi hvort ekki sé verið að seilast helst til of mikið í vasa leigjenda með öllum þessum gjöldum sem þeir eru sjálfir að hluta til að greiða beint eins og t.d. rafmagn og þrif. Þegar allt er talið, hússjóðsgjöld og þjónustugjöld ofan á leigu íbúða sem eru í afar misgóðu ástandi er hér orðið um ansi háar upphæðir að ræða. Nokkrar áhyggjur eru af málum hjá Félagsbústöðum. Leigjendur eru viðkvæmur hópur og margir kvarta ekki, hafa ekki vanist að kvarta og aðrir þora hreinlega ekki að kvarta
Svarið frá Félagsbústöðum má sjá hér
Ætla freista þess að leggja þessa tillögu fram í borgarráði á morgun
14.8.2019 | 19:21
Spilað með tilfinningar kaupenda í Árskógum
13.8.2019 | 22:30
Í tilkynningu til kaupenda íbúða í Árskógum 1-3 frá Félagi eldri borgara (FEB) vegna 400 m.kr. viðbótarkostnaðar sem kaupendum var gert að greiða má sjá hvernig reynt er að spila með tilfinningar þeirra í því skyni að fá þá til að samþykkja viðbótargreiðsluna. Reynt er að vekja upp meðvirkni og samviskubit hjá kaupendunum gagnvart FEB með því að segja að virkni samtakanna væri stefnt í voða ef félagið lendir í erfiðum og löngum málaferlum við félagsmenn sína eins og segir í tilkynningunni. Einnig segir að meirihluti hafi samþykkt að greiða og almennt hafi fólk sýnt málinu skilning. Með þessu er verið að þrýsta á þá sem eiga eftir að greiða viðbótargreiðslu um að sýna því skilning. Reynt er að vekja upp einhvers konar þakklætistilfinningu hjá kaupendum með því að minna á að margir hafi haft áhuga á að kaupa íbúðirnar, enda undir markaðsverði. Segir í tilkynningunni Þegar framkvæmdir hófust hafi rúmlega fjögur hundruð félagsmenn lýst yfir áhuga. Tilgangurinn er augljós, að láta þá sem ætla að kanna rétt sinn fá samviskubit og upplifa sig vanþakklát.
Ekki vera með vesen!
Kaupendur, sumir með þinglýsta kaupsamninga, voru grunlausir um hvað biði þeirra og einhverjir komnir langleiðina með að flytja inn. Áfallið er því mikið. Skyndilega er fótunum kippt undan hópi eldri borgara sem eru fullir tilhlökkunar. Afleiðingar eru trúnaðarbrestur gagnvart FEB og fjárhagsáhyggjur þar sem ekki allir eldri borgarar eiga 5-7 m.kr. í handraðanum. Í ofanálag er reynt að láta þá sem ekki eru tilbúnir að láta valta yfir sig fá samviskubit og líða illa vilji þeir kanna rétt sinn. Í tilkynningunni er ekkert minnst á skekkjuna, mistökin sem leiddu til viðbótarkostnaðarins og hverjir bera ábyrgð á honum. Þeir sem bera ábyrgðina eiga auðvitað að axla hana. Ég spyr hvernig framkoma er þetta eiginlega?
Pistill birtur í Fréttablaðinu 13.8. 2019
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Frábært viðtal á bls. 6 í Fréttablaðinu í dag.
Ég hvet ykkur til að lesa þetta viðtal þar sem Ásta Kristrún Ólafsdóttir móðir þroskahamlaðs manns segir frá hvernig fatlaðir ofgreiða þjónustu vegna skorts á upplýsingum og tekur hún í því sambandi nokkur dæmi. Það er því kaldhæðnislegt að tillaga Flokks fólksin um bætta upplýsingagjöf til borgarbúa sem ættu sértæk réttindi var felld í júní.
Sjá nánar í viðtalinu: Í apríl síðastliðnum lagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, fram tillögu um að allir borgarbúar sem ættu sértæk réttindi yrðu upplýstir með fjölbreyttum hætti. Meðal annars símtölum, tölvuskeytum, bréfum, auglýsingum og heimsóknum. Einnig að útbúinn yrði heildstæður upplýsingabæklingur. Oft gerist það að upplýsingar um breytingar skili sér ekki nægilega vel til almennings og erfitt getur reynst að fá svör símleiðis. Var tillagan felld í júní.
Tillagan í heild sinni og bókun:
Tillaga um fjölbreyttar leiðir til að upplýsa borgarbúa um réttindi þeirra þar með talið útgáfa upplýsingabæklings:
Það er staðreynd að ekki tekst að upplýsa allar borgarbúa sem eiga tilkall til sértækra réttinda um réttindi þeirra. Það er skylda borgarmeirihlutans að láta einskis ófreistað til að koma upplýsingum til þessa hóps með eins fjölbreyttum hætti og mögulegt er. Leiðir sem hægt er að fara er að hringja í fólk, senda tölvuskeyti, auglýsa, heimsækja fólk eða senda bréfapóst. Með hverju ári sem líður er borgin að vera æ meira bákn og flækjustig fjölmargra ferla hefur aukist. Nú glittir vissulega í einhverja einföldun á einhverju af þessu og er það gott. Flokkur fólksins leggur til að borgarmeirihlutinn ráðist í að gefa út heildstæðan upplýsingabækling um réttindi borgarbúa á þjónustu sem borgin veitir. Mikilvægt er að réttur þeirra sem þurfa að nýta sér þjónustu borgarinnar sé skýr og afdráttarlaus og að upplýsingar um helstu réttindi séu öllum aðgengilegar.
Greinargerð:
Markmiðið með útgáfu bæklings er að veita þjónustuþegum greinargóðar upplýsingar um réttindi á aðgengilegan hátt. Í bæklingnum ætti einnig að vera hægt að finna upplýsingar um hvert hægt er að snúa sér ef viðkomandi vill gera athugasemdir eða leggja fram kvartanir vegna þjónustu innan borgarinnar. Oft heyrist talað um að fólk viti ekki hver réttindi sín eru eða hafa frétt af þeim mörgum mánuðum eftir að þau komu til, jafnvel árum. Stundum hafa upplýsingar misfarist vegna þess að það hefur gleymst að segja fólki frá þeim eða talið að fólk sé þá þegar upplýst um þau. Stundum er ástæðan sú að réttindin hafa tekið breytingum vegna breytinga á reglugerðum eða samþykktum borgarinnar og ekki hefur náðst að upplýsa fólk um breytingarnar. Ýmist reynir fólk að hringja til að fá upplýsingar eða leita að þeim á netinu. Það eru ekki allir sem nota netið og stundum næst heldur ekki í starfsmenn í síma. Sé viðkomandi beðin að hringja til baka gerist það ekki alltaf. Oft er kvartað yfir því að illa gangi að ná í starfsmenn/fagfólk sem eru t.d. mikið á fundum, að skeytum sé ekki svarað og að ekki sé hringt til baka. Gera má því skóna að upplýsingabæklingur sem er skýr og aðgengilegur, jafnvel sendur til þeirra sem talið er að eigi tilkall til þjónustunnar muni leysa að minnsta kosti hluta þess vanda þeim sem hér er lýst.
Frestað
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. apríl 2019, um aukna upplýsingagjöf til borgarbúa um réttindi þeirra. Einnig er lögð fram umsögn upplýsingastjóra, dags. 24. júní 2019. R19040142
Tillagan er felld.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Flokks fólksins gerir sér grein fyrir að ýmislegt er reynt til að koma upplýsingum til borgarbúa. En betur má ef duga skal. Of mikið er treyst á netið og að fólk sé almennt nettengt. Það er ekki alveg raunveruleikinn. Fjölmargir eiga ekki tölvu t.d. elstu borgararnir. Leggja þarf meiri áherslu á símtal til fólks og fylgjast með eldri borgurum og öryrkjum hvort allir hafa örugglega fengið upplýsingar t.d. um réttindi sín. Fram kemur að verið er að uppfæra bækling sem gefinn var út árið 2017 og sendur var öllum eldri borgurum 75 ára og eldri um þá þjónustu sem stendur þeim til boða. Nú er árið 2019. Áhugavert væri að vita í hvað marga í þessum aldurshópi hefur verið haft samband við símleiðis?
Martröð foreldra
30.7.2019 | 20:19
Martröð foreldra er að börn þeirra leiðist út í fíkniefnaneyslu. Langoftast er einhver aðdragandi sem birtist á heimilinu og í skólanum. Barn sem byrjar að neyta harðra efna fer oft hratt niður. Hefja þarf því greiningarferlið strax og meðferð í kjölfarið. Hér getur verið spurning um líf eða dauða. Þegar kemur að raunveruleikanum í þessum efnum eru ýmsar hindranir og úrræðaleysi.
Greining og meðferð
Fyrsta hindrunin er að komast í greiningu. Án greiningar, sem oftast samanstendur af vitsmunaþroskamati, mati á líðan og ADHD skimun, fæst ekki aðgangur að Bugl. Landspítalinn þjónustar ekki ungmenni í neyslu- og fíknivanda, veitir þeim hvorki afeitrunarmeðferð né bráðameðferð þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra hafi falið Landspítalanum að sinna börnum í neyslu. Af hverju hefur Landspítalanum ekki tekist að fylgja fyrirmælum ráðherra? Ráðherra hefur samið við SÁÁ að annast meðferð fyrir börn en í kjölfarið tekur ekkert við. Álagið á fjölskyldur barna í neyslu er gríðarlegt og að baki einu barni er fjölskylda í angist.
Hægagangur og andvaraleysi stjórnvalda
Íslenskt samfélag, borg og ríki hafa staðið sig illa í þessum málum. Barn á grunnskólaaldri á rétt á að fá vandann sinn greindan eins og Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla kveður á um. En biðlistar eru langir og dæmi eru um að börn séu enn á biðlista þegar þau ljúka grunnskóla. Þeir foreldrar sem hafa efni á, grípa til þess ráðs að kaupa greiningu hjá einkaaðila fyrir að lágmarki 150.000 kr. Hjá Reykjavíkurborg hefur málaflokkurinn ekki verið í forgangi. Í staðinn fyrir að fjölga sálfræðingum hefur meirihlutinn í borgarstjórn ákveðið að draga úr greiningum. Ráðamenn í borginni hafa í mörg ár staðið sig illa þegar kemur að greiningum og sálfræðiþjónustu við börn. Fjármagni hefur frekar verið varið í aðra hluti en að auka og tryggja þjónustu við börn á hinum ýmsu sviðum.
Grein birt í Fréttablaðinum 30.7. 2019
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Stórflótti verslana og fyrirtækja úr miðbænum
26.7.2019 | 11:20
Frá því í febrúar hafa lokað á Skólavörðustíg GK, Gjóska og Gallería er að fara að loka þar.
Á Laugavegi eru farnir: Spakmannsspjarir, Brá, Kroll, Manía, Lindex, Stefán Chocolader, Reykjavík Fótó, Herrahúsi, Kúnígúnd, Flash, og Reykjavík Live.
Þesar eru að fara að loka: Michelsen, Lífstykkjabúðin og Sigurboginn.
Hvað er að verða um miðbæinn okkar?
Gleymdist að mæla?
25.7.2019 | 19:43
Aðstæðurnar eiga að vera klárar fyrir báðar ferðirnar þannig það á ekki að trufla okkur eitt eða neitt svo við erum alsæl með það að geta loksins farið að láta þetta rúlla," segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Við þurfum bara ákveðinn tíma til að koma okkur í gírinn og svo mun þetta skip bara sigla áætlun eins og hún hefur verið teiknuð upp, sjö ferðir á dag," segir hann.
Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, segir að í haust verði ráðist í að hækka viðlegukanta á bryggjunum. Það gæti kostað jafnvel um 50 milljónir í hvorri höfn, það þarf bæði í Vestmannaeyjum og í Þorlákshöfn," segir Jónas, 100 milljónir í heildina. Vonast er til að það þær breytingar verði kláraðar í lok október.
Einstaklingi í hjólastól neitað um aðstoð af vagnstjóra um borð í strætó
21.7.2019 | 20:10
Í þessu sambandi langar mig að minna á svar Strætó við fyrirspurn minni um fjölda kvartana en á síðasta ári voru kvartanir/ábendingar 2779 aðallega vegna framkomu vangstjóra, aksturslags og tímasetningar eins og segir í svari frá Strætó.
Ég spyr hvað er eiginlega að í þessu fyrirtæki? Allt þetta hlýtur að vera erfitt fyrir það fólk. Hér myndi ég segja að væri um stjórnendavanda að ræða frekar en nokkuð annað.
Laun fyrrum forstjóra Félagsbústaða 1.6 mkr. á mánuði auk yfirvinnutíma
19.7.2019 | 09:26
Það angrar mig mjög að forstjórar B hluta fyrirtækja eru sennilega allir á borgarstjóralaunum og gott betur. Ég fékk sundurliðun á launum fyrrum forstjóra Félagsbústaðar á fundi borgarráðs í gær. Hann var með rúma 1.6 milljón á mánuði auk yfirvinnutíma. Þessi laun eru á pari við laun borgarstjóra. Við starfslok var gert upp við hann, hann fékk orlof greitt sem er hefðbundið en einnig 128 yfirvinnutíma greidda.
Bókun mín í þessu máli segir allt sem segja þarf:
Laun fráfarandi forstjóra Félagsbústaða eru regin hneyksli. Forstjórinn var með rúmar 1,6 m.kr á mánuði. Borgarfulltrúi Flokks fólksins er orðlaus yfir þessari upphæð sem sennilega er á pari við sjálfan borgarstjórann. Fram kemur í svari að viðkomandi átti um 2 mánuði ógreitt orlof og ógreidda yfirvinnutíma. Upplýst hefur verið með yfirvinnu. Við starfslok voru greiddir út 128 tímar í yfirvinnu á tímabilinu 2017 til 2018 samtals 1.961.023. Þetta var ofan á föst laun. Flokkur fólksins gerir skilyrðislausa kröfu til stjórnar að laun núverandi forstjóra verði lækkuð séu þau í einhverju samræmi við þessa upphæð. Laun viðkomandi sem sinnir þessu starfi þarf að vera í einhverju samræmi við þann veruleika sem við lifum í. Hér er um firringu að ræða sem æ oftar virðist vera raunin hjá meirihluta borgarstjórnar og fyrirtækjum í eigu borgarbúa þegar sýslað er með skattfé borgarbúa. Einhver meðvirkni virðist vera í þessu máli.