Barn á rétt á að líða vel í skólanum sínum. Hér er sett fram hugmynd um hvernig hægt er að virkja utanaðkomandi fagteymi til að leysa mál sem skóli ræður ekki við að leysa.
Alveg eins og foreldrum ber að tryggja öryggi barna sinna á heimili ber skólum að tryggja öryggi þeirra á skólatíma.
Fleiri skólar en færri, trúi ég, að sinni þessari skyldu sinni með sóma. Með reglulegu millibili berast þó tíðindi af því að barn hafi orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi, andlegu og eða líkamlegu af hálfu skólafélaga sinna. Afleiðingar eineltis eru alvarlegar og í sumum tilvikum svo alvarlegar að sá sem fyrir því hefur orðið bíður þess aldrei bætur.
Það er tímabært að horfa af fullri alvöru á þá staðreynd að enda þótt all-flestir skólar fylgi eineltisáætlun, sumar hverjar þaulrannsakaðar og vel útfærðar, þá ráða ekki allir skólar við að leysa úr þyngstu eineltismálunum sem upp koma. Einnig er tímabært að horfast í augu við þá staðreynd að enn eru til skólar sem hafa enga slíka áætlun. Af hverju skólar eru svo misútbúnir eða mishæfir til að takast á við þennan vágest má eflaust rekja til ýmissa þátta í innviðum þeirra s.s. stjórnunarhátta, stefnu eða stefnuleysi og eða þeirri menningu sem sérhver skóli býr yfir.
Mikið hefur verið rætt um þessi mál undanfarin misseri og ár. Þegar upp koma svæsin tilvik hefst umræða um að við þetta sé ekki hægt að búa lengur og að nú þurfi eitthvað að fara að gerast í þessum málum. Fagfólk, foreldrar þolenda og fullorðnir þolendur eineltis rísa upp og láta í sér heyra. Haldin eru þing, farið er á fundi stjórnvalda: sviðsstjóra, deildarstjóra og annarra stjóra sem eru yfir þessum málaflokki í sveitarfélagi og í ráðuneytum. Greinar eru skrifaðar, blogg og viðtöl tekin bæði við þolendur, foreldra, aðstandendur og stjórnvöld.
Vissulega hefur heilmikið þokast áfram í þessum málum og æ fleiri skólar hafa aukið áherslur sínar á forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir. Rætt er við börnin um samskipti og að þeim beri að koma vel fram hvert við annað. Það bætast æ fleiri skólar í hóp þeirra skóla sem hafa eineltisáætlanir. Margir skóla endurskoða sínar áætlanir reglulega og endurbæta það ferli sem eineltismál fara í, komi þau upp, og ítrekað er brýnt fyrir starfsfólki skóla að halda vöku sinni og láta vita um leið og tilefni eru til afskipta.
En betur má ef duga skal því enn er að fréttast af málum sem komið hafa upp og hafa fengið að grassera með skelfilegum afleiðingum. Dæmi eru um að sagt sé frá því að skóli hafi jafnvel hunsað að horfast í augu við svæsið eineltismál eða telji sig hafa unnið í því að bestu getu jafnvel þótt aðstandendur þolanda fullyrði að málið sé enn með öllu óleyst. Það er í svona tilvikum sem fólk fyllist vanmætti og spurt er hvort ekki sé neitt við ráðið?
Hugmynd til lausnar.
Það er með einföldum hætti hægt að búa til kerfi sem færi í gang ef skólinn hefur ekki geta leitt einstakt eineltismál til lykta. Hér er mikilvægt að taka fram að með þessari hugmynd er ekki verið að taka ábyrgðina af skólastjórnendum heldur er hér átt við að teymið komi einungis til hafi ekki tekist að mati þolanda og foreldra hans eða skóla að leysa málið innan skólans.
Til að þessi hugmynd geti orðið að veruleika þurfa stjórnvöld að leggja henni lið.
Hugmyndin er þess: Ráðuneyti og/eða sveitarfélag standi að myndun fagteymis sem samanstendur t.d. af sálfræðingi, lögfræðingi, kennara og námsráðgjafa (3-5).
Þeir sem geta virkjað teymið.
1. Foreldrar/forráðamenn þolanda
2. Skólastjórnendur geta líka óskað eftir aðstoð teymisins t.d. telji þeir sig ekki ráða við að leysa málið hjálparlaust.
Teymið þarf að hafa fullt sjálfstæði í vinnubrögðum og með hvaða hætti það velur að vinna í málinu enda sérhvert mál einstakt og útheimtir mismundandi útfærslur.
Óski foreldri eftir að teymið vinni í eineltismáli síns barns, verður leiðin fyrir fagfólkið að vera greið inn í viðkomandi skóla. Teymið þarf að fá fullan aðgang að öllum þeim sem að málinu koma. Teymisfólkið þarf að fá aðstöðu til að taka viðtöl í viðkomandi skóla og geta treyst á fulla samvinnu við skólastjórnendur og annað starfsfólk skólans.
Ávinningur fyrir skólastjórnendur að geta leitað til teymisins.
Ætla mætti að skólastjórnendum þætti það kostur að geta leitað til utanaðkomandi fagteymis komi upp alvarlegt vandamál í skólum þeirra. Í sumum tilvikum mun það jafnvel nægja að teymið veiti aðeins leiðbeiningar og ráðgjöf um með hvaða hætti skólinn geti tekið á málum en skólinn, eftir sem áður, leysi málið. Stundum þarf ekki annað til en að fá utanaðkomandi aðila til að leggja mat á hlutina og varpa fram nýrri sýn til að lausnir blasi jafnvel við.
Komi sérsveitarteymið að máli hvort heldur foreldrar eða skóli kalli það til er meginmarkmið þess að vinna í málinu með það fyrir augum að leiða það til lausnar hverjar svo sem lausnir þess kunna að verða. Teymið vinnur með hagsmuni þolandans að leiðarljósi og mikilvægt er að hann og aðstandendur hans upplifi og finni í reynd að málið hafi verð unnið með faglegum hætti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.5.2009 kl. 20:11 | Slóð | Facebook
Rafrænt einelti, smella hér til að sjá þáttinn frá því í gærkvöldi á ÍNN.
Meðal efnis:
Hlutverk Heimili og skóla:
Þetta eru hagsmunasamtök foreldra sem leitast við að vekja athygli foreldra á hættum á Netinu og hvað felst í jákvæðri netnotkun. Einnig annast samtökin fræðslu til foreldra um hvernig þeir geta staðið saman með skólanum t.d. gegn einelti.
SAFT er skammstöfun fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni.
Vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af ESB.
Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli - landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu verkefnisins fyrir Íslands hönd.
Samkvæmt foreldrakönnun SAFT telja :
66% foreldra að þeir þurfi frekari upplýsingar um öryggi á Netinu.
20% foreldra sem eiga börn sem nota netið hafa leitað sér tæknilegra ráða varðandi netnotkunina.
10% hafa leitað sér uppeldislegrar ráðgjafar varðandi netnotkunina og 1% lögfræðilegra ráða.
74% telja mjög eða frekar mikla þörf fyrir vefsíðu þar sem á einum stað er hægt að leita sér ráðgjafar um tæknileg,uppeldisleg og lögfræðileg málefni tengd netnotkun.
Jákvæð netnotkun, helstu netheilræðin og margt fleira.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook
Manni óar við þessum tölum
5.5.2009 | 15:24
Það eru stjarnfræðilegar upphæðir sem sagt er t.d. að Björgólfur Guðmundsson skuldi Landsbankanum og hann er ekki sá eini.
Tæpa 60 miljarða
Hugsanir sem fljúga í gegnum hausinn við svona upplýsingar eru hvað þetta var nú allt mikil geggjun.
DV í dag er einnig stútfullt af fréttum af auðmönnum, hvað þeir skulda og hvert þeir hafa flúið. Það er ekki hjá því komast að fyllast reiði þegar maður les svona fréttir.
Hvað voru þessir menn að hugsa?
Peningamál | Slóð | Facebook
Hvernig tökum við á rafrænu einelti?
1.5.2009 | 12:18
Eineltisserían heldur áfram á ÍNN enda umræða sem seint verður tæmd einfaldlega vegna þess að enn hefur ekki nema hluti þjóðarinnar vaknað til vitundar um þetta skaðræði. Eineltismál koma upp víða í okkar samfélagi og ekki nóg með það heldur lifa góðu lífi innan einstakra stofnanna eins og skóla, íþróttahreyfinga og vinnustaða.
Í næsta þætti ræðum við um rafrænt einelti og til leiks koma tvær ungar konur sem hafa gert á því rannsókn hér á landi.
Hvernig tökum við á þessum vandamáli?
Myndbrot úr myndinni Odd girl out verður sýnt en myndina i heild sinni er hægt að sjá á You Tube.
Sjá hér annað myndbrot um rafrænt einelti.
Síðan er það umræðan um jákvæða tölvunotkun og ábyrgð foreldra að kenna börnum sínum að umgangast Netið með það fyrir augum að varast hættur sem þar leynast og einnig að forðast að taka þátt í neikvæðum samskiptum: andlegu ofbeldi, níði, lygum eða skítkasti sem allt er til þess fallið að varpa rýrð á aðra manneskju.
Hefjist slíkur vítahringur eru afleiðingarnar oft skelfilegar eins og dæmin hafa sýnt okkur.
ALLT SEM ÞÚ GERIR Á NETINU ENDURSPEGLAR HVER ÞÚ ERT
KOMDU FRAM VIÐ AÐRA EINS OG ÞÚ VILT LÁTA KOMA FRAM VIÐ ÞIG
ÞÚ BERÐ ÁBYRGÐ Á ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR OG GERIR Á NETINU
Foreldrar þurfa að gera sér grein fyrir þeim ótal hættum sem Netið geymir og kenna börnum sínum að varast þær en umfram allt fylgjast sjálfir með Netnotkun barna sinna:
1. Uppgötvið Netið saman og hvetjið til góðra netsiða
2. Gerðu samkomulag við barnið um Netnotkun á heimilinu.
3. Hvettu barnið til að vera gætið þegar það veitir persónulegar upplýsingar.
4. Ræddu um þá áhættu sem fylgir því að hitta Netvin.
5. Kenndu barninu þínu að skoða efni á Netinu með gagnrýnum hætti.
6. Haltu vöku þinni það er vel hugsanlegt að barnið rekist á efni á Netinu einungis ætlað fullorðnum.
7. Komdu upplýsingum um það sem þú telur ólöglegt efni til réttra aðila.
8. Kynntu þér Netnotkun barnsins þíns.
9. Mundu að jákvæðri þættir Netsins eru mun fleiri en hinir neikvæðu.
(sjá meira um þetta efni á heimiliogskoli.is og einnig á vef Lögreglustjórans á höfuborgarsvæðinu)
Hópur stúlkna gengur í skrokk á jafnöldru sinni. Upphafið rakið til misskilnings á netinu
30.4.2009 | 10:41
Hópur stúlkna nemur aðra á brott og gengur í skrokk á henni.
Enn eitt tilvik hefur orðið sem á eftir að hafa langvarandi, alvarlegar afleiðingar fyrst og fremst fyrir stúlkuna sem varð fyrir árásinni en einnig fyrir þær sem beittu ofbeldinu með þeim afleiðingum að stórsér á stúlkunni.
Í frétt um málið segir að þetta hafi átt upphaf sitt vegna einhvers misskilnings á netinu. Það vekur okkur til umhugsunar hvernig börnin umgangast netið og aukningu svo kallaðs rafræns eineltis samhliða aukinni tölvunotkun. Í þessu sambandi vil ég minna á þáttaröð um einelti á ÍNN. Þátturinn á mánudaginn er einmitt tileinkaður rafrænu einelti og hvaða úrbætur er hægt að leggja til í því sambandi. Sýnt verður myndbrot úr myndinni Odd girl out sem sýnd er í heild sinni á You Tube og fjallar um einelti á netinu.
Í þessu tilviki sem hér um ræðir hefði sannarlega getað farið verr því eitt högg á höfuð getur auðveldlega skilið milli lífs og dauða eða leitt til örkumlunar.
Málið er sannarlega allt hið sorglegasta.
Síðan hvenær hefur þurft að kjósa um það hvort ræða megi saman?
28.4.2009 | 12:31
Ég óttast mjög að sú málamiðlunarleið Samfylkingar og VG í Evrópusambandságreiningnum verði á þá leið að VG knýi fram að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort fara eigi í viðræður.
Komi sú staða upp sé ég fyrir mér sérkennilega atburðarás fara af stað. Tvær fylkingar, með og á móti, munu með öllum ráðum og þá ekki endilega með málefnalegum hætti, keppast um að sannfæra aðra um annars vegar kosti þess að fara í viðræður með það fyrir augum að sækja um aðild og hins vegar hversu áhættusamt það er að tala við ESB og galla þess að sækja um aðild.
Fyrir þá sem hafa undanfarin ár látið sér þessa umræðu í léttu rúmi liggja munu e.t.v. varla vita í hvort fótinn þeir eiga að stíga þegar áróðursmeistarar með og á móti byrja að lobbýera. Þeir sem hafa bitið það í sig að vilja ekki kanna þennan möguleika af því að þeir telja sig vita hvað í honum felst þótt þeir hafi e.t.v. aldrei kynnt sér það, munu láta einskis ófreistað við að sannfæra mann og annan um skaðræði þess að ganga til viðræðna við ESB
Verði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að ganga til viðræðna á þann veg að ekki verði tekið það skref, fær þjóðin ekki að vita hvernig samningsplaggið við ESB gæti litið út í reynd.
Hvar stöndum við þá. Allir þeir fjölmörgu sem vilja viðræður, vilja kanna þetta mál til hlítar, sitja eftir ófullnægðir og óánægðir með að hætt hafi verið við, áður en var byrjað..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook
Ertu ein eða einn? Vantar þig félagsskap? Viltu koma út að leika?
27.4.2009 | 10:21
Kristín frá Sólóklúbbnum og Sigríður frá félaginu París eru í heimsókn á ÍNN í kvöld og kynna starfssemi sína.
Í nærveru sálar, 27. apríl.
Sértu ein(n) og langar til að stunda virkara félagslíf, fylgstu þá með þessari umræðu.
París og Sólóklúbburinn standa opnir öllum þeim sem eru einhleypir og langar til að gera skemmtilega hluti með skemmtilegu fólki.
www.paris.is
www. soloklubburinn.is
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook
Atvinnu- og efnahagsmálin verða ekki aðskilin frá umræðu um aðild að ESB
27.4.2009 | 09:26
Ekki er hægt að aðgreina umræðuna um atvinnu- og efnahagsmálin frá umræðu um aðild að ESB og upptöku evru með inngöngu í myndbandalag. Allt hangir þetta saman.
Hvernig er hægt að ætla að leggja áherslu á efnahagsmálin, peningastefnuna og gjaldmiðil landsins og hunsa á sama tíma umræðuna um aðildarviðræður og mögulega upptöku evru á þessu landi?
Sá sem þetta vill gera er ekki að taka á málinu nema að litlu leyti.
Það hefði verið svo mikið auðveldara ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefði borið gæfu til að álykta um að sameinast um að fara í viðræður við ESB. Þá hefði gengi hans í þessum kosningum orðið mun öflugra.
Færsla frá 27. september 2007 um ESB og evruna. Tími er kominn til að taka næsta skref
26.4.2009 | 10:30
Það er áhugavert nú að líta aðeins til baka og skoða hvernig þróun umræðunnar um ESB og evru hefur verið. Þessa færslu birti ég á blogginu í lok september 2007.
Málið er búið að vera í umræðunni eiginlega á sama plani í eflaust meira en 2 ár.
Það er þess vegna greinilega tímabært að taka næsta skref, ekki einungis að velta vöngum, spá og spekúlera heldur fara að kanna hvað það er sem raunverulega kemur upp úr poka merktum ESB og Ísland.
27. september 2007.
Umræðan um evruna og mögulega aðild Íslendinga í ESB hefur orðið æ áleitnari síðustu mánuði og er nú einnig farin að heyrast úr fleiri áttum. Lengi hafa menn þó velt vöngum yfir kostum og göllum upptöku evrunnar, hvenær íslenskt efnahagslíf verði tilbúið og hvort aðild að ESB sé nauðsynleg eða hvort hægt sé að taka hana upp einhliða.
Ég hef fylgst með þessari umræðu eins og aðrir, hlustað á fjölda fyrirlestra um málið þar sem rök með og á móti hafa verið reifuð.
Undanfarna daga hefur heyrst talað um hvort Íslendingar eigi og geti tekið upp evruna einhliða. Í því sambandi minnist ég þess að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra fullyrti á sínum tíma að sá möguleiki væri raunhæfur og fannst mér hún fá fyrir það mikla gagnrýni og allt að hneykslun margra. Nú hins vegar virðast allar hliðar umræðunnar leyfilegar og æ fleiri vilja taka þátt í henni, sem er auðvitað alveg frábært.
Ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði en sé í hendi mér að upptaka evrunnar yrði ekki einungis mikill kostur fyrir viðskiptalífið heldur einnig hinn almenna borgara.
Eins og stendur þá er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðils. Bankarnir fá þennan mismun sem er verulegur. Þessi kostnaður yrði úr sögunni fyrir almenning væri evran okkar gjaldmiðill. Aðrir kostir eru hversu auðvelt yrði að bera saman verð hér og annars staðar í Evrópu. Verðlagseftirlit yrði því mun árangursríkara.
Fleira mætti nefna. Sú spenna sem fylgir því að kaupa varning erlendis frá hyrfi. Íslendingar hafa eytt mikilli orku í að hitta á rétta tímann, þegar gengið er hagstætt og kaupa áður en það fellur síðan aftur.
Ég er þeirrar skoðunar að þessi þáttur hefur á sumum tímabilum jafnvel ýtt undir ótímabær kaup okkar eins og á bílum og öðrum dýrum erlendum varningi. Ekki hefur mátt bíða með að kaupa því að hætta hefur verið á að varan hækkaði við gengisbreytingar.
Aðild að ESB eða ekki.
Málflutningur fjölda þeirra sérfræðinga sem rætt hafa um nauðsyn þess að ganga í ESB ef taka á upp evru er afar sannfærandi. Öðruvísi verðum við ekki aðilar að Evrópska seðlabankanum og höfum þar að leiðandi engan stuðning þar frá.
Aðild að ESB er stórt mál enda varðar það margt fleira en upptöku evrunnar. Menn óttast hvað helst að það sé sjávarútvegurinn sem ekki verði hægt að standa nægjanlegan vörð um.
Aðild eða ekki aðild verður ekki ákveðin nema með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hvað sem öllu líður fagna ég því að æ fleiri vilja skoða málið með opnum huga enda var vitað að umræðu um evruna og ESB aðild yrði ekki umflúin.
Fyrir mitt leyti get ég ekki betur séð en að evran sé framtíðin og spái því að hún verði með einum eða öðrum hætti orðin okkar gjaldamiðill innan 10 ára. Nú við þetta má bæta að eins getur verið að við tökum upp einhvern annan gjaldmiðil en evruna, eða höldum krónunni en spyrðum hana við evru já eða dollar ef því er að skipta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook
Rökræða vs. kappræða í Krossgötum Hjálmars Sveinssonar
25.4.2009 | 13:49
Áhugavert viðtal í Krossgötum Hjálmars við þau Vigdísi Finnbogadóttur og Pál Skúlason.
Einangrunarhyggja einkennir okkur Íslendinga, segir Vigdís. Við notum kappræðu frekar en rökræðu. Erum ávallt að reyna að sannfæra aðra um að taka upp þá skoðun sem við búum yfir og bregðumst jafnvel illa við ef einhver hefur aðra skoðun. Meira mætti vera um rökræðu þar sem fólk ræðir saman opinskátt, rökstyður sínar skoðanir en hlustar jafnframt á skoðanir annarra og ber fyrir þeim virðingu.
Okkur skortir mörgum hverjum gagnrýna hugsun. Sem dæmi, menn ganga til liðs við stjórnmálaflokk/söfnuð þar sem þröngur hópur hefur e.t.v. lagt línurnar um hvernig þorri félagsmanna skuli hugsa. Með því að ganga í flokkinn telur sá hinn sami jafnvel að honum beri skylda til að taka upp allar þær skoðanir sem lagðar eru á borðið fyrir hann. Vilji sá hinn sami hugsa með gagnrýnum hætti, kanna með sjálfum sér hvað honum finnst og fylgja sinni sannfæringu í einstaka máli þá er jafnvel litið á hann sem svikara, eða ekki sannan félagsmann.
Fleira áhugavert kemur fram í þessu viðtali. Hvet fólk til að hlusta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook
Einhverjir hyggjast borða kjörseðlana í stað þess að skila þeim
25.4.2009 | 09:38
Verði þeim að góðu.
Væri ekki bara mátulegt á þá ef þeir fengju smá í magann?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook
Af hverju skila sumir auðu?
24.4.2009 | 20:08
Það er alltaf einhverjir sem skila auðum kjörseðli. Með því að gera það telja þeir sig vera að tjá ákveðna afstöðu. En hvaða afstöðu eru þeir að lýsa með þessu?
Gaman væri ef við reyndum að orða það með einhverjum hætti. Með því að gera það gæti verið að í ljós komi að ástæður að baki því að skila auðu séu margvíslegar.
Átti eflaust að vera hræðsluáróður
24.4.2009 | 19:49
Allsherjarhrun íslensks efnahagslífs blasir við segir formaður Framsóknarflokksins sem ákvað að tjá sig um niðurstöður á mati sem birt er í skýrslu Endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman en þessir aðilar hafa unnið að mati á verðmæti eigna sem fluttar verða úr gömlu bönkunum í þá nýju. Sjá nánar þessa frétt:
Skýrslan ekki birt en forsendur skýrðar.
Sennilega hefur þetta átt að vera einhvers konar kosningarhræðsluáróður hjá Framsókn til að byrja með sem nú hefur verið leystur upp í að vera í besta falli misskilningur formannsins.
Jæja, gott að vita að viðskiptaráðherra telji að allsherjarhrun íslensks efnahagslífs sé ekki handan við hornið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook
Ofurtilboð auka ekki trúverðugleika
24.4.2009 | 09:09
Þetta er ekki skynsamlegt fyrir stjórnmálaflokka/frambjóðendur sem vilja gefa af sér traustvekjandi ímynd. Ef svo ólíklega vill til að þetta muni skila einhverjum árangri þá kemur þetta sennilegast í bakið þótt síðar verði.
Einmitt núna er mikilvægt að flokkar og frambjóðendur tali til fólksins með raunsæjum hætti og forðist umfram allt að lofa ekki einhverju sem ekki er nokkur leið að standa við. Ef kjósendur eiga eitthvað skilið eftir það sem á samfélagið hefur dunið, þá er það heiðarleg og einlæg framkoma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook
Að stjórnmálamenn ákveði vexti sagði formaður Framsóknarflokksins
23.4.2009 | 12:18
Tímabært að stjórnmálamenn taki ákvörðun um vexti sagði formaður Framsóknarflokksins.
Þessi tillaga er algerlega út í hött. Það er afar mikilvægt að treysta sjálfstæði Seðlabankans og fagaðila um stjórn peningamála og vaxtastefnu hér á landi. Það getur verið að allir séu ekki sammála eða ánægðir með ákveðnar aðgerðir eða vaxtastefnu, enda fer það oft eftir hagsmunum mismunandi aðila. En að ætla að fela þetta í hendur stjórnmálamanna væri glapræði og myndi rýra svo trúverðugleika Íslands að afleiðingarnar gætu orðið mjög alvarlegar. Að koma fram með svona fullyrðingu nokkrum dögum fyrir kosningar í von um að snapa atkvæði er að mínu mati vanhugsað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook
www.sammala.is
20.4.2009 | 23:20
Ég vil að um þann samning verði rætt á opinn, upplýsandi og fordómalausan máta og hann síðan borinn undir þjóðina í atkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar.
Þess vegna hef ég skráð mig á www.sammala.is
Telji ég að innihald aðildarsamningsins muni ekki þjóna heildarhagsmunum íslensku þjóðarinnar mun ég ekki hika við að greiða atkvæði gegn honum.
Internetið eins og stórborg án löggæslu.
20.4.2009 | 10:57

Netinu má líkja við stórborg sem er meira og minna án löggæslu.
Þúsundir barna á Íslandi hafa aðgang að Netinu. Fjölmörg hafa aldrei fengið neinar leiðbeiningar um hvernig umgangast skal þessa stórborg og hvernig þeim ber að sneiða hjá öngstrætum hennar. Fjölmörg börn vafra um götur Internetsins án nokkurs eftirlits.
-Einelti á Netinu er vaxandi vandamál. Sumar síður eru stútfullar af óhróðri og níði sem börn og unglingar skrifa um hvert annað.
-Dæmi eru um að ungar stúlkur sem ekki hafa fengið fræðslu og leiðbeiningar um Netið setji myndir af sjálfum sér inn á Netið þar sem þær eru jafnvel fáklæddar og í ögrandi stellingum með alvarlegum afleiðingum.
- Forvarnir, hlutverk foreldra og fleira verður tekið fyrir með Þóri Ingvarssyni, rannsóknarlögreglumanni í þættinum Í nærveru sálar í kvöld., að þessu sinni er hann sýndur kl. 20.30 og endursýndur kl. 22.30.
Þátturinn er annars að öllu jöfnu sýndur á mánudögum kl. 21.30.
Myndskreyttar líkkistur, af hverju ekki?
20.4.2009 | 09:18
Líkkistuverslunin Íslandskistur bjóða upp á myndskreyttar líkkistur. Engin lög gilda um útlit líkkistna en eftir er að sjá hvernig þessi nýjung leggst í fólk.
Af hverju ætti ekki hverjum sem er, hvort heldur sá sem bíður dauðans eða ástvinir hins látna, að velja útlit kistunnar?
Eðlilegast er að hinn látni skilji eftir sig ósk um myndskreytingu en stundum hefur viðkomanda ekki gefist tækifæri á slíku og þá kemur það í hlut ástvina og fjölskyldunnar að gera það.
Einu sinni voru allar líkkistur á Íslandi svartar, svo bættist hvíti liturinn við og nú er fjölbreyttnin mikil, sérstaklega í öðrum löndum.
Frumkvöðlarnir, Stefán og Sveinn hjá Íslandskistum, segja að það sé vissulega mikilvægt að skreytingarnar særi ekki blygðunarsemi þeirra sem eru við útförina.
Það er nefnilega hægt að fara með þetta, eins og allt annað, út í öfgar.
Gott fyrir stjórnmálamenn og kjósendur að vita
19.4.2009 | 13:45
Við tiltekt fann ég gamlar glósur frá Uppeldis- og kennslufræðináminu við HÍ árið 1992.
Hér koma nokkrir punktar eflaust úr æfingarnámsefni um Viðhorf og viðhorfabreytingar:
Þetta gæti gagnast kjósendum að vita.
Ef um er að ræða persónulegan smekk eða gildismat hefur sá sem líkist okkur mestu áhrifin.
Ef um er að ræða staðreyndir þá hefur sá sem er ólíkur okkur frekar áhrif á skoðanir okkar.
Gott fyrir stjórnmálamennina að vita þetta:
Betra er að kynna báðar hliðar málsins ef áheyrendur eru gagnrýnir og meðvitaðir.
Önnur hliðin nægir ef áheyrendur eru jákvæðir og lítið meðvitaðir.